Vettel verður á ráspól í Kína Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2018 08:41 Sebastian Vettel fagnar sigri í morgun. Vísir/Getty Sebastian Vettel verður fremstur á ráspól þegar ræst verður í Kína í fyrramálið, þriðju keppni tímabilsins í Formúlu 1. Vettel hefur unnið fyrstu tvær keppnir tímabilsins og því þegar kominn með þægilega sautján stiga forystu í stigakeppni ökuþóra. Vettel, sem ekur á Ferrari, náði besta tímanum í morgun í blálok tímatökunnar, rétt eins og í Barein um síðustu helgi. Kimi Raikkönen, félagi Vettel hjá Ferrari, var í forystu þangað til og mátti sætta sig við að hafna í öðru sæti. Mercedes lenti hins vegar í basli og náði ekki að halda í við Ferrari í morgun. Valtteri Bottas verður þriðji og heimsmeistarinn Lewis Hamilton fjórði. Hamilton þarf því að aka vel í keppninni á morgun til að gefa ekki enn frekar eftir í baráttunni við Vettel um heimsmeistaratitilinn - sem báðir hafa unnið fjórum sinnum á ferlinum. Red Bull kom næst þar á eftir. Max Verstappen verður fimmti á ráspól og Daniel Ricciardo sjötti. Hér má sjá niðurstöðuna í tímatökunum á morgun. Sýnt verður beint frá kappastrinum á Stöð 2 Sport klukkan 05.50 í fyrramálið. Formúla Tengdar fréttir Upphitun: Öll pressan komin á Hamilton Sebastian Vettel vann fyrstu tvær keppnir ársins og skildi Lewis Hamilton eftir með sárt ennið. Mercedes virðist vera með hraðskreiðari bíl en Ferrari en nú þarf Hamilton að sýna það í verki um helgina. 13. apríl 2018 15:15 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel verður fremstur á ráspól þegar ræst verður í Kína í fyrramálið, þriðju keppni tímabilsins í Formúlu 1. Vettel hefur unnið fyrstu tvær keppnir tímabilsins og því þegar kominn með þægilega sautján stiga forystu í stigakeppni ökuþóra. Vettel, sem ekur á Ferrari, náði besta tímanum í morgun í blálok tímatökunnar, rétt eins og í Barein um síðustu helgi. Kimi Raikkönen, félagi Vettel hjá Ferrari, var í forystu þangað til og mátti sætta sig við að hafna í öðru sæti. Mercedes lenti hins vegar í basli og náði ekki að halda í við Ferrari í morgun. Valtteri Bottas verður þriðji og heimsmeistarinn Lewis Hamilton fjórði. Hamilton þarf því að aka vel í keppninni á morgun til að gefa ekki enn frekar eftir í baráttunni við Vettel um heimsmeistaratitilinn - sem báðir hafa unnið fjórum sinnum á ferlinum. Red Bull kom næst þar á eftir. Max Verstappen verður fimmti á ráspól og Daniel Ricciardo sjötti. Hér má sjá niðurstöðuna í tímatökunum á morgun. Sýnt verður beint frá kappastrinum á Stöð 2 Sport klukkan 05.50 í fyrramálið.
Formúla Tengdar fréttir Upphitun: Öll pressan komin á Hamilton Sebastian Vettel vann fyrstu tvær keppnir ársins og skildi Lewis Hamilton eftir með sárt ennið. Mercedes virðist vera með hraðskreiðari bíl en Ferrari en nú þarf Hamilton að sýna það í verki um helgina. 13. apríl 2018 15:15 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Upphitun: Öll pressan komin á Hamilton Sebastian Vettel vann fyrstu tvær keppnir ársins og skildi Lewis Hamilton eftir með sárt ennið. Mercedes virðist vera með hraðskreiðari bíl en Ferrari en nú þarf Hamilton að sýna það í verki um helgina. 13. apríl 2018 15:15