Sturlaður tenniskappi hellti sér yfir óheppnasta dómara tennissögunnar | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. apríl 2018 23:30 Donaldson lætur Gabas heyra það. vísir/getty Einn efnilegasti tenniskappi heims, Bandaríkjamaðurinn Jared Donaldson, missti algjörlega stjórn á skapi sínu í leik í gær. Donaldson var að tapa gegn Albert Romas-Vinolas er hann var afar ósáttur við dóm hjá dómaranum. Dómarinn vildi meina að uppgjöf hefði verið inni en Donaldson sagði það sjást á vellinum að boltinn hefði verið úti. Þeir rifust um þetta atvik í rúma mínútu og var Donaldson mjög ógnandi í sinni hegðun eins og sjá má hér að neðan.Wow @JaredD@ATPWorldTourpic.twitter.com/MIxtduJMGO — Ardeal (@UnArdeal) April 16, 2018 Donaldson nýtti hvert tækifæri til þess að drulla yfir dómarann áður en leik lauk. Hann tapaði leiknum og yfirgaf svæðið án þess að taka í hönd dómarans. Endursýningar leiddu í ljós að Donaldson hafði rétt fyrir sér. Boltinn var vissulega úti en þar sem hann var að skíttapa leiknum á þessum tímapunkti hefði það líklega engu breytt þó hann hefði fengið réttan dóm þarna. Arnaud Gabas dómari er því aftur í heimsfréttunum en hann var svo óheppinn að verða fyrir pirringsskoti Denis Shapovalov í febrúar á síðasta ári. Dómarinn fékk þá boltann fast í augað og varð að fara í aðgerð á auganu. Hann var heppinn að ekki for verr í því tilviki. Miðað við þennan dóm virðist sú aðgerð ekki hafa heppnast nægilega vel. Þess má geta að Gabas og drengurinn sem skaut boltanum í andlitið á honum náðu sáttum og eru góðir vinir í dag.ICYMI, Denis Shapovalov hits a ball out of anger that accidentally hits the chair umpire in the eye during @daviscuppic.twitter.com/ZBadhJmnww — Tennis Channel (@TennisChannel) February 7, 2017 Tennis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
Einn efnilegasti tenniskappi heims, Bandaríkjamaðurinn Jared Donaldson, missti algjörlega stjórn á skapi sínu í leik í gær. Donaldson var að tapa gegn Albert Romas-Vinolas er hann var afar ósáttur við dóm hjá dómaranum. Dómarinn vildi meina að uppgjöf hefði verið inni en Donaldson sagði það sjást á vellinum að boltinn hefði verið úti. Þeir rifust um þetta atvik í rúma mínútu og var Donaldson mjög ógnandi í sinni hegðun eins og sjá má hér að neðan.Wow @JaredD@ATPWorldTourpic.twitter.com/MIxtduJMGO — Ardeal (@UnArdeal) April 16, 2018 Donaldson nýtti hvert tækifæri til þess að drulla yfir dómarann áður en leik lauk. Hann tapaði leiknum og yfirgaf svæðið án þess að taka í hönd dómarans. Endursýningar leiddu í ljós að Donaldson hafði rétt fyrir sér. Boltinn var vissulega úti en þar sem hann var að skíttapa leiknum á þessum tímapunkti hefði það líklega engu breytt þó hann hefði fengið réttan dóm þarna. Arnaud Gabas dómari er því aftur í heimsfréttunum en hann var svo óheppinn að verða fyrir pirringsskoti Denis Shapovalov í febrúar á síðasta ári. Dómarinn fékk þá boltann fast í augað og varð að fara í aðgerð á auganu. Hann var heppinn að ekki for verr í því tilviki. Miðað við þennan dóm virðist sú aðgerð ekki hafa heppnast nægilega vel. Þess má geta að Gabas og drengurinn sem skaut boltanum í andlitið á honum náðu sáttum og eru góðir vinir í dag.ICYMI, Denis Shapovalov hits a ball out of anger that accidentally hits the chair umpire in the eye during @daviscuppic.twitter.com/ZBadhJmnww — Tennis Channel (@TennisChannel) February 7, 2017
Tennis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira