MAST stöðvar hvolpaframleiðslu Dalsmynnisræktunar - með réttu Árni Stefán Árnason skrifar 17. apríl 2018 15:20 Samkvæmt frétt á vef MAST hefur stofnunin stöðvað endanlega hvolpaframleiðslu á Dalsmynni. Ég fagna því. Í upphafi fréttarinnar segir: „Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um stöðvun starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni á grundvelli laga um velferð dýra“. Í kjölfarið útskýrir MAST nánar röksemdir sínar, sem ég hvet lesendur til að kynna sér. Tengil á frétt MAST má finna neðst í þessari skoðun. Ég gagnrýndi þessa hvolpaframleiðslu fyrir nokkrum misserum talsvert opinberlega. Því undi hvolpaframleiðandinn fyrrverandi á Dalsmynni, Ásta SIgurðardóttir ei og krafðist í dómsmáli ómerkingar 9 ummæla minna (hér f neðan) sem endaði með dómi Hæstaréttar Íslands. Niðurstaða Hæstaréttar var kærð til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) hvar málsmeðferðin og dómurinn er til meðferðar. Ég uni því ekki að þau tvö ummæli. sem dæmd voru dauð og ómerk séu það, nema MDE komist að annari niðurstöðu. En hið mikilvæga er þetta. Af 9 ummælum, sem krafist var ómerkingar á voru 7 látin standa af æðsta dómstól landsins og eiga því við um hvolpaframleiðsluna sem nú hefur verið lokað. Miskabótakrafa var dæmd, þó Ásta hafi aldrei geta sýnt fram á neitt tjón. Þvert á móti fullyrti hún að allt neikvætt umtal um hvolpaframleiðsluna rifi upp sölu hjá henni. Ummælin eru þessi og hin feitletruðu þau, sem standa þ.e. eru ekki dæmd dauð og ómerk af Hæstarétti Íslands, hann gerir engar athugasemdir við þau og því áttu þau við um starfsemi Dalsmynnis á þeim tíma þegar dómur féll 17. desember 2015. Nú tveimur og hálfu ári síðar, útrýmir MAST Dalsmynnisvandamálinu. a) „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ b) „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ c) Svofelld ummæli er birtust í fyrirsögn greinar á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Dýraníð að Dalsmynni“ d) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar (sic) allt að tveggja ára fangelsi.“ e) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ f) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ g) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ h) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“ Tengill á frétt MAST Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt frétt á vef MAST hefur stofnunin stöðvað endanlega hvolpaframleiðslu á Dalsmynni. Ég fagna því. Í upphafi fréttarinnar segir: „Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um stöðvun starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni á grundvelli laga um velferð dýra“. Í kjölfarið útskýrir MAST nánar röksemdir sínar, sem ég hvet lesendur til að kynna sér. Tengil á frétt MAST má finna neðst í þessari skoðun. Ég gagnrýndi þessa hvolpaframleiðslu fyrir nokkrum misserum talsvert opinberlega. Því undi hvolpaframleiðandinn fyrrverandi á Dalsmynni, Ásta SIgurðardóttir ei og krafðist í dómsmáli ómerkingar 9 ummæla minna (hér f neðan) sem endaði með dómi Hæstaréttar Íslands. Niðurstaða Hæstaréttar var kærð til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) hvar málsmeðferðin og dómurinn er til meðferðar. Ég uni því ekki að þau tvö ummæli. sem dæmd voru dauð og ómerk séu það, nema MDE komist að annari niðurstöðu. En hið mikilvæga er þetta. Af 9 ummælum, sem krafist var ómerkingar á voru 7 látin standa af æðsta dómstól landsins og eiga því við um hvolpaframleiðsluna sem nú hefur verið lokað. Miskabótakrafa var dæmd, þó Ásta hafi aldrei geta sýnt fram á neitt tjón. Þvert á móti fullyrti hún að allt neikvætt umtal um hvolpaframleiðsluna rifi upp sölu hjá henni. Ummælin eru þessi og hin feitletruðu þau, sem standa þ.e. eru ekki dæmd dauð og ómerk af Hæstarétti Íslands, hann gerir engar athugasemdir við þau og því áttu þau við um starfsemi Dalsmynnis á þeim tíma þegar dómur féll 17. desember 2015. Nú tveimur og hálfu ári síðar, útrýmir MAST Dalsmynnisvandamálinu. a) „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ b) „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ c) Svofelld ummæli er birtust í fyrirsögn greinar á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Dýraníð að Dalsmynni“ d) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar (sic) allt að tveggja ára fangelsi.“ e) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ f) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ g) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ h) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“ Tengill á frétt MAST
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar