Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:08 Mike Pompeo er háttsettasti bandaríski embættistmaður sem fundað hefur með stjórnvöldum í Norður-Kóreu í háa herrans tíð. Vísir/Getty Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. Samkvæmt nafnlausum heimildarmönnum bandarískra fjölmiðla átti fundurinn sér stað um páskahelgina og er sagður undirbúningur fyrir fund Bandaríkjaforsetans Donald Trump og fyrrnefnds Kim sem fram á að fara í maí.Vísir greindi frá því í gærkvöldi að Trump hafi ýjað að fundi milli háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Fáir bjuggust þó við á þeim tímapunkti að um væri að ræðan sjálfan forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar og leiðtoga hins einangraða ríkis. Ef heimildarmenn bandarískra miðla hafa rétt fyrir sér er ljóst að páskafundurinn markar ákveðin þáttaskil í sögu ríkjanna. Svo háttsettir embættismenn ríkjanna tveggja hafa ekki fundað síðan árið 2000. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um páskafundinn. „Við höfum átt beinar viðræður á mjög háu stigi, gríðarlega háu stigi, við Norður-Kóreu. Ég trúi því virkilega að þetta leiði af sér velvilja, að góðir hlutir séu að gerast. Við sjáum til hvað gerist...vegna þess að á endanum er það niðurstaðan sem skiptir máli, ekki hvort að við séum að hugsa um að funda eða að funda,“ sagði Bandaríkjaforseti í gær á fundi með forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe. Þá sagðist Trump jafnframt styðja fyrirhugaðar viðræður Norður- og Suður-Kóreu sem fram eiga að fara skömmu áður en Bandaríkjamenn setjast við samningaborðið með þeim fyrrnefndu. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt. 29. mars 2018 13:02 Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. Samkvæmt nafnlausum heimildarmönnum bandarískra fjölmiðla átti fundurinn sér stað um páskahelgina og er sagður undirbúningur fyrir fund Bandaríkjaforsetans Donald Trump og fyrrnefnds Kim sem fram á að fara í maí.Vísir greindi frá því í gærkvöldi að Trump hafi ýjað að fundi milli háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Fáir bjuggust þó við á þeim tímapunkti að um væri að ræðan sjálfan forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar og leiðtoga hins einangraða ríkis. Ef heimildarmenn bandarískra miðla hafa rétt fyrir sér er ljóst að páskafundurinn markar ákveðin þáttaskil í sögu ríkjanna. Svo háttsettir embættismenn ríkjanna tveggja hafa ekki fundað síðan árið 2000. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um páskafundinn. „Við höfum átt beinar viðræður á mjög háu stigi, gríðarlega háu stigi, við Norður-Kóreu. Ég trúi því virkilega að þetta leiði af sér velvilja, að góðir hlutir séu að gerast. Við sjáum til hvað gerist...vegna þess að á endanum er það niðurstaðan sem skiptir máli, ekki hvort að við séum að hugsa um að funda eða að funda,“ sagði Bandaríkjaforseti í gær á fundi með forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe. Þá sagðist Trump jafnframt styðja fyrirhugaðar viðræður Norður- og Suður-Kóreu sem fram eiga að fara skömmu áður en Bandaríkjamenn setjast við samningaborðið með þeim fyrrnefndu.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt. 29. mars 2018 13:02 Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt. 29. mars 2018 13:02
Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49