Mikilvægt verkefni að byggja upp traust Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2018 16:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að margt hefði áunnist á þeim áratug sem liðinn er frá efnahagshruninu árið 2008. Endurreisn efnahagslífsins hefði tekist en stjórnmálamönnum hefði ekki tekist að endurvinna traust almennings. Sagði Katrín að traust samfélagsins á stjórnmálum minna en fyrir áratug. Sagði hún það alvarlega stöðu þó að það þokist aðeins upp á við. Hún sagði það framtíðarverkefni stjórnmálamanna að endurvekja þetta traust. Þetta sagði Katrín í ávarpi sínu á ársfundi Seðlabanka Íslands sem fór fram í húsakynnum bankans í dag. Hún sagði mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að líta til reynslu annarra landa og bæta talsamband stjórnmála og fjölmiðla. „Við getum gert betur þó margt hafi breyst,“ sagði Katrín.Margt breyst í þjóðarsálinni Hún sagði margt hafa breyst í þjóðarsálinni þegar hrunið átti sér stað en taldi mikilvægt að nú færi þjóðin að horfa fram á veg með því að vinna úr reynslunni og stefna upp á við. Sagði hún tækifærin rík og upp á stjórnmálamönnum og öðrum komið að samfélagið þróist áfram. Hún sagði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem nú situr kveða á um félagslegan, efnahagslegan og pólitískan stöðugleika sem sé nauðsynlegt að ná til að byggja upp traust í samfélaginu. Sagði hún margt þurfa að haldast í hendur þar, til að mynda peningastefnan, stefna ríkisstjórnarinnar og stefna almenna vinnumarkaðarins. Hún sagði mikilvægt að hið opinbera og almenni vinnumarkaðurinn sé í samtali svo hægt sé að tryggja að miðlægir kjarasamningar taki mið af efnahagsþróun. Allir bera ábyrgð í þessu að mati Katrínar þegar kemur að því að huga að þessu viðkvæma samspili milli þessara þriggja þátta.Samskiptaleysi skapar vantraust Hún sagði samskiptaleysi skapa vantraust en með hreinskiptnum samskiptum sé hægt að halda fram á veg. Einnig sé mikilvægt að aðilar þekki sín mörk og nefndi að stjórnmálamenn séu ekki kosnir til að ákveða kjör á markaði en geti skapað góða umgjörð um hann deilt gæðum. Því sé mikilvægt að allir þessir aðilar reyni að róa í sömu átt. Hún sagði mikilvægt að huga að því hvernig þjóðarkökunni er skipt því hún hefði svo sannarlega stækkað með öflugri ferðaþjónustu.Gos í Eyjafjallajökli aðalmarkaðsátakið Sagði hún ferðaþjónustuna hafa átt stóran þátt í góðu gengi í efnahagsmálum en Katrín sagðist enn muna eftir ríkisstjórnarfundi sem var haldinn í kjölfar eldgosins í Eyjafjallajökli árið 2010. Sagði hún að þar hefði niðurstaðan verið sú að ferðaþjónustan væri búin. Ákveðið var að fara í markaðsátak en Katrín sagðist eiginlega vera viss um í dag að gosið sjálft hefði verið aðalmarkaðsátakið. Hún sagði mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu innviða við náttúruperlur Íslands því að náttúruvernd væri stærsta efnahagsmálið.Séríslenskt einkenni Hún sagðist hafa nýverið átt fund með fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sagði augljóst að þeir sem eru í stjórnmálum á Íslandi í dag væru enn með hrunið í fersku minni því þegar talið bærist að björtum horfum fylgdi ávallt athugasemd frá íslenskum stjórnmálamönnum þess efnis að ýmislegt gæti farið illa. Katrín sagðist hafa reynt að útskýra fyrir fulltrúanum að um séríslenskt fyrirbæri væri að ræða og ætlaði sér að reyna að útskýra það með því að vísa í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar Hrafninn flýgur. Hún áttaði sig þó fljótlega á að hún hefði misst athygli fulltrúans þegar hún nefndi heiti myndarinnar en sagði þó gestum ársfundar Seðlabankans hvað hún ætlaði sér að vísa í. Um var að ræða orð leikarans Helga Skúlasonar í myndinni þegar hann sagði: „Þetta logn, það veit ekki á gott.“ Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að margt hefði áunnist á þeim áratug sem liðinn er frá efnahagshruninu árið 2008. Endurreisn efnahagslífsins hefði tekist en stjórnmálamönnum hefði ekki tekist að endurvinna traust almennings. Sagði Katrín að traust samfélagsins á stjórnmálum minna en fyrir áratug. Sagði hún það alvarlega stöðu þó að það þokist aðeins upp á við. Hún sagði það framtíðarverkefni stjórnmálamanna að endurvekja þetta traust. Þetta sagði Katrín í ávarpi sínu á ársfundi Seðlabanka Íslands sem fór fram í húsakynnum bankans í dag. Hún sagði mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að líta til reynslu annarra landa og bæta talsamband stjórnmála og fjölmiðla. „Við getum gert betur þó margt hafi breyst,“ sagði Katrín.Margt breyst í þjóðarsálinni Hún sagði margt hafa breyst í þjóðarsálinni þegar hrunið átti sér stað en taldi mikilvægt að nú færi þjóðin að horfa fram á veg með því að vinna úr reynslunni og stefna upp á við. Sagði hún tækifærin rík og upp á stjórnmálamönnum og öðrum komið að samfélagið þróist áfram. Hún sagði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem nú situr kveða á um félagslegan, efnahagslegan og pólitískan stöðugleika sem sé nauðsynlegt að ná til að byggja upp traust í samfélaginu. Sagði hún margt þurfa að haldast í hendur þar, til að mynda peningastefnan, stefna ríkisstjórnarinnar og stefna almenna vinnumarkaðarins. Hún sagði mikilvægt að hið opinbera og almenni vinnumarkaðurinn sé í samtali svo hægt sé að tryggja að miðlægir kjarasamningar taki mið af efnahagsþróun. Allir bera ábyrgð í þessu að mati Katrínar þegar kemur að því að huga að þessu viðkvæma samspili milli þessara þriggja þátta.Samskiptaleysi skapar vantraust Hún sagði samskiptaleysi skapa vantraust en með hreinskiptnum samskiptum sé hægt að halda fram á veg. Einnig sé mikilvægt að aðilar þekki sín mörk og nefndi að stjórnmálamenn séu ekki kosnir til að ákveða kjör á markaði en geti skapað góða umgjörð um hann deilt gæðum. Því sé mikilvægt að allir þessir aðilar reyni að róa í sömu átt. Hún sagði mikilvægt að huga að því hvernig þjóðarkökunni er skipt því hún hefði svo sannarlega stækkað með öflugri ferðaþjónustu.Gos í Eyjafjallajökli aðalmarkaðsátakið Sagði hún ferðaþjónustuna hafa átt stóran þátt í góðu gengi í efnahagsmálum en Katrín sagðist enn muna eftir ríkisstjórnarfundi sem var haldinn í kjölfar eldgosins í Eyjafjallajökli árið 2010. Sagði hún að þar hefði niðurstaðan verið sú að ferðaþjónustan væri búin. Ákveðið var að fara í markaðsátak en Katrín sagðist eiginlega vera viss um í dag að gosið sjálft hefði verið aðalmarkaðsátakið. Hún sagði mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu innviða við náttúruperlur Íslands því að náttúruvernd væri stærsta efnahagsmálið.Séríslenskt einkenni Hún sagðist hafa nýverið átt fund með fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sagði augljóst að þeir sem eru í stjórnmálum á Íslandi í dag væru enn með hrunið í fersku minni því þegar talið bærist að björtum horfum fylgdi ávallt athugasemd frá íslenskum stjórnmálamönnum þess efnis að ýmislegt gæti farið illa. Katrín sagðist hafa reynt að útskýra fyrir fulltrúanum að um séríslenskt fyrirbæri væri að ræða og ætlaði sér að reyna að útskýra það með því að vísa í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar Hrafninn flýgur. Hún áttaði sig þó fljótlega á að hún hefði misst athygli fulltrúans þegar hún nefndi heiti myndarinnar en sagði þó gestum ársfundar Seðlabankans hvað hún ætlaði sér að vísa í. Um var að ræða orð leikarans Helga Skúlasonar í myndinni þegar hann sagði: „Þetta logn, það veit ekki á gott.“
Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira