Stefan Arnar Ómarsson tók það saman á Twitter hversu oft lið sem vinnur Lengjubikarinn um vorið hefur fagnað sigri á Íslandsmótinu um haustið.
Þar kom í ljós að það hefur bara gerst einu sinni og síðan eru liðin níu ár. FH-liðið frá 2009 er eina karlaliðið frá 2007 sem hefur náð að vinna bæði Lengjubikarinn og Íslandsmótið á sama ári.
KR hefur unnið Lengjubikarinn undanfarin tvö tímabil en í hvorugt skiptið endað meðal tveggja efstu liða. KR varð í fjórða sæti í Pepsi-deildinni í fyrra og í þriðja sæti árið á undan.
Frá upphafi Lengjunnar hefur aðeins 1. lið unnið ísl.m titil og Lengjuna sama ár. Oftast 2 lið (aldrei fleiri) sem enda í topp 4 í lengju gera það líka á ísl.mótinu. Fjögur tímabil að eitt lið endi í topp 4 í báðum keppnum. #fotboltipic.twitter.com/i9c8jV1RG9
— Stefan ArnarÓmarsson (@stefan_arnar) March 20, 2018
Lengjubikarmeistarar FH 2014 og Lengjubikarmeistarar Breiðabliks 2015 urðu í öðru sæti. FH liðið frá 2014 tapaði Íslandsmeistaratitlinum á markatölu.
Undanúrslitaleikur Vals og Stjörnunnar fer fram á Valsvelli á föstudaginn en undanúrslitaleikur KA og Grindavíkur verður spilaður á Akureyri á fimmtudaginn í næstu viku.