Útvarp Satan mun koma út Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2018 14:50 Söfnunin er í höfn, Arnþrúði til armæðu en fyrir liggur kæra frá henni á hendur forsprakka hljómsveitarinnar hjá biskupi yfir Íslandi. Söfnun fyrir einhverja umdeildustu óútkomnu hljómplötu Íslandssögunnar er lokið. Austfirsku pönkhljómsveitinni Austurvígstöðvarnar efndu til söfnunar upp í kostnað við upptökur á Karólína Fund og í gær tókst takmarkið, 800 þúsund krónur eru í húsi sem þýðir bara eitt: Platan mun koma út. Jón Ólafsson stjórnar upptökum.Þvílíkir drullusokkar Það er trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, sem tilkynnti þetta nú um hádegisbil á Faceboosíðu sinni. „Okkur tókst að klára þetta í gær og það er á stundum sem þessum sem maður kemst að því hverjir vinir manns eru. Þannig á ég slatta af "vinum" sem studdu þetta ekki. Þvílíkir fokkings drullusokkar og...Svona sjá hinir austfirsku pönkarar plötuumslagið fyrir sér en þeir fengu einmitt hugmyndina af nafngiftinni í kjölfar fréttar Vísis um hinn umdeilda kveðskap klerks.(Maðurinn sem kunni ekki að gleðjast). Neinei. Takk öll sömul. Ég lofa góðri hljómplötu. Það er enn hægt að kaupa á KF og tryggja veru sína á kreditlista plötu er öðlast mun hérumbil goðsögulegan sess í annálum pönksins. Allavega austfirska pönksins.“Kæra liggur fyrir á biskupsstofu Þannig hljómaði það, svo mörg voru þau orð. En Vísir ræddi einmitt við Jón Knút um hljómsveitina og þessa fyrirhuguðu plötu en kveðskapur forsprakka sveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, hefur fyrir brjóstið á margri sómakærri sálinni. Einkum er það textinn „Arnþrúður er full“, þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Útvarpi Sögu almennt sem hefur gert þeim þar gramt í geði. Á biskupsstofu liggur fyrir kæra á hendur Séra Davíð Þór sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi er nú að taka afstöðu til. En, þau Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson, helsta rödd Útvarps Sögu, telja fyrir neðan allar hellur að maður á borð við Séra Davíð þjóni fyrir altari. Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Söfnun fyrir einhverja umdeildustu óútkomnu hljómplötu Íslandssögunnar er lokið. Austfirsku pönkhljómsveitinni Austurvígstöðvarnar efndu til söfnunar upp í kostnað við upptökur á Karólína Fund og í gær tókst takmarkið, 800 þúsund krónur eru í húsi sem þýðir bara eitt: Platan mun koma út. Jón Ólafsson stjórnar upptökum.Þvílíkir drullusokkar Það er trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, sem tilkynnti þetta nú um hádegisbil á Faceboosíðu sinni. „Okkur tókst að klára þetta í gær og það er á stundum sem þessum sem maður kemst að því hverjir vinir manns eru. Þannig á ég slatta af "vinum" sem studdu þetta ekki. Þvílíkir fokkings drullusokkar og...Svona sjá hinir austfirsku pönkarar plötuumslagið fyrir sér en þeir fengu einmitt hugmyndina af nafngiftinni í kjölfar fréttar Vísis um hinn umdeilda kveðskap klerks.(Maðurinn sem kunni ekki að gleðjast). Neinei. Takk öll sömul. Ég lofa góðri hljómplötu. Það er enn hægt að kaupa á KF og tryggja veru sína á kreditlista plötu er öðlast mun hérumbil goðsögulegan sess í annálum pönksins. Allavega austfirska pönksins.“Kæra liggur fyrir á biskupsstofu Þannig hljómaði það, svo mörg voru þau orð. En Vísir ræddi einmitt við Jón Knút um hljómsveitina og þessa fyrirhuguðu plötu en kveðskapur forsprakka sveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, hefur fyrir brjóstið á margri sómakærri sálinni. Einkum er það textinn „Arnþrúður er full“, þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Útvarpi Sögu almennt sem hefur gert þeim þar gramt í geði. Á biskupsstofu liggur fyrir kæra á hendur Séra Davíð Þór sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi er nú að taka afstöðu til. En, þau Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson, helsta rödd Útvarps Sögu, telja fyrir neðan allar hellur að maður á borð við Séra Davíð þjóni fyrir altari.
Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09
Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00