Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. apríl 2018 18:30 Heilbrigðisráðuneytið hefur til skoðunar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Með yfirtöku ráðuneytisins á rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi vill ráðherra færa þjónustuna nær heilbrigðiskerfinu og tryggja jafna utanspítalaþjónustu. Eins og áður hefur verið greint frá hættir Rauðir krossinn á Íslandi rekstri sjúkrabílaflotans eins fljótt og hægt er eftir að samningaviðræður samtakanna og heilbrigðisráðherra, um áframhaldandi rekstur, runnu út í sandinn.Sjúkrabíll á leið í útkallVísir/Jóhann K. JóhannssonSamkvæmt heimildum fréttastofu hefur ráðuneytið átt í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku á rekstrinum. Annars vegar Neyðarlínuna, sem á rekur neyðarnúmerið Einn, einn, tveir og hins vegar Ríkislögreglustjóra sem rekur bílamiðstöð lögreglubíla í landinu. Allir aðilar hafa verið sammála um rekstri sjúkrabílaflotans hafi verið afar vel sinnt í höndum Rauða krossins en heilbrigðisráðherra vill færa reksturinn nær rekstri heilbrigðisþjónustunnar. „Rekstur sjúkrabíla er partur af heilbrigðiskerfinu. Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og ég held að við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Fjárhagslegt uppgjör og kaup ríkisins á sjúkrabílaflotanum sem nú er í eigu Rauða krossins er ólokið en brýnt er að endurnýjun hefjist sem fyrst, þar sem stór hluti bílanna er mikið ekinn eða orðinn gamall. Ráðherra segir að endurnýjun bílanna verði hraðað eins og kostur gefst. Með breytingunum vonast ráðherra til þess að samhæfing og nýting verði meiri og að aðgangur að sjúkrahúsþjónustu utan spítala verði jafn á landsvísu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraFréttablaðið/EyþórÍ lok júní á síðasta ári hélt fagráð sjúkraflutninga kynningu á rekstri sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðset yrði á Suðurlandi. Þessar hugmyndir kynntar ráðherra sem segir ekki útilokað prófa slíkan rekstur en áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið er um þrjú hundruð milljónir króna. „Já, það er til skoðunar. Það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ segir Svandís. Starfshópur skilaði tillögum sem nú er til skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins og er niðurstaða væntanleg á allra næstu dögum.Hefur þetta áhrif á þá þjónustu sem Landhelgisgæslan hefur sinnt? „Þetta er samspil. Þetta er mjög flókið samspil og þetta er eitt af því sem að mér finnst vera umhugsunarefni í okkar annars góða heilbrigðiskerfi, hversu brotakennt er. Það sem mér finnst ánægjulegt við þessa umræðu er það að allir sem að borðinu koma vera samstilltir í því að finna leiðir til þess að ráðstafa opinberu fé skynsamlegar en við höfum gert,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur til skoðunar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Með yfirtöku ráðuneytisins á rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi vill ráðherra færa þjónustuna nær heilbrigðiskerfinu og tryggja jafna utanspítalaþjónustu. Eins og áður hefur verið greint frá hættir Rauðir krossinn á Íslandi rekstri sjúkrabílaflotans eins fljótt og hægt er eftir að samningaviðræður samtakanna og heilbrigðisráðherra, um áframhaldandi rekstur, runnu út í sandinn.Sjúkrabíll á leið í útkallVísir/Jóhann K. JóhannssonSamkvæmt heimildum fréttastofu hefur ráðuneytið átt í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku á rekstrinum. Annars vegar Neyðarlínuna, sem á rekur neyðarnúmerið Einn, einn, tveir og hins vegar Ríkislögreglustjóra sem rekur bílamiðstöð lögreglubíla í landinu. Allir aðilar hafa verið sammála um rekstri sjúkrabílaflotans hafi verið afar vel sinnt í höndum Rauða krossins en heilbrigðisráðherra vill færa reksturinn nær rekstri heilbrigðisþjónustunnar. „Rekstur sjúkrabíla er partur af heilbrigðiskerfinu. Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og ég held að við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Fjárhagslegt uppgjör og kaup ríkisins á sjúkrabílaflotanum sem nú er í eigu Rauða krossins er ólokið en brýnt er að endurnýjun hefjist sem fyrst, þar sem stór hluti bílanna er mikið ekinn eða orðinn gamall. Ráðherra segir að endurnýjun bílanna verði hraðað eins og kostur gefst. Með breytingunum vonast ráðherra til þess að samhæfing og nýting verði meiri og að aðgangur að sjúkrahúsþjónustu utan spítala verði jafn á landsvísu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraFréttablaðið/EyþórÍ lok júní á síðasta ári hélt fagráð sjúkraflutninga kynningu á rekstri sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðset yrði á Suðurlandi. Þessar hugmyndir kynntar ráðherra sem segir ekki útilokað prófa slíkan rekstur en áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið er um þrjú hundruð milljónir króna. „Já, það er til skoðunar. Það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ segir Svandís. Starfshópur skilaði tillögum sem nú er til skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins og er niðurstaða væntanleg á allra næstu dögum.Hefur þetta áhrif á þá þjónustu sem Landhelgisgæslan hefur sinnt? „Þetta er samspil. Þetta er mjög flókið samspil og þetta er eitt af því sem að mér finnst vera umhugsunarefni í okkar annars góða heilbrigðiskerfi, hversu brotakennt er. Það sem mér finnst ánægjulegt við þessa umræðu er það að allir sem að borðinu koma vera samstilltir í því að finna leiðir til þess að ráðstafa opinberu fé skynsamlegar en við höfum gert,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Sjá meira
Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46
Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent