Viðskipti innlent

Kveikt á fyrsta ofninum á Bakka í vikunni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Talsvert er síðan hráefni til framleiðslu tók að berast á Bakka
Talsvert er síðan hráefni til framleiðslu tók að berast á Bakka Vísir/Jói K
Stjórnendur kísilvers PCC á Bakka við Húsavík segja að uppsetning versins miði vel áfram. Ætla má að ofn 1, sem kallaður er Birta, verði gangsettur um miðja vikuna.

Á vef PCC segir að byrjað verði „mjög rólega,“ eins og það er orðað og ofninn svo „keyrður upp hægt og stöðugt í nokkra daga án hráefna til að baka fóðringu ofnsins.“

Eftir það verði byrjað að bæta hráefnum í ofninn. Reikna má með að rúm vika líði frá því að byrjað er að hita ofninn þar til fyrsta kísilmálminum verður tappað af honum.

Sjá einnig: Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu

„PCC BakkiSilicon leggur mikla áherslu á að umhverfismál séu í lagi og ónæði af uppkeyrslu kísilversins verði sem allra minnst fyrir nærsamfélagið,“ segir á vef PCC og bætt við að reykhreinsivirki versins verði tekið strax í notkun, ólíkt því sem kom fram á opnum fundi á Húsavík í lok janúar. Það verði vonandi, að sögn PCC, til þess að minnka umhverfisáhrif af uppkeyrslunni.

Endanleg dagsetning gangsetningar kísilversins liggur ekki fyrir á þessari stundu.


Tengdar fréttir

Hagfræðidoktor meðal verkamanna á Húsavík

Gangsetning PCC á Bakka frestast enn. Þjóðerni starfsmannanna eru hátt á annan tug og menntunarstigið fjölbreytt. Meðal verkamanna eru doktor í hagfræði, hjúkrunarfræðingur, meistari í efnafræði og meistari í enskum bókmenntum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×