Ætla að nýta diplómatísku miðana á leiki Íslands Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2018 10:00 Stuðningsmenn landsliðsins hafa verið áberandi á leikjum Íslands og settu sterkan og eftirminnilegan svip á EM í Frakklandi. visir/vilhelm Fréttin að neðan var aprílgabb Vísis árið 2018. Miðar þeir sem ráðamenn Íslands og aðilar innan stjórnsýslunnar munu ekki nýta á leiki Íslands á HM í knattspyrnu í Rússlandi í sumar koma heppnum Íslendingum að góðum notum. Utanríkisráðuneytið hefur gefið Tólfunni, stuðningsmannahópi íslenska landsliðsins miðana sem hefur ákveðið að láta þá ganga til almennings. Til stóð að ráðamenn Íslands, þar með taldir menntamálaráðherra, utanríkisráðherra, forsætisráðherra auk forseta Íslands og fylgdarliði, yrðu viðstaddir leiki Íslands, einn eða fleiri á HM í sumar. Á mánudaginn tilkynnti hins vegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að íslensk stjórnvöld hefðu frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Og að íslenskir ráðamenn myndu ekki mæta á leikina.Benni og knattspyrnugoðsögnin Ronaldo frá Brasilíu, prúðbúnir eins og krafist er af þeim sem fá diplómatísku miðana í hendur.Ábyrg hegðun áskilin Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar og betur þekktur sem Benni bongó, segir mikilvægt að Ísland eigi sem flesta fulltrúa á leikjum landsliðsins í Rússlandi. Því hafi Tólfan ákveðið að koma miðunum í hendur íslenskra stuðningsmanna en með ákveðnum skilyrðum þó. Þeir sem fá miðana skuldbinda sig til að dvelja á hóteli með öðrum diplómötum í Moskvu í tvær nætur fyrir leik og eftir. Þeir þurfa að vera snyrtilega til fara og þurfa að geta talað ensku. Miðar, gisting og ferðalög innan Rússlands fylgja miðunum en fólk þarf að koma sér sjálft til Rússlands og aftur heim.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Benni bongó á Ölveri í Glæsibæ þar sem viðtölin hefjast í dag klukkan tólf.Miðunum fylgir ábyrgð „Fólk verður að gera sér fulla grein fyrir að miðunum fylgir mikil ábyrgð,“ segir Benni í samtali við Vísi. Það hafi alls ekki verið sjálfgefið að koma miðunum í hendur almennings. En, í ljósi jákvæðrar ímyndar íslenskra stuðningsmanna, sem segja má að hafi öðlast heimsfrægð eftir Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016, sé litið á þetta sem tækifæri. Fararstjóri mun fylgja hópnum sérstaklega og aðstoða eftir þörfum. Benni brýnir þörfina á snyrtilegum klæðnaði um leið og hann minnir á að ölvun geti ógilt miðann, ef svo má segja. „Það er náttúrulega ekki í boði að okkar fulltrúar séu ölvaðir í VIP stúkunni innan um ráðafólk annarra þjóða,“ segir Benni. Hann og félagar hans í Tólfunni verða í lykilhlutverki meðal almennra stuðningsmanna í stúkunni og láta því öðrum stuðningsmönnum eftir diplómatísku miðana.Benni tekur sérstaklega fram að allir stuðningsmenn Íslands séu gjaldgengir, ekki aðeins þeir sem eru skráðir í Tólfuna.Vísir/VilhelmÞarf að ganga frá þessu hratt og örugglega Tólfan þarf að skila nafnalista til yfirvalda í síðasta lagi á þriðjudaginn. Hafa þarf hraðar hendur og ætla Benni og félagar í Tólfunni að taka á móti áhugasömum á Ölveri í Glæsibæ klukkan 12 á hádegi í dag. Þar fer fram stutt viðtal auk þess sem skrifa þarf undir yfirlýsingu þess efnis að viðkomandi skilji þá ábyrgð sem diplómatísku miðunum fylgir og gangist við henni. „Við hvetjum fólk til að mæta stundvíslega því við viljum klára þetta hratt en örugglega,“ segir Benni. Á morgun verða bakgrunnsupplýsingar umsækjenda kannaðar og í framhaldinu haft samband við þá sem miðana hljóta. Til stendur að halda stutt námskeið fyrir þá sem fara með þessum hætti til