Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Gissur Sigurðsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 17. apríl 2018 19:45 Hvalveiðar Íslendinga eru umdeildar í meira lagi. VÍSIR/VILHELM Fyrirhugaðar veiðar Hvals hf. á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé kann að skapa alvarleg viðbrögð víða um heim að sögn fulltrúa Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi. Veiðarnar eiga að hefjast í júní og má veiða 161 samkvæmt rannsókn Hafrannsóknarstofnunar. Morgunblaðið greinir frá því að fyrirtækið hafi að undanförnu staðið fyrir þróun á járnríku fæðubótarefni úr beinum og spiki hvalanna og betri söluhorfur séu nú fyrir kjötið í Japan.Hvalveiðunum víða mótmælt „Það er auðvitað ljóst að þetta eru mikil vonbrigði og þetta verða mikil vonbrigði fyrir alla þá sem eru að vinna með dýravelferð og auðvitað miklu fleiri. Ég trúi því að þetta verði vonbrigði líka fyrir þá sem hafa verið að vinna hér að útflutningsmálum með íslenskan fisk og til dæmis landbúnaðarafurðir á Bandaríkjamarkað og víðar. Menn hafa verið að lenda í vandræðum á þessum mörkuðum af og til á undanförnum árum, vörum hefur til dæmis ekki verið stillt upp með þeim hætti sem að vera skyldi hjá Whole Foods út af þessum hvalveiðum og svo mætti áfram telja. Við höfum auðvitað haft líka alþjóðleg mótmæli, ríkisstjórnir, Evrópusambandið og Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa mótmælt þessu. Ég held að það sem hafi einna helst breyst á þessum tíma frá því að veiðarnar voru stundaðar síðast er að viðhorf Íslendinga til dýravelferðar hefur breyst. Ég trúi því að þessar sprengjuárásir á villt spendýr í hafi að þau samræmist ekki nútíma viðhorfum Íslendinga um dýravelferð,“ segir Sigursteinn Másson fulltrúi Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi.Hefur ekki haft áhrif á ferðaþjónustu Spurður út í hvort að hvalveiðarnar hafi haft áhrif á ferðaþjónustuna segir Sigursteinn: „Ég hafði aldrei mikla trú á því að þetta hefði mikil áhrif á ferðaþjónustuna þó svo að það væri kannski sérstaklega viðkvæmt gagnvart hvalaskoðuninni út af fyrir sig. Það er erfitt að segja hver þróunin hefði verið ef að veiðarnar hefðu ekki átt sér stað. Það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess að þetta hafi bein áhrif á ferðaþjónustuna,“ segir Sigursteinn. Dýr Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fyrirhugaðar veiðar Hvals hf. á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé kann að skapa alvarleg viðbrögð víða um heim að sögn fulltrúa Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi. Veiðarnar eiga að hefjast í júní og má veiða 161 samkvæmt rannsókn Hafrannsóknarstofnunar. Morgunblaðið greinir frá því að fyrirtækið hafi að undanförnu staðið fyrir þróun á járnríku fæðubótarefni úr beinum og spiki hvalanna og betri söluhorfur séu nú fyrir kjötið í Japan.Hvalveiðunum víða mótmælt „Það er auðvitað ljóst að þetta eru mikil vonbrigði og þetta verða mikil vonbrigði fyrir alla þá sem eru að vinna með dýravelferð og auðvitað miklu fleiri. Ég trúi því að þetta verði vonbrigði líka fyrir þá sem hafa verið að vinna hér að útflutningsmálum með íslenskan fisk og til dæmis landbúnaðarafurðir á Bandaríkjamarkað og víðar. Menn hafa verið að lenda í vandræðum á þessum mörkuðum af og til á undanförnum árum, vörum hefur til dæmis ekki verið stillt upp með þeim hætti sem að vera skyldi hjá Whole Foods út af þessum hvalveiðum og svo mætti áfram telja. Við höfum auðvitað haft líka alþjóðleg mótmæli, ríkisstjórnir, Evrópusambandið og Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa mótmælt þessu. Ég held að það sem hafi einna helst breyst á þessum tíma frá því að veiðarnar voru stundaðar síðast er að viðhorf Íslendinga til dýravelferðar hefur breyst. Ég trúi því að þessar sprengjuárásir á villt spendýr í hafi að þau samræmist ekki nútíma viðhorfum Íslendinga um dýravelferð,“ segir Sigursteinn Másson fulltrúi Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi.Hefur ekki haft áhrif á ferðaþjónustu Spurður út í hvort að hvalveiðarnar hafi haft áhrif á ferðaþjónustuna segir Sigursteinn: „Ég hafði aldrei mikla trú á því að þetta hefði mikil áhrif á ferðaþjónustuna þó svo að það væri kannski sérstaklega viðkvæmt gagnvart hvalaskoðuninni út af fyrir sig. Það er erfitt að segja hver þróunin hefði verið ef að veiðarnar hefðu ekki átt sér stað. Það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess að þetta hafi bein áhrif á ferðaþjónustuna,“ segir Sigursteinn.
Dýr Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08
Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05