Mývetningar yfir 500 talsins í fyrsta skipti í 25 ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2018 10:23 Jónas Þór Ingólfsson, Mývetningur nr. 500, við Vaðlaheiðagöngin þar sem hann vinnur sem mannvirkjajarðfræðingur þessa dagana. Mynd/Skútustaðahreppur Þann 1. mars síðastliðinn urðu þau tímamót að íbúafjöldi Skútustaðahrepps fór í 500 manns í fyrsta skipti síðan 1993 eða í 25 ár, samkvæmt mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands. Í dag eru Mývetningar því orðnir 505 talsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Skútustaðahreppi. Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. Á rúmlega einu ári hefur íbúum fjölgað um tæp 19%, eða úr 425 í 505. Um 130 manns hafa annað ríkisfang en íslenskt eða um fjórðungur, segir einnig í tilkynningu. „Þessi fjölgun í Skútustaðahreppi helst í hendur við öflugt atvinnulíf. Harðduglegir Mývetningar hafa hér byggt upp í sameiningu öflugt sveitarfélag. Íbúafjölgunina undanfarin ár má án nokkurs vafa fyrst og fremst rekja til uppgangs ferðaþjónustunnar og að hún er orðin að heilsárs atvinnugrein í meira mæli en áður. Ungt fjölskyldufólk hefur flutt í sveitina í miklum mæli og erlendu vinnuafli fjölgar. Þessi mikla fólksfjölgun þrýstir á innviði sveitarfélagsins. En þetta er fyrst og fremst jákvæð áskorun fyrir okkur. Þróunin er sú að hér eru t.d. jafn margir nemendur í leikskóla og grunnskóla,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Íbúi nr. 500 í Skútustaðahreppi er Jónas Þór Ingólfsson sem flutti lögheimili sitt nýverið í Helluvað í Mývatnssveit. Hann er uppalinn í Mývatnssveit, fór suður að mennta sig sem mannvirkjajarðfræðingur en er nú snúinn aftur heim í heimahagann. Hann vinnur þessa dagana í Vaðlaheiðagöngum, að því er segir í tilkynningu. Skútustaðahreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þann 1. mars síðastliðinn urðu þau tímamót að íbúafjöldi Skútustaðahrepps fór í 500 manns í fyrsta skipti síðan 1993 eða í 25 ár, samkvæmt mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands. Í dag eru Mývetningar því orðnir 505 talsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Skútustaðahreppi. Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. Á rúmlega einu ári hefur íbúum fjölgað um tæp 19%, eða úr 425 í 505. Um 130 manns hafa annað ríkisfang en íslenskt eða um fjórðungur, segir einnig í tilkynningu. „Þessi fjölgun í Skútustaðahreppi helst í hendur við öflugt atvinnulíf. Harðduglegir Mývetningar hafa hér byggt upp í sameiningu öflugt sveitarfélag. Íbúafjölgunina undanfarin ár má án nokkurs vafa fyrst og fremst rekja til uppgangs ferðaþjónustunnar og að hún er orðin að heilsárs atvinnugrein í meira mæli en áður. Ungt fjölskyldufólk hefur flutt í sveitina í miklum mæli og erlendu vinnuafli fjölgar. Þessi mikla fólksfjölgun þrýstir á innviði sveitarfélagsins. En þetta er fyrst og fremst jákvæð áskorun fyrir okkur. Þróunin er sú að hér eru t.d. jafn margir nemendur í leikskóla og grunnskóla,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Íbúi nr. 500 í Skútustaðahreppi er Jónas Þór Ingólfsson sem flutti lögheimili sitt nýverið í Helluvað í Mývatnssveit. Hann er uppalinn í Mývatnssveit, fór suður að mennta sig sem mannvirkjajarðfræðingur en er nú snúinn aftur heim í heimahagann. Hann vinnur þessa dagana í Vaðlaheiðagöngum, að því er segir í tilkynningu.
Skútustaðahreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira