Varaþingmaður segist hafa hagað sér skammarlega á Hótel Sögu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2018 14:11 Guðmundur S. Sævarsson segist þegar hafa hafið meðferð vegna áfengisvandamáls síns. Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, segist hafa drukkið úr hófi og hagað sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Fréttablaðið greindi frá því í hádeginu að Guðmundur hefði áreitt konur í veislusalnum með óviðeigandi snertingum þar til fólk hafi fengið nóg. Starfsmaður hótelsins hafi verið kallaður til og vísað honum á dyr. Guðmundur segist í samtali við Vísi hafa beðið tiltekna aðila afsökunar á hegðun sinni. Á sama tíma hafi hann gert þeim ljóst að hann ætti við áfengisvandamál að stríða. Hann myndi leita sér aðstoðar strax, sem hann hafi þegar byrjað að gera. Viðkomandi aðilar hafi þegið afsökunarbeiðni sína sem honum þótti innilega vænt um. Í áætlun Alþingis um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi, frá því í júní í fyrra, segir að allir starfsmenn eigi rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu. Þá segir að á skrifstofu Alþingis verði einelti, kynferðisleg og kyndbundin áreitni eða ofbeldi ekki látið viðgangast. Guðmundur segir lítið annað um málið að segja en hann hafi þegar leitað sér aðstoðar sem fyrr segir. Hvorki náðist í Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, né þingflokksformanninn Ólaf Ísleifsson við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, segist hafa drukkið úr hófi og hagað sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Fréttablaðið greindi frá því í hádeginu að Guðmundur hefði áreitt konur í veislusalnum með óviðeigandi snertingum þar til fólk hafi fengið nóg. Starfsmaður hótelsins hafi verið kallaður til og vísað honum á dyr. Guðmundur segist í samtali við Vísi hafa beðið tiltekna aðila afsökunar á hegðun sinni. Á sama tíma hafi hann gert þeim ljóst að hann ætti við áfengisvandamál að stríða. Hann myndi leita sér aðstoðar strax, sem hann hafi þegar byrjað að gera. Viðkomandi aðilar hafi þegið afsökunarbeiðni sína sem honum þótti innilega vænt um. Í áætlun Alþingis um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi, frá því í júní í fyrra, segir að allir starfsmenn eigi rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu. Þá segir að á skrifstofu Alþingis verði einelti, kynferðisleg og kyndbundin áreitni eða ofbeldi ekki látið viðgangast. Guðmundur segir lítið annað um málið að segja en hann hafi þegar leitað sér aðstoðar sem fyrr segir. Hvorki náðist í Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, né þingflokksformanninn Ólaf Ísleifsson við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira