Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2018 10:28 Samkvæmt tölum yfir brottfarir erlendra farþega frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2017 varð 24,2 prósent aukning frá árinu á undan. Vísir/Stefán Svo gæti farið að fjöldi ferðamanna sem heimsækja Íslands árið 2018 verði sambærilegur fjölda ferðamanna sem kom hingað til lands árið 2016, ef marka má rannsókn íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine. Fjöldi ferðamanna fari því minnkandi í takt við dvínandi áhuga þeirra á Íslandi, samkvæmt gögnum úr Google-leitarvélinni.Geta gögn úr leitarvélum spáð fyrir um ferðamannastraum? Þór Matthíasson, auglýsingastjóri vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine, birti gagnagreiningu á heimasíðu fyrirtækisins þann 13. apríl síðastliðinn. Í greiningu Þórs var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands en áhugi á tilteknu fyrirbæri er oft mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. Þannig var lagt upp með að svara því hvort áhugi ferðamanna á Íslandi fari dvínandi og hvort að fækkun verði á ferðamönnum á Íslandi árið 2018 vegna þess. Einblínt á frasann „flug til Íslands“ Áður en ferðamaður ákveður að koma til Íslands vinnur hann nefnilega ákveðna rannsóknarvinnu í gegnum leitarvélar eins og Google og Bing. Viðkomandi kynnir sér atriði á borð við veður á Íslandi, dagsferðir sem eru í boði og kennileiti sem vert er að skoða.Sjá einnig: Hægðist mjög á fjölgun ferðamanna Í greiningu Þórs var einblínt á frasann „flug til Íslands“ en hann þykir koma áhuga fólks á að ferðast hingað til lands einna best til skila. Þá var einnig miðað við að þegar áhugi á ferðum til Íslands er skoðaður þarf að hafa í huga að farið er í ferðalagið sjálft nokkrum mánuðum eftir leitina. Þannig má sjá á gröfum sem fylgja greiningu Þórs að flestar leitir að frasanum „flugi til Íslands“ eru gerðar í janúar - en flestir ferðamenn koma til Íslands í ágúst.Áhugi ferðamanna á ferðum hingað til lands var mældur með tíðni leita erlendis frá að flugi til Íslands.Mynd/The EngineÞegar gröf yfir þessa þætti eru lögð saman má sjá ákveðna þróun en samkvæmt grafinu hér að ofan virðist áhugi á Íslandi og rauntölur yfir ferðamenn fylgjast að, þ.e. leit að flugum til Íslands skilar sér í ferðamönnum eftir tiltekinn tíma.Ferðamannaárið 2018 gæti orðið svipað og 2016 Niðurstaða rannsóknarinnar er því sú að áhugi á að ferðast til Íslands, sem mældur er með leit að hugtakinu „flug til Íslands“, hefur sterka fylgni við eiginlegan ferðamannastraum til Íslands. Þá lítur enn fremur út fyrir, samkvæmt áðurtöldum gögnum, að ferðamannafjöldi árið 2018 geti orðið svipaður og árið 2016. Þór segir þó að taka verði niðurstöðunum með nokkrum fyrirvara, um sé að ræða getgátur á þessu stigi málsins og þannig gerir rannsóknin ekki ráð fyrir fjölgun kínverskra ferðamanna til Íslands en þeir nota Google-leitarvélina lítið. Þá er einnig horft á „eitt stórt meðaltal“ og ferðamenn fylgja ekki allir áðurnefndu mynstri, Bretar eru t.d. stór hluti af þeim sem leita að flugi til Íslands í janúar en koma flestir til Íslands í febrúar. Ferðamennska á Íslandi Google Tengdar fréttir Ferðamenn á Íslandi í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna Nýjustu tölur frá vinsælum ferðamannastöðum hér á landi sýna að 30-55 prósent ferðamanna þykir fjöldi ferðamanna of mikill. 8. apríl 2018 22:34 Hægðist mjög á fjölgun ferðamanna Samtals fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi um 24 prósent milli ára, en árið á undan því var fjölgunin 40 prósent. 