„Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2018 22:08 Dana White og Conor McGregor. Vísir/Getty Dana White, yfirmaður UFC, er verulega ósáttur við Conor McGregor og segir ljóst að honum verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína í New York nú í kvöld. Hann tók ekki fram hvernig McGregor yrði refsað og sagðist ekki hafa rætt við hann. Hann vildi ekki tala við hann. Írinn kjaftfori birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í Kvöld ásamt um 20 manna föruneyti og gekk af göflunum. Tilefnið virðist vera að UFC tilkynnti í dag að titillinn í léttvigt yrði tekinn af McGregor sem hefur ekki barist í UFC síðan í nóvember 2016. Khabib Nurmagomedov og Max Holloway munu berjast um titilinn á laugardaginn. Artem Lobov, sem hefur lengi verið í sama félagi og McGregor, átti einnig að berjast en hann tók þátt í athæfi McGregor og hefur verið meinað að koma fram á laugardaginn. Til átaka kom á milli Lobov og Nurmagomedov á þriðjudaginn og virðist það einnig hafa spilað inn í. McGregor og félagar hans réðust á rútu sem bardagamenn UFC voru í og kastaði McGregor tryllu í gegnum rúðu rútunnar. Við það skarst Michael Chiesa illa á andliti. Hann ætlar sér þó að keppa á laugardaginn eins og til stóð. „Þetta er það ógeðslegasta sem hefur gerst í sögu fyrirtækisins,“ sagði White, sem hélt því einnig fram að búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart McGregor. Það er þó ekki rétt samkvæmt frétt MMA Fighting. Lögreglan segist þó vera að leita að Íranum og vilja ræða við hann. Engar kærur hafa verið lagðar fram.Sjá einnig: Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York„Þetta er slæm ákvörðun af því tagi sem snýr fólki gegn þér. Hann réðst á rútu. Sko, hann á í illdeilum við Khabib vegna atviksins með Artem. Þú kemur ekki bara inn í Barcley Center, ræðst á fólk í rútu sem eru að fara að berjast og það versta var að það voru konur í rútunni. Þær eru bardagakappar, Rose er bardagakappi og Karolina er bardagakappi, en þessir fautar köstuðu hjólastöndum, stólum og öðrum hlutum í gegnum rúður rútunnar og þeim var alveg sama hverjir urðu fyrir þeim hlutum,“ sagði White. „Ég veit ekki hvort hann er á fíkniefnum eða hvað málið er. En að koma hingað og gera þetta, við erum að tala um mann sem á barn. Hann er nýbúinn að eignast barn og svona hagar hann sér?“ White sagði einnig að hann vissi til þess að fólk ætlaði að kæra McGregor. „Það sem gerðist í dag var glæpsamlegt, ógeðslegt, viðurstyggilegt og mér verður óglatt. Við sem fyrirtæki þurfum að tryggja að ekkert þessu líkt gerist aftur.“ Hluti viðtals White pic.twitter.com/Hu35x5qgB3— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 5, 2018 McGregor kastar tryllu í gegnum rúðu rútunnar yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018 MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sjá meira
Dana White, yfirmaður UFC, er verulega ósáttur við Conor McGregor og segir ljóst að honum verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína í New York nú í kvöld. Hann tók ekki fram hvernig McGregor yrði refsað og sagðist ekki hafa rætt við hann. Hann vildi ekki tala við hann. Írinn kjaftfori birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í Kvöld ásamt um 20 manna föruneyti og gekk af göflunum. Tilefnið virðist vera að UFC tilkynnti í dag að titillinn í léttvigt yrði tekinn af McGregor sem hefur ekki barist í UFC síðan í nóvember 2016. Khabib Nurmagomedov og Max Holloway munu berjast um titilinn á laugardaginn. Artem Lobov, sem hefur lengi verið í sama félagi og McGregor, átti einnig að berjast en hann tók þátt í athæfi McGregor og hefur verið meinað að koma fram á laugardaginn. Til átaka kom á milli Lobov og Nurmagomedov á þriðjudaginn og virðist það einnig hafa spilað inn í. McGregor og félagar hans réðust á rútu sem bardagamenn UFC voru í og kastaði McGregor tryllu í gegnum rúðu rútunnar. Við það skarst Michael Chiesa illa á andliti. Hann ætlar sér þó að keppa á laugardaginn eins og til stóð. „Þetta er það ógeðslegasta sem hefur gerst í sögu fyrirtækisins,“ sagði White, sem hélt því einnig fram að búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart McGregor. Það er þó ekki rétt samkvæmt frétt MMA Fighting. Lögreglan segist þó vera að leita að Íranum og vilja ræða við hann. Engar kærur hafa verið lagðar fram.Sjá einnig: Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York„Þetta er slæm ákvörðun af því tagi sem snýr fólki gegn þér. Hann réðst á rútu. Sko, hann á í illdeilum við Khabib vegna atviksins með Artem. Þú kemur ekki bara inn í Barcley Center, ræðst á fólk í rútu sem eru að fara að berjast og það versta var að það voru konur í rútunni. Þær eru bardagakappar, Rose er bardagakappi og Karolina er bardagakappi, en þessir fautar köstuðu hjólastöndum, stólum og öðrum hlutum í gegnum rúður rútunnar og þeim var alveg sama hverjir urðu fyrir þeim hlutum,“ sagði White. „Ég veit ekki hvort hann er á fíkniefnum eða hvað málið er. En að koma hingað og gera þetta, við erum að tala um mann sem á barn. Hann er nýbúinn að eignast barn og svona hagar hann sér?“ White sagði einnig að hann vissi til þess að fólk ætlaði að kæra McGregor. „Það sem gerðist í dag var glæpsamlegt, ógeðslegt, viðurstyggilegt og mér verður óglatt. Við sem fyrirtæki þurfum að tryggja að ekkert þessu líkt gerist aftur.“ Hluti viðtals White pic.twitter.com/Hu35x5qgB3— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 5, 2018 McGregor kastar tryllu í gegnum rúðu rútunnar yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018
MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sjá meira