Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 12:13 Í Miðhrauni 4 eru fyrirtækin Icewear og Geymslur.is og er húsið við hlið fyrirtækisins Marel. Vísir/Rakel Ósk Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear, segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. Aðstæður hafi verið stórhættulegar en brjóta þurfti upp hurðir og þá þurftu einhverjir starfsmenn að forða sér út um glugga. Aðalsteinn var sjálfur mættur til vinnu á skrifstofu Icewear þegar eldurinn kom upp og gerir ráð fyrir að samtals hafi um 15-20 starfsmenn fyrirtækisins verið á staðnum.Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear.Mynd/Icewear„Bjallan hringir bara og allt gerist á einhverjum sekúndum. Eldurinn æðir á móti okkur, hann er fyrst í hinum endanum við lagerinn og svo bara æðir hann á móti okkur á ógnarhraða,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi.Brutu upp hurðir og stukku út um glugga Þá bætir hann við að tæpt hafi verið að starfsmennirnir kæmust yfir höfuð út úr húsinu en hurðir höfðu sogast fastar og fólki reyndist afar erfitt að forða sér. „Það var mjög erfitt að komast út úr húsinu, hurðir voru lokaðar og fólk þurfti að brjóta þær upp. Svo enduðu einhverjir á því að fara út um glugga,“ segir Aðalsteinn. Allir hafi þó að mestu komist heilir út úr húsinu að Miðhrauni 4 þó að einhverjir kenni brunasára. „Einhverjir starfsmenn brenndust og a.m.k. einn aðili fékk brunasár. Hann hlaut aðhlynningu á vettvangi.“ Hjartað í fyrirtækinu Þá telur Aðalsteinn ljóst að mikið tjón hafi hlotist af brunanum. „Það hefur orðið gríðarlegt tjón. Þetta er náttúrulega hjartað í fyrirtækinu, þetta er aðallagerinn, fyrir utan allar skrifstofu, tölvur og slíkt.“ Aðspurður segir hann næstu skref felast í því að meta stöðuna og finna nýtt húsnæði undir starfsemina. Reynt verði að takmarka skaðann eins og hægt er. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear, segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. Aðstæður hafi verið stórhættulegar en brjóta þurfti upp hurðir og þá þurftu einhverjir starfsmenn að forða sér út um glugga. Aðalsteinn var sjálfur mættur til vinnu á skrifstofu Icewear þegar eldurinn kom upp og gerir ráð fyrir að samtals hafi um 15-20 starfsmenn fyrirtækisins verið á staðnum.Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear.Mynd/Icewear„Bjallan hringir bara og allt gerist á einhverjum sekúndum. Eldurinn æðir á móti okkur, hann er fyrst í hinum endanum við lagerinn og svo bara æðir hann á móti okkur á ógnarhraða,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi.Brutu upp hurðir og stukku út um glugga Þá bætir hann við að tæpt hafi verið að starfsmennirnir kæmust yfir höfuð út úr húsinu en hurðir höfðu sogast fastar og fólki reyndist afar erfitt að forða sér. „Það var mjög erfitt að komast út úr húsinu, hurðir voru lokaðar og fólk þurfti að brjóta þær upp. Svo enduðu einhverjir á því að fara út um glugga,“ segir Aðalsteinn. Allir hafi þó að mestu komist heilir út úr húsinu að Miðhrauni 4 þó að einhverjir kenni brunasára. „Einhverjir starfsmenn brenndust og a.m.k. einn aðili fékk brunasár. Hann hlaut aðhlynningu á vettvangi.“ Hjartað í fyrirtækinu Þá telur Aðalsteinn ljóst að mikið tjón hafi hlotist af brunanum. „Það hefur orðið gríðarlegt tjón. Þetta er náttúrulega hjartað í fyrirtækinu, þetta er aðallagerinn, fyrir utan allar skrifstofu, tölvur og slíkt.“ Aðspurður segir hann næstu skref felast í því að meta stöðuna og finna nýtt húsnæði undir starfsemina. Reynt verði að takmarka skaðann eins og hægt er.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53