Lög brotin á fylgdarlausum börnum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. mars 2018 06:00 Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF Mikið vantar upp á að börn, sem koma hingað sem hælisleitendur, njóti réttinda, sem búið að tryggja þeim lagalega. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, um stöðu barna í leit að alþjóðlegri vernd á Norðurlöndunum. Skýrslan kemur út í dag. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi árið 2013 og ný útlendingalög tóku gildi 1. janúar í fyrra. „Hérna á Íslandi er staðan sú að við erum með nýja löggjöf, sem tekur mið af Barnasáttmálanum og í gegnum alla útlendingalöggjöfina er búið að hnýta inn þessi grundvallarviðmið Barnasáttmálans. Að sama skapi er það gert í athugasemdum sem fylgja útlendingalöggjöfinni. Í raun og veru ættu því lögin að tryggja að Barnasáttmálanum og hans viðmiðum sé fylgt. Það kemur hins vegar í ljós, þegar framkvæmdin er skoðuð, að hún er ekki alltaf í samræmi við ákvæði laganna,“ segir Eva Bjarnadóttir, réttindagæslufulltrúi hjá UNICEF á Íslandi og einn höfunda skýrslunnar. Fram kemur í skýrslunni að þó að Norðurlöndin standi sig að miklu leyti betur en önnur Evrópuríki, þegar kemur að móttöku bæði fylgdarlausra barna, og barna í fylgd með fullorðnum, þá nær ekkert landanna að tryggja réttindi barna samkvæmt alþjóðlegum kröfum, og þá sérstaklega þeim kröfum sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna setur fram. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna óskar eftir að móttaka barna á flótta sé bætt með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, að barnaverndaryfirvöld taki fulla ábyrgð á því að réttindi þeirra séu virt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Mikið vantar upp á að börn, sem koma hingað sem hælisleitendur, njóti réttinda, sem búið að tryggja þeim lagalega. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, um stöðu barna í leit að alþjóðlegri vernd á Norðurlöndunum. Skýrslan kemur út í dag. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi árið 2013 og ný útlendingalög tóku gildi 1. janúar í fyrra. „Hérna á Íslandi er staðan sú að við erum með nýja löggjöf, sem tekur mið af Barnasáttmálanum og í gegnum alla útlendingalöggjöfina er búið að hnýta inn þessi grundvallarviðmið Barnasáttmálans. Að sama skapi er það gert í athugasemdum sem fylgja útlendingalöggjöfinni. Í raun og veru ættu því lögin að tryggja að Barnasáttmálanum og hans viðmiðum sé fylgt. Það kemur hins vegar í ljós, þegar framkvæmdin er skoðuð, að hún er ekki alltaf í samræmi við ákvæði laganna,“ segir Eva Bjarnadóttir, réttindagæslufulltrúi hjá UNICEF á Íslandi og einn höfunda skýrslunnar. Fram kemur í skýrslunni að þó að Norðurlöndin standi sig að miklu leyti betur en önnur Evrópuríki, þegar kemur að móttöku bæði fylgdarlausra barna, og barna í fylgd með fullorðnum, þá nær ekkert landanna að tryggja réttindi barna samkvæmt alþjóðlegum kröfum, og þá sérstaklega þeim kröfum sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna setur fram. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna óskar eftir að móttaka barna á flótta sé bætt með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, að barnaverndaryfirvöld taki fulla ábyrgð á því að réttindi þeirra séu virt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira