Stjörnuver mun opna í hitaveitutanki Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2018 13:48 Nýja stjörnuverið í hitaveitutankinum er hluti af umfangsmiklum endurbótum á Perlunni sem hefur fengið nýtt hlutverk sem náttúrusafn og miðstöð upplifunar í Reykjavík. Vísir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlu Norðursins og Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna undirrituðu samning um kaup Reykjavíkurborgar á tveimur hitaveitutönkum við Perluna í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að annar tankurinn sé nú þegar nýttur undir íshelli og glæsilega sýningu um jöklana á Íslandi. Hinn verður innréttaður í sumar fyrir stjörnuver sem mun nýta nýjustu tækni til að sýna himingeiminn sem Perla Norðursins mun opna í haust og er vinna við það þegar hafin. Annars vegar var undirritaður samningur um kaup Reykjavíkurborgar á tönkunum og hins vegar samningur við Perlu Norðursins um leigu á húsnæðinu sem bætist við ört stækkandi sýningarrými fyrirtækisins í Perlunni. Nýja stjörnuverið í hitaveitutankinum er hluti af umfangsmiklum endurbótum á Perlunni sem hefur fengið nýtt hlutverk sem náttúrusafn og miðstöð upplifunar í Reykjavík. Í stjörnuverinu verður boðið upp á sýndarheim þar sem áhorfendur sitja inni í hvelfingu og fræðast um stjörnur, reikistjörnur, tunglið og önnur fyrirbæri alheimsins. Í stjörnuveri Perlunnar munu sex stafrænir skjávarpar varpa 8K mynd í bestu fáanlegu gæðum á hvelfinguna og hljóðkerfi af fullkomnustu gerð opna gestum nýja sýn á norðurljós og náttúru Íslands. Áhersla er lögð á hughrif við hönnun stjörnuversins. Gestir þess munu upplifa norðurljósin í forsal áður en þeir ganga inn í sjálft stjörnuverið. Stjörnuver Perlunnar tekur 150 manns í sæti og eru stólar sérstaklega gerðir til að tryggja þægindi gesta. Fyrsta sýningin sem Perla Norðursins, leigutaki Perlunnar, áætlar að sýna í nýja stjörnuverinu sýnir náttúruperlur Íslands á einstakan hátt. Sýningin er sérstaklega samin og framleidd af Perlunni og hinu heimsþekkta Bowen Productions, sem sérhæfir sig í myndum fyrir stjörnuver. Önnur slík sýning um undraheim norðurljósanna verður frumsýnd á haustmánuðum. Bráðlega, eða í byrjun maí, opnar annar áfangi náttúrusýningar í Perlunni undir nafninu Undur íslenskrar náttúru. Þar verður hægt að upplifa eldgos og jarðskjálfta og sjá syndandi hvali undir gólfinu. Níu metra há eftirmynd af Látrabjargi klæðir nú þegar einn af veggjum hitaveitutankanna í Perlunni sem er nú óðum að fá nýtt hlutverk sem sýningarrými. Náttúruminjasafn Íslands mun síðan opna sýningu um Vatn í náttúru Íslands í desember. Hluti af samningnum við Veitur ohf. nú er að heimila fyrirtækinu að reisa nýjan tank undir heita vatnið í Öskjuhlíð sem er aðeins fjær Perlunni og hennar fjölmörgu gestum en þeim fer ört fjölgandi með hinum frábæru sýningum sem eru í boði þar. Þess er getið að grunnskólarnir í Reykjavík fá ókeypis inn í Perluna fyrir tvo árganga á hverju ári en þar geta reykvísk börn fræðst um náttúru Íslands og í sýningarrými á heimsmælikvarða. Tilkoma sýningarrýmisins í Perlunni hefur snúið rekstri hennar algjörlega við og hefur Reykjavíkurborg nú umtalsverðar tekjur af byggingunni í stað kostnaðar áður upp á um 150 milljónir króna á ári. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlu Norðursins og Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna undirrituðu samning um kaup Reykjavíkurborgar á tveimur hitaveitutönkum við Perluna í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að annar tankurinn sé nú þegar nýttur undir íshelli og glæsilega sýningu um jöklana á Íslandi. Hinn verður innréttaður í sumar fyrir stjörnuver sem mun nýta nýjustu tækni til að sýna himingeiminn sem Perla Norðursins mun opna í haust og er vinna við það þegar hafin. Annars vegar var undirritaður samningur um kaup Reykjavíkurborgar á tönkunum og hins vegar samningur við Perlu Norðursins um leigu á húsnæðinu sem bætist við ört stækkandi sýningarrými fyrirtækisins í Perlunni. Nýja stjörnuverið í hitaveitutankinum er hluti af umfangsmiklum endurbótum á Perlunni sem hefur fengið nýtt hlutverk sem náttúrusafn og miðstöð upplifunar í Reykjavík. Í stjörnuverinu verður boðið upp á sýndarheim þar sem áhorfendur sitja inni í hvelfingu og fræðast um stjörnur, reikistjörnur, tunglið og önnur fyrirbæri alheimsins. Í stjörnuveri Perlunnar munu sex stafrænir skjávarpar varpa 8K mynd í bestu fáanlegu gæðum á hvelfinguna og hljóðkerfi af fullkomnustu gerð opna gestum nýja sýn á norðurljós og náttúru Íslands. Áhersla er lögð á hughrif við hönnun stjörnuversins. Gestir þess munu upplifa norðurljósin í forsal áður en þeir ganga inn í sjálft stjörnuverið. Stjörnuver Perlunnar tekur 150 manns í sæti og eru stólar sérstaklega gerðir til að tryggja þægindi gesta. Fyrsta sýningin sem Perla Norðursins, leigutaki Perlunnar, áætlar að sýna í nýja stjörnuverinu sýnir náttúruperlur Íslands á einstakan hátt. Sýningin er sérstaklega samin og framleidd af Perlunni og hinu heimsþekkta Bowen Productions, sem sérhæfir sig í myndum fyrir stjörnuver. Önnur slík sýning um undraheim norðurljósanna verður frumsýnd á haustmánuðum. Bráðlega, eða í byrjun maí, opnar annar áfangi náttúrusýningar í Perlunni undir nafninu Undur íslenskrar náttúru. Þar verður hægt að upplifa eldgos og jarðskjálfta og sjá syndandi hvali undir gólfinu. Níu metra há eftirmynd af Látrabjargi klæðir nú þegar einn af veggjum hitaveitutankanna í Perlunni sem er nú óðum að fá nýtt hlutverk sem sýningarrými. Náttúruminjasafn Íslands mun síðan opna sýningu um Vatn í náttúru Íslands í desember. Hluti af samningnum við Veitur ohf. nú er að heimila fyrirtækinu að reisa nýjan tank undir heita vatnið í Öskjuhlíð sem er aðeins fjær Perlunni og hennar fjölmörgu gestum en þeim fer ört fjölgandi með hinum frábæru sýningum sem eru í boði þar. Þess er getið að grunnskólarnir í Reykjavík fá ókeypis inn í Perluna fyrir tvo árganga á hverju ári en þar geta reykvísk börn fræðst um náttúru Íslands og í sýningarrými á heimsmælikvarða. Tilkoma sýningarrýmisins í Perlunni hefur snúið rekstri hennar algjörlega við og hefur Reykjavíkurborg nú umtalsverðar tekjur af byggingunni í stað kostnaðar áður upp á um 150 milljónir króna á ári.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira