Mývetningum fjölgar ört og breyttir tímar blasa við Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Þorsteinn segir fólk í Mývatnssveit nú hafa trú á framtíðinni. Vísir/Vilhelm Í dag eru Mývetningar 505 talsins en í sveitinni hefur átt sér stað nokkuð stöðug fjölgun íbúa síðan árið 2013. Á tímabilinu hefur Mývetningum fjölgað um 135 einstaklinga og hafa þeir ekki verið fleiri síðan árið 1993. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir sveitarfélagið hafa orðið fyrir áfalli árið 2004 þegar kísiliðjan lokaði eftir margra áratuga rekstur. „Þetta var kjölfesta sem hvarf á einu bretti, og það fækkaði smátt og smátt hjá okkur í kjölfarið,“ segir Þorsteinn. Mývetningar eru ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát þegar áskoranir blasa við. Sjálfsbjargarviðleitnin tekur við. „Hún kennir fólki að finna lausnir. Þeir sem voru eftir veðjuðu á ferðaþjónustu.“ Á síðustu árum hefur mikil uppbygging átt sér stað í Mývatnssveit. Tvær hótelkeðjur hafa opnað hótel á svæðinu og búið er að stækka hótel sem fyrir var. Samhliða auknum straumi ferðamanna til Mývatns hefur margs konar afþreying í sveitinni litið dagsins ljós.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi„Það má segja að ferðaþjónustan hafi bjargað atvinnulífinu í Mývatnssveit,“ segir Þorsteinn. „Hún er algjör kjölfesta í öllu sem við erum að gera. Og þetta hefur orðið þess valdandi að hér hefur átt sér stað uppbygging og fólk hér hefur nú trú á framtíðinni.“ Þá segir Þorsteinn það vera mikið gleðiefni að sjá ungt fólk, oft með rætur í sveitinni, koma þangað með fjölskyldur sínar og setjast að. „Það er talsverður áhugi fyrir því hjá einstaklingum að byggja hér, og það er mjög athyglisvert enda er slík fjárfesting ekkert endilega að borga sig strax, enda er fasteignaverðið hér ekki hátt.“ Fjölgun íbúa eins og í Mývatnssveit eykur álag á innviði. Þorsteinn segir að nú þurfi að hugsa til lengri tíma í innviða- og skipulagsmálum. „Við erum nýbúin að gera húsnæð- isáætlun fyrir sveitina. Það er íbúðaskortur hér á eins og víða annars staðar. Við munum boða til íbúafundar í næsta mánuði til að ræða þessa áætlun. Við verðum að bregðast við þessum þrýstingi um fá fleiri íbúðir. Það er búið að skipuleggja töluverðan fjölda íbúða, en við þurfum að hugsa þetta miklu lengra.“ Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Mývetningar yfir 500 talsins í fyrsta skipti í 25 ár Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. 30. mars 2018 10:23 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Í dag eru Mývetningar 505 talsins en í sveitinni hefur átt sér stað nokkuð stöðug fjölgun íbúa síðan árið 2013. Á tímabilinu hefur Mývetningum fjölgað um 135 einstaklinga og hafa þeir ekki verið fleiri síðan árið 1993. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir sveitarfélagið hafa orðið fyrir áfalli árið 2004 þegar kísiliðjan lokaði eftir margra áratuga rekstur. „Þetta var kjölfesta sem hvarf á einu bretti, og það fækkaði smátt og smátt hjá okkur í kjölfarið,“ segir Þorsteinn. Mývetningar eru ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát þegar áskoranir blasa við. Sjálfsbjargarviðleitnin tekur við. „Hún kennir fólki að finna lausnir. Þeir sem voru eftir veðjuðu á ferðaþjónustu.“ Á síðustu árum hefur mikil uppbygging átt sér stað í Mývatnssveit. Tvær hótelkeðjur hafa opnað hótel á svæðinu og búið er að stækka hótel sem fyrir var. Samhliða auknum straumi ferðamanna til Mývatns hefur margs konar afþreying í sveitinni litið dagsins ljós.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi„Það má segja að ferðaþjónustan hafi bjargað atvinnulífinu í Mývatnssveit,“ segir Þorsteinn. „Hún er algjör kjölfesta í öllu sem við erum að gera. Og þetta hefur orðið þess valdandi að hér hefur átt sér stað uppbygging og fólk hér hefur nú trú á framtíðinni.“ Þá segir Þorsteinn það vera mikið gleðiefni að sjá ungt fólk, oft með rætur í sveitinni, koma þangað með fjölskyldur sínar og setjast að. „Það er talsverður áhugi fyrir því hjá einstaklingum að byggja hér, og það er mjög athyglisvert enda er slík fjárfesting ekkert endilega að borga sig strax, enda er fasteignaverðið hér ekki hátt.“ Fjölgun íbúa eins og í Mývatnssveit eykur álag á innviði. Þorsteinn segir að nú þurfi að hugsa til lengri tíma í innviða- og skipulagsmálum. „Við erum nýbúin að gera húsnæð- isáætlun fyrir sveitina. Það er íbúðaskortur hér á eins og víða annars staðar. Við munum boða til íbúafundar í næsta mánuði til að ræða þessa áætlun. Við verðum að bregðast við þessum þrýstingi um fá fleiri íbúðir. Það er búið að skipuleggja töluverðan fjölda íbúða, en við þurfum að hugsa þetta miklu lengra.“
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Mývetningar yfir 500 talsins í fyrsta skipti í 25 ár Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. 30. mars 2018 10:23 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Mývetningar yfir 500 talsins í fyrsta skipti í 25 ár Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. 30. mars 2018 10:23
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent