Holloway tók bardagann með sex daga fyrirvara og þá var strax ljóst að hann ætti fyrir höndum mjög erfiðan niðurskurð. Er kom að vigtunardegi leyfðu læknar honum ekki einu sinni að stíga á vigtina. Hann hafði einfaldlega ekki heilsu til þess að mati læknanna.
„Læknarnir eru þarna til þess að passa upp á heilsu okkar. Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Það er erfitt að sætta sig við þetta en ég skil þetta vel því læknarnir eru þarna til þess að vernda okkur,“ sagði Holloway er hann kom heim til Hawaii í gær.
„Þetta var vissulega mjög stór niðurskurður sem ég þurfti að ganga í gegnum en ég vildi reyna. Svona verða goðsagnir til að hoppa alltaf er kallið kemur. Ég verð tilbúnari næst þegar kallið kemur“
Holloway segir að fyrsti dagurinn í niðurskurðinum hafi verið klikkaður.
Hann talaði einnig um Conor McGregor og eiginlega hló bara að öllum látunum í honum.
„Það var klikkað. Ég veit ekki hvað er að honum en hann er samt að fá athygli. Gott hjá honum.“