16. janúar 2018 12:34 Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Svo gæti farið að fjöldi ferðamanna sem heimsækja Íslands árið 2018 verði sambærilegur fjölda ferðamanna sem kom hingað til lands árið 2016, ef marka má rannsókn íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine. Fjöldi ferðamanna fari því minnkandi í takt við dvínandi áhuga þeirra á Íslandi, samkvæmt gögnum úr Google-leitarvélinni.Geta gögn úr leitarvélum spáð fyrir um ferðamannastraum? Þór Matthíasson, auglýsingastjóri vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine, birti gagnagreiningu á heimasíðu fyrirtækisins þann 13. apríl síðastliðinn. Í greiningu Þórs var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands en áhugi á tilteknu fyrirbæri er oft mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. Þannig var lagt upp með að svara því hvort áhugi ferðamanna á Íslandi fari dvínandi og hvort að fækkun verði á ferðamönnum á Íslandi árið 2018 vegna þess. Einblínt á frasann „flug til Íslands“ Áður en ferðamaður ákveður að koma til Íslands vinnur hann nefnilega ákveðna rannsóknarvinnu í gegnum leitarvélar eins og Google og Bing. Viðkomandi kynnir sér atriði á borð við veður á Íslandi, dagsferðir sem eru í boði og kennileiti sem vert er að skoða.Sjá einnig: Hægðist mjög á fjölgun ferðamanna Í greiningu Þórs var einblínt á frasann „flug til Íslands“ en hann þykir koma áhuga fólks á að ferðast hingað til lands einna best til skila. Þá var einnig miðað við að þegar áhugi á ferðum til Íslands er skoðaður þarf að hafa í huga að farið er í ferðalagið sjálft nokkrum mánuðum eftir leitina. Þannig má sjá á gröfum sem fylgja greiningu Þórs að flestar leitir að frasanum „flugi til Íslands“ eru gerðar í janúar - en flestir ferðamenn koma til Íslands í ágúst.Áhugi ferðamanna á ferðum hingað til lands var mældur með tíðni leita erlendis frá að flugi til Íslands.Mynd/The EngineÞegar gröf yfir þessa þætti eru lögð saman má sjá ákveðna þróun en samkvæmt grafinu hér að ofan virðist áhugi á Íslandi og rauntölur yfir ferðamenn fylgjast að, þ.e. leit að flugum til Íslands skilar sér í ferðamönnum eftir tiltekinn tíma.Ferðamannaárið 2018 gæti orðið svipað og 2016 Niðurstaða rannsóknarinnar er því sú að áhugi á að ferðast til Íslands, sem mældur er með leit að hugtakinu „flug til Íslands“, hefur sterka fylgni við eiginlegan ferðamannastraum til Íslands. Þá lítur enn fremur út fyrir, samkvæmt áðurtöldum gögnum, að ferðamannafjöldi árið 2018 geti orðið svipaður og árið 2016. Þór segir þó að taka verði niðurstöðunum með nokkrum fyrirvara, um sé að ræða getgátur á þessu stigi málsins og þannig gerir rannsóknin ekki ráð fyrir fjölgun kínverskra ferðamanna til Íslands en þeir nota Google-leitarvélina lítið. Þá er einnig horft á „eitt stórt meðaltal“ og ferðamenn fylgja ekki allir áðurnefndu mynstri, Bretar eru t.d. stór hluti af þeim sem leita að flugi til Íslands í janúar en koma flestir til Íslands í febrúar.
Ferðamennska á Íslandi Google Tengdar fréttir Ferðamenn á Íslandi í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna Nýjustu tölur frá vinsælum ferðamannastöðum hér á landi sýna að 30-55 prósent ferðamanna þykir fjöldi ferðamanna of mikill. 8. apríl 2018 22:34 Hægðist mjög á fjölgun ferðamanna Samtals fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi um 24 prósent milli ára, en árið á undan því var fjölgunin 40 prósent. 16. janúar 2018 12:34 Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Ferðamenn á Íslandi í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna Nýjustu tölur frá vinsælum ferðamannastöðum hér á landi sýna að 30-55 prósent ferðamanna þykir fjöldi ferðamanna of mikill. 8. apríl 2018 22:34
Hægðist mjög á fjölgun ferðamanna Samtals fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi um 24 prósent milli ára, en árið á undan því var fjölgunin 40 prósent. 16. janúar 2018 12:34
Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent