Ferðamenn á Íslandi í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. apríl 2018 22:34 Ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi undanfarin ár. Vísir/Ernir Niðurstöður rannsókna sýna að ferðamenn á Íslandi eru í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna hér á landi. Nýjustu tölur frá vinsælum ferðamannastöðum hér á landi sýna að 30-55 prósent ferðamanna þykir fjöldi ferðamanna of mikill. Þetta kemur fram í skýrslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku hér á landi. Fjallað er um skýrsluna á vef Fréttablaðsins. Í skýrslunni kemur fram að fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi hafi farið langt fram úr meðalvexti á heimsvísu undanfarin ár. Í skýrslunni segir að almennt virðist ferðamenn á Íslandi vera viðkvæmir gagnvart umferð annarra ferðamanna.Vísir„Þetta kemur ekki á óvart og rímar einnig við meginaðdráttarafl og ímynd Íslands sem ferðamannalands. Á víðernum og í ósnortinni náttúru býst fólk við fáum öðrum ferðamönnum. Það er hluti af ímynd svæðanna sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir í skýrslunni. Þar segir einnig að álag ferðamennsku á Suðurlandi, þar sem margir af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna eru staðsettir, sé farið að reyna á þolrif íbúa og ferðamanna, náttúru svæðisins og innviði. „Rúmlega 40% íbúa þykir ferðamannafjöldinn á sumrin of mikill og 40% íbúa telja að landshlutinn geti ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur einnig fram að álagið af vaxandi fjölda ferðamanna sé farið að valda miklum náttúruspjöllum á vinsælum ferðamannastöðum, sem hafi áhrif á upplifun ferðamanna „Samkvæmt úttektum Umhverfisstofnunar á friðlýstum svæðum á Suðurlandi eru tvö svæði, Geysir og Skógafoss, orðin það illa leikin að þau eru í hættu og staðir eins og Dyrhólaey, Dverghamrar og Gullfoss ekki í mikið betra ástandi. Öll þessi svæði bera merki um að innviðir anna ekki umferð ferðamanna og skort á stýringu, vörslu og vöktun. Stígar eru almennt illa farnir og mikið er um villustíga, traðk og gróðurog jarðvegsrof, einkum á Geysi og Gullfosssvæðinu, þar sem gróður er viðkvæmur og jarðvegur gjarnan blautur,“ segir í skýrslunni, sem nálgast má hér. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. 29. mars 2018 10:00 Framlengja lokun á Skógaheiði Svæðið er mjög illa farið og Umhverfisstofnun telur ekki raunhæft að opna það að svo stöddu. 6. apríl 2018 22:05 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Niðurstöður rannsókna sýna að ferðamenn á Íslandi eru í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna hér á landi. Nýjustu tölur frá vinsælum ferðamannastöðum hér á landi sýna að 30-55 prósent ferðamanna þykir fjöldi ferðamanna of mikill. Þetta kemur fram í skýrslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku hér á landi. Fjallað er um skýrsluna á vef Fréttablaðsins. Í skýrslunni kemur fram að fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi hafi farið langt fram úr meðalvexti á heimsvísu undanfarin ár. Í skýrslunni segir að almennt virðist ferðamenn á Íslandi vera viðkvæmir gagnvart umferð annarra ferðamanna.Vísir„Þetta kemur ekki á óvart og rímar einnig við meginaðdráttarafl og ímynd Íslands sem ferðamannalands. Á víðernum og í ósnortinni náttúru býst fólk við fáum öðrum ferðamönnum. Það er hluti af ímynd svæðanna sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir í skýrslunni. Þar segir einnig að álag ferðamennsku á Suðurlandi, þar sem margir af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna eru staðsettir, sé farið að reyna á þolrif íbúa og ferðamanna, náttúru svæðisins og innviði. „Rúmlega 40% íbúa þykir ferðamannafjöldinn á sumrin of mikill og 40% íbúa telja að landshlutinn geti ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur einnig fram að álagið af vaxandi fjölda ferðamanna sé farið að valda miklum náttúruspjöllum á vinsælum ferðamannastöðum, sem hafi áhrif á upplifun ferðamanna „Samkvæmt úttektum Umhverfisstofnunar á friðlýstum svæðum á Suðurlandi eru tvö svæði, Geysir og Skógafoss, orðin það illa leikin að þau eru í hættu og staðir eins og Dyrhólaey, Dverghamrar og Gullfoss ekki í mikið betra ástandi. Öll þessi svæði bera merki um að innviðir anna ekki umferð ferðamanna og skort á stýringu, vörslu og vöktun. Stígar eru almennt illa farnir og mikið er um villustíga, traðk og gróðurog jarðvegsrof, einkum á Geysi og Gullfosssvæðinu, þar sem gróður er viðkvæmur og jarðvegur gjarnan blautur,“ segir í skýrslunni, sem nálgast má hér.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. 29. mars 2018 10:00 Framlengja lokun á Skógaheiði Svæðið er mjög illa farið og Umhverfisstofnun telur ekki raunhæft að opna það að svo stöddu. 6. apríl 2018 22:05 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15
Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. 29. mars 2018 10:00
Framlengja lokun á Skógaheiði Svæðið er mjög illa farið og Umhverfisstofnun telur ekki raunhæft að opna það að svo stöddu. 6. apríl 2018 22:05