Rússlands til að fyrirbyggja allan misskilning sem upp gæti komið. Aprílgabb Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Fréttin að neðan var aprílgabb Vísis árið 2018. Miðar þeir sem ráðamenn Íslands og aðilar innan stjórnsýslunnar munu ekki nýta á leiki Íslands á HM í knattspyrnu í Rússlandi í sumar koma heppnum Íslendingum að góðum notum. Utanríkisráðuneytið hefur gefið Tólfunni, stuðningsmannahópi íslenska landsliðsins miðana sem hefur ákveðið að láta þá ganga til almennings. Til stóð að ráðamenn Íslands, þar með taldir menntamálaráðherra, utanríkisráðherra, forsætisráðherra auk forseta Íslands og fylgdarliði, yrðu viðstaddir leiki Íslands, einn eða fleiri á HM í sumar. Á mánudaginn tilkynnti hins vegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að íslensk stjórnvöld hefðu frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Og að íslenskir ráðamenn myndu ekki mæta á leikina.Benni og knattspyrnugoðsögnin Ronaldo frá Brasilíu, prúðbúnir eins og krafist er af þeim sem fá diplómatísku miðana í hendur.Ábyrg hegðun áskilin Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar og betur þekktur sem Benni bongó, segir mikilvægt að Ísland eigi sem flesta fulltrúa á leikjum landsliðsins í Rússlandi. Því hafi Tólfan ákveðið að koma miðunum í hendur íslenskra stuðningsmanna en með ákveðnum skilyrðum þó. Þeir sem fá miðana skuldbinda sig til að dvelja á hóteli með öðrum diplómötum í Moskvu í tvær nætur fyrir leik og eftir. Þeir þurfa að vera snyrtilega til fara og þurfa að geta talað ensku. Miðar, gisting og ferðalög innan Rússlands fylgja miðunum en fólk þarf að koma sér sjálft til Rússlands og aftur heim.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Benni bongó á Ölveri í Glæsibæ þar sem viðtölin hefjast í dag klukkan tólf.Miðunum fylgir ábyrgð „Fólk verður að gera sér fulla grein fyrir að miðunum fylgir mikil ábyrgð,“ segir Benni í samtali við Vísi. Það hafi alls ekki verið sjálfgefið að koma miðunum í hendur almennings. En, í ljósi jákvæðrar ímyndar íslenskra stuðningsmanna, sem segja má að hafi öðlast heimsfrægð eftir Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016, sé litið á þetta sem tækifæri. Fararstjóri mun fylgja hópnum sérstaklega og aðstoða eftir þörfum. Benni brýnir þörfina á snyrtilegum klæðnaði um leið og hann minnir á að ölvun geti ógilt miðann, ef svo má segja. „Það er náttúrulega ekki í boði að okkar fulltrúar séu ölvaðir í VIP stúkunni innan um ráðafólk annarra þjóða,“ segir Benni. Hann og félagar hans í Tólfunni verða í lykilhlutverki meðal almennra stuðningsmanna í stúkunni og láta því öðrum stuðningsmönnum eftir diplómatísku miðana.Benni tekur sérstaklega fram að allir stuðningsmenn Íslands séu gjaldgengir, ekki aðeins þeir sem eru skráðir í Tólfuna.Vísir/VilhelmÞarf að ganga frá þessu hratt og örugglega Tólfan þarf að skila nafnalista til yfirvalda í síðasta lagi á þriðjudaginn. Hafa þarf hraðar hendur og ætla Benni og félagar í Tólfunni að taka á móti áhugasömum á Ölveri í Glæsibæ klukkan 12 á hádegi í dag. Þar fer fram stutt viðtal auk þess sem skrifa þarf undir yfirlýsingu þess efnis að viðkomandi skilji þá ábyrgð sem diplómatísku miðunum fylgir og gangist við henni. „Við hvetjum fólk til að mæta stundvíslega því við viljum klára þetta hratt en örugglega,“ segir Benni. Á morgun verða bakgrunnsupplýsingar umsækjenda kannaðar og í framhaldinu haft samband við þá sem miðana hljóta. Til stendur að halda stutt námskeið fyrir þá sem fara með þessum hætti til Rússlands til að fyrirbyggja allan misskilning sem upp gæti komið.
Aprílgabb Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira