Rótgrónir Álftnesingar vilja brúa Skerjafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2018 22:15 Svona er brú yfir Skerjafjörð sýnd í stuttmynd Björns Jóns Bragasonar um Skerjabraut. Grafík/Úr mynd um Skerjabraut. Rótgrónir Álftnesingar eru jákvæðir fyrir því að fá brú yfir Skerjafjörð. Tenging yfir fjörðinn gæti stytt aksturstímann úr miðborg Reykjavíkur yfir á Álftanes úr tuttugu mínútum niður í fimm mínútur. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Brú yfir Skerjafjörð til að tengja Álftanes við miðborg Reykjavíkur hefur af og til verið reifuð opinberlega undanfarna áratugi meðal skipulagsfræðinga og áhugamanna um skipulagsmál, og í fyrra gerði Björn Jón Bragason stuttmynd um hugmyndina með grafískum myndum. Loftlínan úr miðborg Reykjavíkur út á Álftanes er ekki nema um þrír kílómetrar, - helmingi styttri en loftlínan úr miðborginni út að Elliðaám. Tenging yfir Skerjafjörð þykir því freistandi kostur.María Sveinsdóttir á Jörfa býr næst þeim stað þar sem hugmyndir eru um að leggja Skerjafjarðarbrautina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Tvær fjölskyldur á Álftanesi eiga rætur þar langt aftur í aldir, að sögn Önnu Ólafsdóttur Björnsson, söguritara þeirra Álftnesinga. Önnur ættin er kennd við Breiðabólsstaði og hin við Gestshús. María Sveinsdóttir á Jörfa er ættuð frá Breiðabólsstöðum. Vill hún fá veg yfir Skerjafjörð? „Mér finnst það þurfa. Mér finnst þetta allt of þröngt og lokað, - bara einn útgangur af Álftanesi. Og mér finnst það bara fyrir Reykjavík líka,“ svarar María. Einar Ólafsson í Gestshúsum er af hinni ættinni og hann styður einnig brú.Einar Ólafsson, útvegsbóndi í Gestshúsum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, ég vil það fyrir mína parta. Ég held það hljóti allir að vilja það. Við sjáum umferðina bara kvölds og morgna,“ svarar Einar. Við spurðum einnig Önnu Ólafsdóttur Björnsson hvað hún héldi um afstöðu íbúa Álftaness: „Það er afskaplega misjafnt eftir fólki. Ég verð að viðurkenna það að ég er alltaf skotnust í hugmyndinni um að fá ferju yfir Skerjafjörðinn. Það er minn draumur, algerlega. Litla, óáreitna, góða ferju,“ svarar Anna. Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En óttast Álftnesingar að brú myndi þýða tugþúsunda manna byggð? „Nei, það þarf ekkert endilega að vera, þó að brautin færi hér einhversstaðar fyrir austan okkur,“ svarar Einar í Gestshúsum. „Það er hægt að þétta hérna. Það er nóg pláss,“ svarar María og bendir á allt óbyggða svæðið í kringum sig. María býr raunar næst þeim stað þar sem vegurinn myndi að líkindum ná landi á Álftanesi. „Það hlýtur að verða meiri byggð hérna. Einhvern veginn sé ég það fyrir mér. Þessi vegur kemur yfir eyrina hérna. Þið sjáið hvað þetta er stórt og mikið svæði. Að leggja veg hérna yfir, það er ekki verið að eyðileggja neitt. Það eru engin hús komin hér. Það er pláss fyrir þetta,“ segir María. Fjallað var um Álftanes í þættinum „Um land allt" í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Skerjafjarðarbrú: Garðabær Reykjavík Skipulag Um land allt Tengdar fréttir Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. 14. apríl 2018 22:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Rótgrónir Álftnesingar eru jákvæðir fyrir því að fá brú yfir Skerjafjörð. Tenging yfir fjörðinn gæti stytt aksturstímann úr miðborg Reykjavíkur yfir á Álftanes úr tuttugu mínútum niður í fimm mínútur. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Brú yfir Skerjafjörð til að tengja Álftanes við miðborg Reykjavíkur hefur af og til verið reifuð opinberlega undanfarna áratugi meðal skipulagsfræðinga og áhugamanna um skipulagsmál, og í fyrra gerði Björn Jón Bragason stuttmynd um hugmyndina með grafískum myndum. Loftlínan úr miðborg Reykjavíkur út á Álftanes er ekki nema um þrír kílómetrar, - helmingi styttri en loftlínan úr miðborginni út að Elliðaám. Tenging yfir Skerjafjörð þykir því freistandi kostur.María Sveinsdóttir á Jörfa býr næst þeim stað þar sem hugmyndir eru um að leggja Skerjafjarðarbrautina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Tvær fjölskyldur á Álftanesi eiga rætur þar langt aftur í aldir, að sögn Önnu Ólafsdóttur Björnsson, söguritara þeirra Álftnesinga. Önnur ættin er kennd við Breiðabólsstaði og hin við Gestshús. María Sveinsdóttir á Jörfa er ættuð frá Breiðabólsstöðum. Vill hún fá veg yfir Skerjafjörð? „Mér finnst það þurfa. Mér finnst þetta allt of þröngt og lokað, - bara einn útgangur af Álftanesi. Og mér finnst það bara fyrir Reykjavík líka,“ svarar María. Einar Ólafsson í Gestshúsum er af hinni ættinni og hann styður einnig brú.Einar Ólafsson, útvegsbóndi í Gestshúsum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, ég vil það fyrir mína parta. Ég held það hljóti allir að vilja það. Við sjáum umferðina bara kvölds og morgna,“ svarar Einar. Við spurðum einnig Önnu Ólafsdóttur Björnsson hvað hún héldi um afstöðu íbúa Álftaness: „Það er afskaplega misjafnt eftir fólki. Ég verð að viðurkenna það að ég er alltaf skotnust í hugmyndinni um að fá ferju yfir Skerjafjörðinn. Það er minn draumur, algerlega. Litla, óáreitna, góða ferju,“ svarar Anna. Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En óttast Álftnesingar að brú myndi þýða tugþúsunda manna byggð? „Nei, það þarf ekkert endilega að vera, þó að brautin færi hér einhversstaðar fyrir austan okkur,“ svarar Einar í Gestshúsum. „Það er hægt að þétta hérna. Það er nóg pláss,“ svarar María og bendir á allt óbyggða svæðið í kringum sig. María býr raunar næst þeim stað þar sem vegurinn myndi að líkindum ná landi á Álftanesi. „Það hlýtur að verða meiri byggð hérna. Einhvern veginn sé ég það fyrir mér. Þessi vegur kemur yfir eyrina hérna. Þið sjáið hvað þetta er stórt og mikið svæði. Að leggja veg hérna yfir, það er ekki verið að eyðileggja neitt. Það eru engin hús komin hér. Það er pláss fyrir þetta,“ segir María. Fjallað var um Álftanes í þættinum „Um land allt" í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Skerjafjarðarbrú:
Garðabær Reykjavík Skipulag Um land allt Tengdar fréttir Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. 14. apríl 2018 22:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. 14. apríl 2018 22:30