BrewDog stefnir á að opna bar á Íslandi Benedikt Bóas skrifar 16. apríl 2018 06:00 James Watt, annar stofnenda BrewDog-brugghússins sem boðar komu sína til Íslands. Vísir/Getty Brugghúsið BrewDog hefur tilkynnt að það ætli að opna bari í Suður-Kóreu, á Spáni og Íslandi. Stofnendur BrewDog, James Watt og Martin Dickie, uppljóstruðu áætlunum fyrirtækisins á hinum árlega General Mayhem fundi í Aberdeen í Skotlandi fyrir framan 8.000 manns. Alls ætlar BrewDog að opna 17 nýja bari á árinu. Sex verða í Skotlandi, fjórir á Englandi og sjö víða um heim, meðal annars í Reykjavík. Auk þess að tilkynna útrás BrewDog um heiminn upplýstu þeir Watt og Dickie að salan hefði aukist um 78 prósent á milli ára og veltan um 55 prósent. Það er því von á risa inn á barmarkaðinn hér á landi.Sjá einnig: Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Guðfinnur Sölvi Karlsson, löngum þekktur sem Finni, sem á og rekur Prikið segist ekkert kvíða komu BrewDog á íslenskan bar- og bjórmarkað. „Þeir eru velkomnir á markaðinn og vonandi verða þeir bara í stuði. Einn BrewDog verður gott innlegg í barflóruna hér á landi. Hefur kannski áhrif á einhverja án þess að ég viti það. Kannski endar það þannig að við kaupum af þeim bjór og bjóðum upp á ódýran gæðabjór frá BrewDog,“ segir hann. Finni vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að þetta jafnist á við komu Costco til landsins.BrewDog er gríðarlega stórt brugghús og einn fyrsti IPA-bjórinn sem Íslendingar gátu keypt í ÁTVR var einmitt frá fyrirtækinu. Jafnvel væri hægt að orða það sem svo að IPA-klikkunin sé þeim að kennaVísir/getty Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Brugghúsið BrewDog hefur tilkynnt að það ætli að opna bari í Suður-Kóreu, á Spáni og Íslandi. Stofnendur BrewDog, James Watt og Martin Dickie, uppljóstruðu áætlunum fyrirtækisins á hinum árlega General Mayhem fundi í Aberdeen í Skotlandi fyrir framan 8.000 manns. Alls ætlar BrewDog að opna 17 nýja bari á árinu. Sex verða í Skotlandi, fjórir á Englandi og sjö víða um heim, meðal annars í Reykjavík. Auk þess að tilkynna útrás BrewDog um heiminn upplýstu þeir Watt og Dickie að salan hefði aukist um 78 prósent á milli ára og veltan um 55 prósent. Það er því von á risa inn á barmarkaðinn hér á landi.Sjá einnig: Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Guðfinnur Sölvi Karlsson, löngum þekktur sem Finni, sem á og rekur Prikið segist ekkert kvíða komu BrewDog á íslenskan bar- og bjórmarkað. „Þeir eru velkomnir á markaðinn og vonandi verða þeir bara í stuði. Einn BrewDog verður gott innlegg í barflóruna hér á landi. Hefur kannski áhrif á einhverja án þess að ég viti það. Kannski endar það þannig að við kaupum af þeim bjór og bjóðum upp á ódýran gæðabjór frá BrewDog,“ segir hann. Finni vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að þetta jafnist á við komu Costco til landsins.BrewDog er gríðarlega stórt brugghús og einn fyrsti IPA-bjórinn sem Íslendingar gátu keypt í ÁTVR var einmitt frá fyrirtækinu. Jafnvel væri hægt að orða það sem svo að IPA-klikkunin sé þeim að kennaVísir/getty
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15