Roseanne Barr bergmálar samsæriskenningu um barnaníðingshring Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2018 22:22 Barr gerði garðinn frægan með þáttunum Roseanne sem gengu í níu ár til 1997. Vísir/AFP Bandaríska leikkonan Roseanne Barr vakti furðu Twitter-notenda þegar hún tísti torræðu lofi um Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir baráttu hans gegn barnaníði í gærkvöldi. Svo virðist sem hún hafi vísað til samsæriskenningar af hægri væng bandarískra stjórnmála. Barr er helst þekkt fyrir gamanþættina „Roseanne“ sem hún lék aðalhlutverkið í á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þættirnir hófu göngu sína á ný í vikunni og hringdi Trump meðal annars í Barr til að óska henni til hamingju með mikið áhorf sem fyrsti þátturinn fékk. Barr er stuðningskona forsetans og persóna hennar í þáttunum sömuleiðis. Í tísti leikkonunnar í gærkvöldi lofaði hún Trump fyrir að hafa „frelsað svo mörg börn sem melludólgar halda um allan heim“. Barr sagði Trump hafa brotið mansalshringi „á háum stöðum“ á bak aftur. Margir fylgjendur hennar og aðrir notendur voru hins vegar ekki með á nótunum.Í tístinu fullyrðir Barr að Trump forseti hafi bjargað hundruð barna úr klóm barnaníðinga.Skjáskot/TwitterCNN-fréttastöðin segir að allt bendi til þess að Barr hafi vísað til samsæriskenningar sem gengið hefur undir nafninu „Stormurinn“. Hún fór á kreik eftir lítt skiljanleg ummæli sem Trump lét falla við myndatöku með herforingjum og mökum þeirra í Hvíta húsinu í október. Þar talaði forsetinn um „lognið á undan storminum“ en aldrei fékkst skýring á hvert hann væri að fara með þeim orðum. Á samfélagsmiðlinum 4Chan, sem er alræmt fylgsni margra verstu trölla internetsins, varð til kenning um að Trump væri að vísa til aðgerða gegn barnaníðshring háttsettra demókrata og frægra einstaklinga sem forsetinn stæði í baráttu við. Barr hefur meðal annars falast eftir því að komast í samband við höfund samsæriskenningarinnar á Twitter. Sá heldur því fram að andstæðingar Trump séu djöfladýrkendur og barnaníðingar. Donald Trump Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Bandaríska leikkonan Roseanne Barr vakti furðu Twitter-notenda þegar hún tísti torræðu lofi um Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir baráttu hans gegn barnaníði í gærkvöldi. Svo virðist sem hún hafi vísað til samsæriskenningar af hægri væng bandarískra stjórnmála. Barr er helst þekkt fyrir gamanþættina „Roseanne“ sem hún lék aðalhlutverkið í á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þættirnir hófu göngu sína á ný í vikunni og hringdi Trump meðal annars í Barr til að óska henni til hamingju með mikið áhorf sem fyrsti þátturinn fékk. Barr er stuðningskona forsetans og persóna hennar í þáttunum sömuleiðis. Í tísti leikkonunnar í gærkvöldi lofaði hún Trump fyrir að hafa „frelsað svo mörg börn sem melludólgar halda um allan heim“. Barr sagði Trump hafa brotið mansalshringi „á háum stöðum“ á bak aftur. Margir fylgjendur hennar og aðrir notendur voru hins vegar ekki með á nótunum.Í tístinu fullyrðir Barr að Trump forseti hafi bjargað hundruð barna úr klóm barnaníðinga.Skjáskot/TwitterCNN-fréttastöðin segir að allt bendi til þess að Barr hafi vísað til samsæriskenningar sem gengið hefur undir nafninu „Stormurinn“. Hún fór á kreik eftir lítt skiljanleg ummæli sem Trump lét falla við myndatöku með herforingjum og mökum þeirra í Hvíta húsinu í október. Þar talaði forsetinn um „lognið á undan storminum“ en aldrei fékkst skýring á hvert hann væri að fara með þeim orðum. Á samfélagsmiðlinum 4Chan, sem er alræmt fylgsni margra verstu trölla internetsins, varð til kenning um að Trump væri að vísa til aðgerða gegn barnaníðshring háttsettra demókrata og frægra einstaklinga sem forsetinn stæði í baráttu við. Barr hefur meðal annars falast eftir því að komast í samband við höfund samsæriskenningarinnar á Twitter. Sá heldur því fram að andstæðingar Trump séu djöfladýrkendur og barnaníðingar.
Donald Trump Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira