Heimatreyja KR er að sjálfsögðu búin svarthvítum röndum og mun að öllum líkindum verða þannig áfram um áraraðir. Félagið hefur hins vegar leikið sér með hönnun varabúningsins eins og var rifjað upp með skemmtilegri mynd á Twitter í dag.
KR hefur leikið í ýmsum glæsilegum varabúningum í gegnum tíðina í @Pepsideildin. Glænýr varabúningur frumsýndur á upphitunarkvöldi á Rauða Ljóninu í kvöld. pic.twitter.com/CTPCByuwqD
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 19, 2018
Á síðasta tímabili lék liðið í appelsínugulum og gulum treyjum en það verður skipt um gír þetta árið og leikur liðið í heiðbláum búningum.
Engin mynstur eða annað skraut eru á búningnum, aðeins auglýsing styrktaraðilans Alvogen, merki framleiðandans Nike og KR merkið eru á einslitri treyjunni.
Nú rétt í þessu var kynntur nýr varabúningur á Rauða Ljóninu #allirsemeinnpic.twitter.com/rhoOG9tnrJ
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 19, 2018