Guardiola: Þurfum hinn fullkomna leik Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2018 06:00 Guardiola þarf að hugsa mikið fyrir leikinn í kvöld, hvernig hann ætlar að slá út rauða herinn. vísir/afp Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að liðið þurfi að mestu leyti að spila hinn fullkomna leik til þess að slá Liverpool út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. City tapaði fyrri leiknum 3-0 og var algjörlega slegið niður á jörðina. Liðið tapaði aftur um helgina þegar grannarnir í United unnu þá 3-2 á Etihad en City þarf að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool í kvöld. „Til að fara áfram þurfum við hinn fullkomna leik. Við þurfum að skapa nóg af færum og nýta færin, fá á okkur fá færi og verjast vel og markvörðurinn okkar þarf að verja vel,” sagði Guardiola aðspurður um hvað þyrfti að gerast svo City færi áfram. „Allar aðstæður þurfa að vera nær því að vera fullkomnar því úrslitin úr fyrri leiknum eru okkur í óhag. Við höfum 90 mínútur og við vitum að allt getur gerst.” „Auðvitað þurfum við að skora fyrsta markið og einnig mark númer tvö en við munum sjá,” sagði Spánverjinn áður en talið barst að tapinu gegn United: „Ef við förum ekki áfram vegna sálfræðilegra þátta verður það góður skóli fyrir framtíðina.” „Við erum ekki hér fyrir nokkra mánuði heldur í langan tíma og þá sérstaklega leikmennirnir. Það sem við höfum sýnt á þessu tímabili og einnig í síðasta leik er að við eigum möguleika á að búa til fullt af færum. Við vitum það og andstæðingurinn veit það.” Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Manchester og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak meiddur og missir af æfingaferðinni Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Sjá meira
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að liðið þurfi að mestu leyti að spila hinn fullkomna leik til þess að slá Liverpool út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. City tapaði fyrri leiknum 3-0 og var algjörlega slegið niður á jörðina. Liðið tapaði aftur um helgina þegar grannarnir í United unnu þá 3-2 á Etihad en City þarf að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool í kvöld. „Til að fara áfram þurfum við hinn fullkomna leik. Við þurfum að skapa nóg af færum og nýta færin, fá á okkur fá færi og verjast vel og markvörðurinn okkar þarf að verja vel,” sagði Guardiola aðspurður um hvað þyrfti að gerast svo City færi áfram. „Allar aðstæður þurfa að vera nær því að vera fullkomnar því úrslitin úr fyrri leiknum eru okkur í óhag. Við höfum 90 mínútur og við vitum að allt getur gerst.” „Auðvitað þurfum við að skora fyrsta markið og einnig mark númer tvö en við munum sjá,” sagði Spánverjinn áður en talið barst að tapinu gegn United: „Ef við förum ekki áfram vegna sálfræðilegra þátta verður það góður skóli fyrir framtíðina.” „Við erum ekki hér fyrir nokkra mánuði heldur í langan tíma og þá sérstaklega leikmennirnir. Það sem við höfum sýnt á þessu tímabili og einnig í síðasta leik er að við eigum möguleika á að búa til fullt af færum. Við vitum það og andstæðingurinn veit það.” Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Manchester og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak meiddur og missir af æfingaferðinni Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Sjá meira