Elías Már: Hún stökk með báðar fætur á undan sér og klippti Bertu niður Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 4. apríl 2018 22:38 Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka Vísir/Getty Valur vann 22-20 sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta. „Þetta var mjög erfitt í seinni hálfleik“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, að leik loknum á Hlíðarenda í kvöld. „Ég er alveg ánægður með stelpurnar, mér fannst við vera að spila vel, frábær vörn og markvarslan var góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það er margt gott sem við tökum með okkur eftir þennann leik og það er alveg á hreinu að við ætlum að borga fyrir þetta á föstudaginn.“ „Við vorum rúmar 20 mínútur einum færri í seinni hálfleiknum, mér fannst halla verulega á okkur í kvöld. Það er bara mjög erfitt að vinna jafn sterkt lið og Val þegar þú ert einum færri nánast heilan hálfleik.“ sagði Elías Már en hann var ekki sáttur við dómgæslu leiksins. „Við fengum tvær brottvísanir í byrjun seinni hálfleiks, annað þeirra var algjör þvæla og hitt var bara brot sem var búið að viðgangast allan leikinn. Við erum þá orðnar tveimur undir og svo missum við líka Bertu Rut útaf fyrir alveg glórulaust brot, hún er lykilmaður hjá okkur, þetta var bara mikið á stuttum tíma. Við hefðum kannski getað unnið betur úr þessu en það er bara eitthvað sem ég þarf að kíkja betur á“ Elías Már var allt annað en sáttur við Gerði Arinbjarnar eftir brot hennar á Bertu Rut Harðardóttur. Gerður var of sein í boltann sem endaði með harkalegu samstuði. Brotið leit ekki vel út en Elías vissi ekki hvernig staðan á Bertu væri „Þetta var algjörlega fáranlegt, tveggja fóta tækling útá miðjum velli. Ef hún fær ekki tvo - þrjá leiki í bann fyrir þetta þá væri það fáranlegt. Hún stökk með báðar fætur á undan sér og klippti Bertu niður, þetta var mjög ljótt“ „Vonandi er í lagi með hana, en það kæmi mér ekki á óvart ef hún væri frá út tímabilið miðað við fyrstu viðbrögð“ sagði Elías að lokum um stöðuna á Bertu Rut. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Hauka vill fá þriggja leikja bann fyrir þetta brot Snemma í seinni hálfleik leiks Vals og Hauka í udnanúrslitum Olís deildar kvenna var Gerði Arinbjarnar vikið af velli fyrir ljótt brot á Bertu Rut Harðardóttur. Bera þurfti Bertu af velli á sjúkrabörum. 4. apríl 2018 21:33 Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Valur vann 22-20 sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta. „Þetta var mjög erfitt í seinni hálfleik“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, að leik loknum á Hlíðarenda í kvöld. „Ég er alveg ánægður með stelpurnar, mér fannst við vera að spila vel, frábær vörn og markvarslan var góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það er margt gott sem við tökum með okkur eftir þennann leik og það er alveg á hreinu að við ætlum að borga fyrir þetta á föstudaginn.“ „Við vorum rúmar 20 mínútur einum færri í seinni hálfleiknum, mér fannst halla verulega á okkur í kvöld. Það er bara mjög erfitt að vinna jafn sterkt lið og Val þegar þú ert einum færri nánast heilan hálfleik.“ sagði Elías Már en hann var ekki sáttur við dómgæslu leiksins. „Við fengum tvær brottvísanir í byrjun seinni hálfleiks, annað þeirra var algjör þvæla og hitt var bara brot sem var búið að viðgangast allan leikinn. Við erum þá orðnar tveimur undir og svo missum við líka Bertu Rut útaf fyrir alveg glórulaust brot, hún er lykilmaður hjá okkur, þetta var bara mikið á stuttum tíma. Við hefðum kannski getað unnið betur úr þessu en það er bara eitthvað sem ég þarf að kíkja betur á“ Elías Már var allt annað en sáttur við Gerði Arinbjarnar eftir brot hennar á Bertu Rut Harðardóttur. Gerður var of sein í boltann sem endaði með harkalegu samstuði. Brotið leit ekki vel út en Elías vissi ekki hvernig staðan á Bertu væri „Þetta var algjörlega fáranlegt, tveggja fóta tækling útá miðjum velli. Ef hún fær ekki tvo - þrjá leiki í bann fyrir þetta þá væri það fáranlegt. Hún stökk með báðar fætur á undan sér og klippti Bertu niður, þetta var mjög ljótt“ „Vonandi er í lagi með hana, en það kæmi mér ekki á óvart ef hún væri frá út tímabilið miðað við fyrstu viðbrögð“ sagði Elías að lokum um stöðuna á Bertu Rut.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Hauka vill fá þriggja leikja bann fyrir þetta brot Snemma í seinni hálfleik leiks Vals og Hauka í udnanúrslitum Olís deildar kvenna var Gerði Arinbjarnar vikið af velli fyrir ljótt brot á Bertu Rut Harðardóttur. Bera þurfti Bertu af velli á sjúkrabörum. 4. apríl 2018 21:33 Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Þjálfari Hauka vill fá þriggja leikja bann fyrir þetta brot Snemma í seinni hálfleik leiks Vals og Hauka í udnanúrslitum Olís deildar kvenna var Gerði Arinbjarnar vikið af velli fyrir ljótt brot á Bertu Rut Harðardóttur. Bera þurfti Bertu af velli á sjúkrabörum. 4. apríl 2018 21:33