„Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2018 22:08 Dana White og Conor McGregor. Vísir/Getty Dana White, yfirmaður UFC, er verulega ósáttur við Conor McGregor og segir ljóst að honum verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína í New York nú í kvöld. Hann tók ekki fram hvernig McGregor yrði refsað og sagðist ekki hafa rætt við hann. Hann vildi ekki tala við hann. Írinn kjaftfori birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í Kvöld ásamt um 20 manna föruneyti og gekk af göflunum. Tilefnið virðist vera að UFC tilkynnti í dag að titillinn í léttvigt yrði tekinn af McGregor sem hefur ekki barist í UFC síðan í nóvember 2016. Khabib Nurmagomedov og Max Holloway munu berjast um titilinn á laugardaginn. Artem Lobov, sem hefur lengi verið í sama félagi og McGregor, átti einnig að berjast en hann tók þátt í athæfi McGregor og hefur verið meinað að koma fram á laugardaginn. Til átaka kom á milli Lobov og Nurmagomedov á þriðjudaginn og virðist það einnig hafa spilað inn í. McGregor og félagar hans réðust á rútu sem bardagamenn UFC voru í og kastaði McGregor tryllu í gegnum rúðu rútunnar. Við það skarst Michael Chiesa illa á andliti. Hann ætlar sér þó að keppa á laugardaginn eins og til stóð. „Þetta er það ógeðslegasta sem hefur gerst í sögu fyrirtækisins,“ sagði White, sem hélt því einnig fram að búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart McGregor. Það er þó ekki rétt samkvæmt frétt MMA Fighting. Lögreglan segist þó vera að leita að Íranum og vilja ræða við hann. Engar kærur hafa verið lagðar fram.Sjá einnig: Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York„Þetta er slæm ákvörðun af því tagi sem snýr fólki gegn þér. Hann réðst á rútu. Sko, hann á í illdeilum við Khabib vegna atviksins með Artem. Þú kemur ekki bara inn í Barcley Center, ræðst á fólk í rútu sem eru að fara að berjast og það versta var að það voru konur í rútunni. Þær eru bardagakappar, Rose er bardagakappi og Karolina er bardagakappi, en þessir fautar köstuðu hjólastöndum, stólum og öðrum hlutum í gegnum rúður rútunnar og þeim var alveg sama hverjir urðu fyrir þeim hlutum,“ sagði White. „Ég veit ekki hvort hann er á fíkniefnum eða hvað málið er. En að koma hingað og gera þetta, við erum að tala um mann sem á barn. Hann er nýbúinn að eignast barn og svona hagar hann sér?“ White sagði einnig að hann vissi til þess að fólk ætlaði að kæra McGregor. „Það sem gerðist í dag var glæpsamlegt, ógeðslegt, viðurstyggilegt og mér verður óglatt. Við sem fyrirtæki þurfum að tryggja að ekkert þessu líkt gerist aftur.“ Hluti viðtals White pic.twitter.com/Hu35x5qgB3— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 5, 2018 McGregor kastar tryllu í gegnum rúðu rútunnar yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018 MMA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Dana White, yfirmaður UFC, er verulega ósáttur við Conor McGregor og segir ljóst að honum verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína í New York nú í kvöld. Hann tók ekki fram hvernig McGregor yrði refsað og sagðist ekki hafa rætt við hann. Hann vildi ekki tala við hann. Írinn kjaftfori birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í Kvöld ásamt um 20 manna föruneyti og gekk af göflunum. Tilefnið virðist vera að UFC tilkynnti í dag að titillinn í léttvigt yrði tekinn af McGregor sem hefur ekki barist í UFC síðan í nóvember 2016. Khabib Nurmagomedov og Max Holloway munu berjast um titilinn á laugardaginn. Artem Lobov, sem hefur lengi verið í sama félagi og McGregor, átti einnig að berjast en hann tók þátt í athæfi McGregor og hefur verið meinað að koma fram á laugardaginn. Til átaka kom á milli Lobov og Nurmagomedov á þriðjudaginn og virðist það einnig hafa spilað inn í. McGregor og félagar hans réðust á rútu sem bardagamenn UFC voru í og kastaði McGregor tryllu í gegnum rúðu rútunnar. Við það skarst Michael Chiesa illa á andliti. Hann ætlar sér þó að keppa á laugardaginn eins og til stóð. „Þetta er það ógeðslegasta sem hefur gerst í sögu fyrirtækisins,“ sagði White, sem hélt því einnig fram að búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart McGregor. Það er þó ekki rétt samkvæmt frétt MMA Fighting. Lögreglan segist þó vera að leita að Íranum og vilja ræða við hann. Engar kærur hafa verið lagðar fram.Sjá einnig: Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York„Þetta er slæm ákvörðun af því tagi sem snýr fólki gegn þér. Hann réðst á rútu. Sko, hann á í illdeilum við Khabib vegna atviksins með Artem. Þú kemur ekki bara inn í Barcley Center, ræðst á fólk í rútu sem eru að fara að berjast og það versta var að það voru konur í rútunni. Þær eru bardagakappar, Rose er bardagakappi og Karolina er bardagakappi, en þessir fautar köstuðu hjólastöndum, stólum og öðrum hlutum í gegnum rúður rútunnar og þeim var alveg sama hverjir urðu fyrir þeim hlutum,“ sagði White. „Ég veit ekki hvort hann er á fíkniefnum eða hvað málið er. En að koma hingað og gera þetta, við erum að tala um mann sem á barn. Hann er nýbúinn að eignast barn og svona hagar hann sér?“ White sagði einnig að hann vissi til þess að fólk ætlaði að kæra McGregor. „Það sem gerðist í dag var glæpsamlegt, ógeðslegt, viðurstyggilegt og mér verður óglatt. Við sem fyrirtæki þurfum að tryggja að ekkert þessu líkt gerist aftur.“ Hluti viðtals White pic.twitter.com/Hu35x5qgB3— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 5, 2018 McGregor kastar tryllu í gegnum rúðu rútunnar yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018
MMA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira