Óábyrg í ljósi spádóma Sveinn Arnarsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar. VÍSIR/VILHELM „Stutta útgáfan er í raun sú að þessi áætlun er algjörlega óraunhæf og óábyrg. Fjármáladraumsýn er í raun réttnefni á hana,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn segir að áætlunin geri ráð fyrir nær fordæmalausri útgjaldaaukningu á næstu fimm árum en samtímis séu kynntar fyrirhugaðar skattalækkanir. Allt of bratt sé farið í að auka útgjöld sé litið til teikna sem á lofti eru í hagkerfinu. „Áætlunin byggir á forsendum um hagvöxt sem eru í besta falli mjög bjartsýnar. Ef þær ganga eftir þá er um að ræða einstakan atburð í íslenskri hagsögu. Ríkisstjórnin er að tefla á tæpasta vað með loforðum um aukin útgjöld og skattalækkanir og í raun mun ríkissjóður ekki ráða við þessi auknu útgjöld nema með umtalsverðum skattahækkunum,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Hann bendir á að svo virðist sem hagkerfið sé tekið að kólna og sé að kólna nokkuð hratt. Þá séu blikur á lofti um að búast megi við átakavetri á vinnumarkaði. Rétt væri að halda úti fimm ára áætlun sem tekur mið af því. „Í sögulegu samhengi þá hefur hagþróun aldrei gengið eftir með þeim hætti sem spáð er þarna. Þarna er gert ráð fyrir að eftir kröftugan vöxt muni hagkerfið lenda silkimjúkt í rúmum tveggja prósenta hagvexti. Mýksta lendingin hingað til er tveggja til þriggja ára tímabil án hagvaxtar og oft hefur ríkt samdráttur,“ segir Þorsteinn. Hvað forgangsröðun áætlunarinnar varðar gerir Þorsteinn ekki athugasemdir við hana. Hún sé áþekk þeirri sem kom fram í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Ánægjulegt sé að verið sé að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfis og velferðarmála. „En ég tel að stjórnin sé að lofa upp í ermina á sér. Hún lætur viðvörunarljós lönd og leið og blæs til stórsóknar. Slíkt er óábyrgt við aðstæður sem þessar og ekki annað hægt en að gefa slíkri nálgun falleinkunn,“ segir Þorsteinn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
„Stutta útgáfan er í raun sú að þessi áætlun er algjörlega óraunhæf og óábyrg. Fjármáladraumsýn er í raun réttnefni á hana,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn segir að áætlunin geri ráð fyrir nær fordæmalausri útgjaldaaukningu á næstu fimm árum en samtímis séu kynntar fyrirhugaðar skattalækkanir. Allt of bratt sé farið í að auka útgjöld sé litið til teikna sem á lofti eru í hagkerfinu. „Áætlunin byggir á forsendum um hagvöxt sem eru í besta falli mjög bjartsýnar. Ef þær ganga eftir þá er um að ræða einstakan atburð í íslenskri hagsögu. Ríkisstjórnin er að tefla á tæpasta vað með loforðum um aukin útgjöld og skattalækkanir og í raun mun ríkissjóður ekki ráða við þessi auknu útgjöld nema með umtalsverðum skattahækkunum,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Hann bendir á að svo virðist sem hagkerfið sé tekið að kólna og sé að kólna nokkuð hratt. Þá séu blikur á lofti um að búast megi við átakavetri á vinnumarkaði. Rétt væri að halda úti fimm ára áætlun sem tekur mið af því. „Í sögulegu samhengi þá hefur hagþróun aldrei gengið eftir með þeim hætti sem spáð er þarna. Þarna er gert ráð fyrir að eftir kröftugan vöxt muni hagkerfið lenda silkimjúkt í rúmum tveggja prósenta hagvexti. Mýksta lendingin hingað til er tveggja til þriggja ára tímabil án hagvaxtar og oft hefur ríkt samdráttur,“ segir Þorsteinn. Hvað forgangsröðun áætlunarinnar varðar gerir Þorsteinn ekki athugasemdir við hana. Hún sé áþekk þeirri sem kom fram í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Ánægjulegt sé að verið sé að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfis og velferðarmála. „En ég tel að stjórnin sé að lofa upp í ermina á sér. Hún lætur viðvörunarljós lönd og leið og blæs til stórsóknar. Slíkt er óábyrgt við aðstæður sem þessar og ekki annað hægt en að gefa slíkri nálgun falleinkunn,“ segir Þorsteinn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00