Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 12:45 Comey hefur meðal annars borið um að Trump hafi beðið hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans, falla niður í fyrra. Vísir/AFP Hörð gagnrýni James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, á Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist ekki leggjast vel í þann síðarnefnd. Trump kallar Comey „óþokka“, lekara og lygara í heiftúðlegum tístum nú í morgun. Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta kafla úr nýrri bók frá Comey sem er væntanleg á þriðjudag. Þar segir Comey að forsetinn sé „ósiðlegur“ og „óbundinn sannleikanum“. Trump rak Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu í maí í fyrra. Repúblikanar hafa þegar dregið upp áætlun til að mæta Comey í fjölmiðlum, meðal annars með því að brennimerkja hann sem lygara. Leiða má líkum að því að fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið kveikjan að tveimur tístum Trump um Comey í morgun sem eru sérstaklega harðorð, jafnvel á hans mælikvarða. „James Comey er staðfestur LEKARI og LYGARI. Svo gott sem allir í Washington töldu að hann ætti að vera rekinn fyrir ömurlegt starf þangað til hann var í reynd rekinn. Hann lak TRÚNAÐAR upplýsingum sem ætti að vera sóttur til saka fyrir. Hann laug eiðsvarinn að þinginu,“ básúnaði Trump í fyrra tístinu. Hann fylgdi því eftir skömmu síðar og lét gaminn áfram geisa um Comey. „Hann var veikur og ósannsögull óþokki [e. slime ball] sem var eins og tíminn hefur leitt í ljós hræðilegur forstjóri FBI,“ tísti Trump og sagði að meðhöndlun Comey á rannsókninni á Hillary Clinton, sem Trump kallar sem fyrr „spillta“, hafi verið eitt mesta klúður sögunnar. „Það var mér mikill heiður að reka James Comey!“ segir Trump.Skjáskot/TwitterEkkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Comey hafi gerst sekur um að leka trúnaðarupplýsingum sem honum var treyst fyrir í starfi eins og Trump staðhæfir. Hins vegar sagði Comey sjálfur þegar hann sat fyrir svörum hjá þingnefnd að hann hafi leyft vini sínum að segja fjölmiðlum frá efni samtala hans við Trump í fyrra. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur farið með fleipur í tengslum við samskipti sín við Comey. Í fyrra gaf forsetinn sterklega í skyn að til væru upptökur af samtölum þeirra í Hvíta húsinu og því ætti Comey að gæta orða sinna. Einhverju síðar neyddist Trump þó til að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til. Donald Trump Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Hörð gagnrýni James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, á Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist ekki leggjast vel í þann síðarnefnd. Trump kallar Comey „óþokka“, lekara og lygara í heiftúðlegum tístum nú í morgun. Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta kafla úr nýrri bók frá Comey sem er væntanleg á þriðjudag. Þar segir Comey að forsetinn sé „ósiðlegur“ og „óbundinn sannleikanum“. Trump rak Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu í maí í fyrra. Repúblikanar hafa þegar dregið upp áætlun til að mæta Comey í fjölmiðlum, meðal annars með því að brennimerkja hann sem lygara. Leiða má líkum að því að fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið kveikjan að tveimur tístum Trump um Comey í morgun sem eru sérstaklega harðorð, jafnvel á hans mælikvarða. „James Comey er staðfestur LEKARI og LYGARI. Svo gott sem allir í Washington töldu að hann ætti að vera rekinn fyrir ömurlegt starf þangað til hann var í reynd rekinn. Hann lak TRÚNAÐAR upplýsingum sem ætti að vera sóttur til saka fyrir. Hann laug eiðsvarinn að þinginu,“ básúnaði Trump í fyrra tístinu. Hann fylgdi því eftir skömmu síðar og lét gaminn áfram geisa um Comey. „Hann var veikur og ósannsögull óþokki [e. slime ball] sem var eins og tíminn hefur leitt í ljós hræðilegur forstjóri FBI,“ tísti Trump og sagði að meðhöndlun Comey á rannsókninni á Hillary Clinton, sem Trump kallar sem fyrr „spillta“, hafi verið eitt mesta klúður sögunnar. „Það var mér mikill heiður að reka James Comey!“ segir Trump.Skjáskot/TwitterEkkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Comey hafi gerst sekur um að leka trúnaðarupplýsingum sem honum var treyst fyrir í starfi eins og Trump staðhæfir. Hins vegar sagði Comey sjálfur þegar hann sat fyrir svörum hjá þingnefnd að hann hafi leyft vini sínum að segja fjölmiðlum frá efni samtala hans við Trump í fyrra. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur farið með fleipur í tengslum við samskipti sín við Comey. Í fyrra gaf forsetinn sterklega í skyn að til væru upptökur af samtölum þeirra í Hvíta húsinu og því ætti Comey að gæta orða sinna. Einhverju síðar neyddist Trump þó til að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til.
Donald Trump Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35