Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2018 19:55 Hvað gengur Conor eiginlega til spyrja menn sig í kvöld? vísir/getty Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum. Það var tilkynnt formlega í dag að hann verði orðinn titlalaus á laugardaginn er Khabib Nurmagomedov og Max Holloway berjast um léttvigtarbeltið hans. Conor var mættur til þess að styðja vin sinn Artem Lobov sem er að berjast á bardagakvöldinu. Þeir misstu sig allir í Barclays Center og þá aðallega Conor.Wild video from Felice Herrig's Instagram of Conor McGregor and company wrecking things behind the scenes. pic.twitter.com/tFqZ16JBqy — Michael Hutchinson (@TheMikeyHutch) April 5, 2018 Þeir eru sagðir hafa ráðist að bíl með bardagaköppum innanborðs. Sparkað í hann og kastað stólum að honum. Líklega var Khabib og hans lið í bílnum en honum lenti víst saman við Lobov á hóteli UFC-kappanna á þriðjudag. Á myndbandinu hér að ofan sést Conor kasta öryggishliði baksviðs í Barclays Center og láta öllum illum látum. Hann stakk svo af og er búið að gefa út handtökuskipun á Írann. Lögreglan leitar hans nú en hér að neðan má sjá þá stinga af inn í svartan bíl. So Conor McGregor and his entourage just sprinted out of Barclays Center and into a waiting SUV. Here's some shaky video from my window seat at Starbucks A post shared by Adam (@adamhilllvrj) on Apr 5, 2018 at 10:38am PDT Í öllum þessum átökum í kvöld fékk einn af bardagaköppum kvöldsins, Michael Chiesa, skurð á hausinn og óvissa með hans þátttöku í kvöldinu. Dana White, forseti UFC, gaf það svo út rétt áðan að Lobov fengi ekki að berjast á laugardag þar sem hann tók þátt í þessum látum í kvöld. White sagði enn fremur frá því að það væri búið að gefa út handtökuskipun á Conor. Það verða því frekari læti í New York í kvöld. So, this is how Chiesa got cut. #UFC223 pic.twitter.com/94RF9E3EVF— Justin Golightly (@SecretMovesMMA) April 5, 2018 yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018 MMA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum. Það var tilkynnt formlega í dag að hann verði orðinn titlalaus á laugardaginn er Khabib Nurmagomedov og Max Holloway berjast um léttvigtarbeltið hans. Conor var mættur til þess að styðja vin sinn Artem Lobov sem er að berjast á bardagakvöldinu. Þeir misstu sig allir í Barclays Center og þá aðallega Conor.Wild video from Felice Herrig's Instagram of Conor McGregor and company wrecking things behind the scenes. pic.twitter.com/tFqZ16JBqy — Michael Hutchinson (@TheMikeyHutch) April 5, 2018 Þeir eru sagðir hafa ráðist að bíl með bardagaköppum innanborðs. Sparkað í hann og kastað stólum að honum. Líklega var Khabib og hans lið í bílnum en honum lenti víst saman við Lobov á hóteli UFC-kappanna á þriðjudag. Á myndbandinu hér að ofan sést Conor kasta öryggishliði baksviðs í Barclays Center og láta öllum illum látum. Hann stakk svo af og er búið að gefa út handtökuskipun á Írann. Lögreglan leitar hans nú en hér að neðan má sjá þá stinga af inn í svartan bíl. So Conor McGregor and his entourage just sprinted out of Barclays Center and into a waiting SUV. Here's some shaky video from my window seat at Starbucks A post shared by Adam (@adamhilllvrj) on Apr 5, 2018 at 10:38am PDT Í öllum þessum átökum í kvöld fékk einn af bardagaköppum kvöldsins, Michael Chiesa, skurð á hausinn og óvissa með hans þátttöku í kvöldinu. Dana White, forseti UFC, gaf það svo út rétt áðan að Lobov fengi ekki að berjast á laugardag þar sem hann tók þátt í þessum látum í kvöld. White sagði enn fremur frá því að það væri búið að gefa út handtökuskipun á Conor. Það verða því frekari læti í New York í kvöld. So, this is how Chiesa got cut. #UFC223 pic.twitter.com/94RF9E3EVF— Justin Golightly (@SecretMovesMMA) April 5, 2018 yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018
MMA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira