Ráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2018 19:45 Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt af Aberdeen Angus kyni en fyrstu kálfarnir koma í heiminn í haust. Með nýja kyninu er vonast til að nautgriparækt eflist enn frekar og að þjóðin geti orðið sjálfbær með framleiðslu á nautakjöti.Kristján Þór Júlíusson fær hér upplýsingar frá Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands um kostnað við byggingu einangrunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonKristján Þór heimsótti nýja einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóahreppi í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda sem fór fram á Selfossi í gær og í dag. Á Stóra Ármóti hafa verið settir upp fósturvísar af af Aberdeen-Angus holdagripum frá Noregi í 32 kýr en aðeins 11 þeirri héldu. Kýrnar munu bera fyrstu kálfunum í haust. Kálfunum verður þá komið fyrir í 9 mánaða einangrun en eftir það verður tekið sæði úr þeim sem verður selt til bænda. Kristjáni Þór líst vel á nýju einangrunarstöðina. „Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna. Það er til mikillar fyrirmyndar að þeir ætla sér að taka stöðu og nýta tækifæri á markaði, byggja sig upp fyrir það, það er ánægjulegt og gott að verða vitni að slíku hugarfari.“ Í dag eru um eitt þúsund tonn af erlendu nautakjöti flutt inn til landsins á hverju ári. Hvað finnst Kristjáni Þór um það? „Þá er tækifæri fyrir íslenska kjötframleiðendur í nauti að búa sér til svigrúm og koma inn á þennan markað. Það ætla þessir vösku einstaklingar að gera hér, og ég fagna því mjög,“ segir Kristján.Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda er ánægður með að fá nýja gripi inn í nautakjötframleiðsluna á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonArnar Árnason formaður Landssambands kúabænda segir frábært að fá nýja gripi inn í nautakjötsframleiðsluna. „Við getum gert betur íslenskir bændur í að bjóða nautakjöt, það er 25 – 27 % af nautakjötsframleiðslu hér á landi innflutt.“ „Við viljum íslenskir bændur geta boðið Íslendingum og þeim sem hér dvelja upp á íslenskt nautakjöt. Á þennan hátt ætlum við að bregðast við til þess að fá stærri og holdfylltari gripi sem auðvelt er að afsetja og auka þannig gæði og vinnubrögð í þessari grein, þ.e. kjötframleiðslunni,“ segir Arnar sem lofar jafnframt að kjötið verði mjög gott að grillið. Flóahreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt af Aberdeen Angus kyni en fyrstu kálfarnir koma í heiminn í haust. Með nýja kyninu er vonast til að nautgriparækt eflist enn frekar og að þjóðin geti orðið sjálfbær með framleiðslu á nautakjöti.Kristján Þór Júlíusson fær hér upplýsingar frá Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands um kostnað við byggingu einangrunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonKristján Þór heimsótti nýja einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóahreppi í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda sem fór fram á Selfossi í gær og í dag. Á Stóra Ármóti hafa verið settir upp fósturvísar af af Aberdeen-Angus holdagripum frá Noregi í 32 kýr en aðeins 11 þeirri héldu. Kýrnar munu bera fyrstu kálfunum í haust. Kálfunum verður þá komið fyrir í 9 mánaða einangrun en eftir það verður tekið sæði úr þeim sem verður selt til bænda. Kristjáni Þór líst vel á nýju einangrunarstöðina. „Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna. Það er til mikillar fyrirmyndar að þeir ætla sér að taka stöðu og nýta tækifæri á markaði, byggja sig upp fyrir það, það er ánægjulegt og gott að verða vitni að slíku hugarfari.“ Í dag eru um eitt þúsund tonn af erlendu nautakjöti flutt inn til landsins á hverju ári. Hvað finnst Kristjáni Þór um það? „Þá er tækifæri fyrir íslenska kjötframleiðendur í nauti að búa sér til svigrúm og koma inn á þennan markað. Það ætla þessir vösku einstaklingar að gera hér, og ég fagna því mjög,“ segir Kristján.Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda er ánægður með að fá nýja gripi inn í nautakjötframleiðsluna á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonArnar Árnason formaður Landssambands kúabænda segir frábært að fá nýja gripi inn í nautakjötsframleiðsluna. „Við getum gert betur íslenskir bændur í að bjóða nautakjöt, það er 25 – 27 % af nautakjötsframleiðslu hér á landi innflutt.“ „Við viljum íslenskir bændur geta boðið Íslendingum og þeim sem hér dvelja upp á íslenskt nautakjöt. Á þennan hátt ætlum við að bregðast við til þess að fá stærri og holdfylltari gripi sem auðvelt er að afsetja og auka þannig gæði og vinnubrögð í þessari grein, þ.e. kjötframleiðslunni,“ segir Arnar sem lofar jafnframt að kjötið verði mjög gott að grillið.
Flóahreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00