Heppni Olofs Palme Ögmundur Jónasson skrifar 4. apríl 2018 07:00 Ekki alls fyrir löngu fjallaði leiðarahöfundur Fréttablaðsins um stríðið í Sýrlandi. Eða öllu heldur um þá sem fjalla um þau stríðsátök og bar leiðarinn yfirskriftina, Upplýsingastríð. Tilefnið var fundur sem undirritaður hafði staðið að í Safnahúsinu í Reykjavík þar sem bresk rannsóknarblaðakona, Vanessa Beeley, flutti erindi.Gegn heimsvaldastefnu Vanessa Beeley kom hreint til dyranna, tók afstöðu með Sýrlandsstjórn í stríðinu á þeirri forsendu að um væri að ræða innrás í fullvalda ríki og rifjaði upp að Sýrland hefði verið eitt þeirra ríkja þar sem Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hefðu talað opinskátt um að þörf væri á að knýja fram stjórnarskipti, „regime change“. Hún var með öðrum orðum að andæfa heimsvaldastefnu. Málflutningur Vanessu Beeley gekk út á að færa sönnur á að „uppreisnarmenn“ ættu fátt sammerkt með stjórnarandstæðingum sem í aðdraganda stríðsins hefðu mótmælt Assad-stjórninni; að uppistöðu væru þeir leppherir fjármagnaðir af Vesturveldunum, Sádi-Aröbum og bandalagsríkjum þerra. Gerði hún greinarmun á harðlínuíslamistum og Kúrdum í nyrstu héruðunum. Inn í umræðuna fléttaðist síðan nýútkomin bók í íslenskri þýðingu eftir ástralskan fræðimann, Tim Anderson, Stríðið gegn Sýrlandi. Í þessari bók leitast höfundur við að sýna hvernig upplognar fréttir liti fréttaflutning frá átökunum í Sýrlandi og það sem ekki er síður alvarlegt, skýrslur Sameinuðu þjóðanna um efnið. Komið er við fleiri kaun, til dæmis sýnt fram á hlutdrægni ýmissa „hjálparstofnana“ svokallaðra, sem fái ógagnrýninn aðgang að fréttastofum heimsins í krafti sakleysislegs heitis en séu í reynd á framfæri hagsmunaaðila í upplýsingastríðinu. Hver étur upp eftir öðrum Á allt þetta vildi Vanessa Beeley opna. Ekki var því almennt vel tekið á fréttastofum þessa lands. Í orðsendingu frá fréttamanni Ríkisútvarpsins var farið háðulegum orðum um hina gestkomandi fréttakonu. Þá var haft eftir ónafngreindum „sérfræðingum“ að háskalegt væri að rugla fólk í ríminu með tali af þessu tagi; almenningur gæti hætt að trúa alþjóðlegum fréttamiðlum ef bátnum væri ruggað um of og vísað var í enn aðra „sérfræðinga“ sem sögðu að ekkert alvörufólk tæki Vanessu Beeley alvarlega, hvað þá Tim Anderson, enginn hefði heyrt hans getið sagði fræðimaður og í þann fræðimann vitnaði einn aðalspekúlantinn að sjálfsögðu samstundis og röksemdalaust! Svona fór allt í hringi eins og stundum gerist í gluggalausu rými. Á netmiðlum voru óspart birtar glefsur úr umfjöllun um fyrrgreinda einstaklinga þar sem ummæli þeirra höfðu verið slitin úr samhengi þeim til háðungar, Tim Anderson sagður fylgjandi Norður-Kóreu og sýnd mynd af manni með norður-kóreska fánann á torgi þar í landi þessu til áréttingar. Við nánari athugun kom í ljós að myndin var af einhverjum allt öðrum manni. Engu að síður hafði tekist að grafa það upp að Tim Anderson hefði einhvers staðar sagt að í tímans rás hefði ýmsu verið logið upp á Norður-Kóreu. Leiðari Fréttablaðsins En sennilega toppaði leiðarahöfundur Fréttablaðsins þessa umræðu alla þegar hann sagði að fundurinn í Safnahúsinu hefði verið á forsendum fólks sem þjónaði illum öflum: Það væri „aðeins til þess fallið að gera illt verra að „opna umræðuna“ með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhaldandi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýrlandi?““. Nú vil ég taka það skýrt fram að ég er ekki í hópi þeirra sem telja fullveldi ríkja vera alheilagt. Og ekki skrifa ég upp á samtryggingarreglu ríkja heims um óumbreytanleika landamæra. En hvað sem slíkum vangaveltum líður þá er fullveldi ríkja varið á ýmsum forsendum og hvað þau Vanessu Beeley og Tim Anderson áhrærir þá vísa þau í alþjóðalög og þá hættu sem hljóti að vera raunveruleg ógn við þjóðir heims ef herveldi samtímans geta farið óáreitt sínu fram um hverjir fái að ríkja og hverjir ekki. Og vel að merkja, þeir sem fá að lifa gera það ekki vegna siðferðilegra yfirburða heldur vegna þess að þeir gagnast í stórveldapólitíkinni. Það átti til dæmis við um Saddam Hussein Íraksforseta á meðan hann var handgenginn Vesturveldunum. Varla ást á Ho Chi Minh Og varla var það vegna ástar á Víet Kong eða Ho Chi Minh, leiðtoga Norður-Víetnams, að Olof Palme, forsætisráðherra Svía, andæfði hernaði Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Mótmæli hans voru uppreisn gegn heimsvaldaöflum þess tíma. Upp úr miðri öldinni sem leið skáru Svíar sig nokkuð úr alþjóðlegri stjórnmálaumræðu enda stóðu þeir utan NATO og enn ekki komnir undir straujárn samræmdrar utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Í tvískiptum heimi austurs og vesturs var Olof Palme, holdgervingur hins óbundna gagnrýnanda, óhræddur að „opna á umræðuna“. Hann varð fyrir ómældri gagnrýni fyrir vikið. Ekki hefði hún verið minni núna. Alla vega var Fréttablaðið þá ekki til. Að því leyti var Palme heppinn.Höfundur er fv. alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki alls fyrir löngu fjallaði leiðarahöfundur Fréttablaðsins um stríðið í Sýrlandi. Eða öllu heldur um þá sem fjalla um þau stríðsátök og bar leiðarinn yfirskriftina, Upplýsingastríð. Tilefnið var fundur sem undirritaður hafði staðið að í Safnahúsinu í Reykjavík þar sem bresk rannsóknarblaðakona, Vanessa Beeley, flutti erindi.Gegn heimsvaldastefnu Vanessa Beeley kom hreint til dyranna, tók afstöðu með Sýrlandsstjórn í stríðinu á þeirri forsendu að um væri að ræða innrás í fullvalda ríki og rifjaði upp að Sýrland hefði verið eitt þeirra ríkja þar sem Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hefðu talað opinskátt um að þörf væri á að knýja fram stjórnarskipti, „regime change“. Hún var með öðrum orðum að andæfa heimsvaldastefnu. Málflutningur Vanessu Beeley gekk út á að færa sönnur á að „uppreisnarmenn“ ættu fátt sammerkt með stjórnarandstæðingum sem í aðdraganda stríðsins hefðu mótmælt Assad-stjórninni; að uppistöðu væru þeir leppherir fjármagnaðir af Vesturveldunum, Sádi-Aröbum og bandalagsríkjum þerra. Gerði hún greinarmun á harðlínuíslamistum og Kúrdum í nyrstu héruðunum. Inn í umræðuna fléttaðist síðan nýútkomin bók í íslenskri þýðingu eftir ástralskan fræðimann, Tim Anderson, Stríðið gegn Sýrlandi. Í þessari bók leitast höfundur við að sýna hvernig upplognar fréttir liti fréttaflutning frá átökunum í Sýrlandi og það sem ekki er síður alvarlegt, skýrslur Sameinuðu þjóðanna um efnið. Komið er við fleiri kaun, til dæmis sýnt fram á hlutdrægni ýmissa „hjálparstofnana“ svokallaðra, sem fái ógagnrýninn aðgang að fréttastofum heimsins í krafti sakleysislegs heitis en séu í reynd á framfæri hagsmunaaðila í upplýsingastríðinu. Hver étur upp eftir öðrum Á allt þetta vildi Vanessa Beeley opna. Ekki var því almennt vel tekið á fréttastofum þessa lands. Í orðsendingu frá fréttamanni Ríkisútvarpsins var farið háðulegum orðum um hina gestkomandi fréttakonu. Þá var haft eftir ónafngreindum „sérfræðingum“ að háskalegt væri að rugla fólk í ríminu með tali af þessu tagi; almenningur gæti hætt að trúa alþjóðlegum fréttamiðlum ef bátnum væri ruggað um of og vísað var í enn aðra „sérfræðinga“ sem sögðu að ekkert alvörufólk tæki Vanessu Beeley alvarlega, hvað þá Tim Anderson, enginn hefði heyrt hans getið sagði fræðimaður og í þann fræðimann vitnaði einn aðalspekúlantinn að sjálfsögðu samstundis og röksemdalaust! Svona fór allt í hringi eins og stundum gerist í gluggalausu rými. Á netmiðlum voru óspart birtar glefsur úr umfjöllun um fyrrgreinda einstaklinga þar sem ummæli þeirra höfðu verið slitin úr samhengi þeim til háðungar, Tim Anderson sagður fylgjandi Norður-Kóreu og sýnd mynd af manni með norður-kóreska fánann á torgi þar í landi þessu til áréttingar. Við nánari athugun kom í ljós að myndin var af einhverjum allt öðrum manni. Engu að síður hafði tekist að grafa það upp að Tim Anderson hefði einhvers staðar sagt að í tímans rás hefði ýmsu verið logið upp á Norður-Kóreu. Leiðari Fréttablaðsins En sennilega toppaði leiðarahöfundur Fréttablaðsins þessa umræðu alla þegar hann sagði að fundurinn í Safnahúsinu hefði verið á forsendum fólks sem þjónaði illum öflum: Það væri „aðeins til þess fallið að gera illt verra að „opna umræðuna“ með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhaldandi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýrlandi?““. Nú vil ég taka það skýrt fram að ég er ekki í hópi þeirra sem telja fullveldi ríkja vera alheilagt. Og ekki skrifa ég upp á samtryggingarreglu ríkja heims um óumbreytanleika landamæra. En hvað sem slíkum vangaveltum líður þá er fullveldi ríkja varið á ýmsum forsendum og hvað þau Vanessu Beeley og Tim Anderson áhrærir þá vísa þau í alþjóðalög og þá hættu sem hljóti að vera raunveruleg ógn við þjóðir heims ef herveldi samtímans geta farið óáreitt sínu fram um hverjir fái að ríkja og hverjir ekki. Og vel að merkja, þeir sem fá að lifa gera það ekki vegna siðferðilegra yfirburða heldur vegna þess að þeir gagnast í stórveldapólitíkinni. Það átti til dæmis við um Saddam Hussein Íraksforseta á meðan hann var handgenginn Vesturveldunum. Varla ást á Ho Chi Minh Og varla var það vegna ástar á Víet Kong eða Ho Chi Minh, leiðtoga Norður-Víetnams, að Olof Palme, forsætisráðherra Svía, andæfði hernaði Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Mótmæli hans voru uppreisn gegn heimsvaldaöflum þess tíma. Upp úr miðri öldinni sem leið skáru Svíar sig nokkuð úr alþjóðlegri stjórnmálaumræðu enda stóðu þeir utan NATO og enn ekki komnir undir straujárn samræmdrar utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Í tvískiptum heimi austurs og vesturs var Olof Palme, holdgervingur hins óbundna gagnrýnanda, óhræddur að „opna á umræðuna“. Hann varð fyrir ómældri gagnrýni fyrir vikið. Ekki hefði hún verið minni núna. Alla vega var Fréttablaðið þá ekki til. Að því leyti var Palme heppinn.Höfundur er fv. alþingismaður
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun