Viðkvæmir hálfguðir Þórlindur Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 07:00 Fyrr á öldum dýrkaði fólk alls konar fornar hetjur, guði og hálfguði. Þetta er liðin tíð. Þess í stað dýrkum við kvikmyndastjörnur og íþróttamenn. Þetta er ástæða þess að það er eftir miklu að slægjast fyrir þá sem ná langt á sviði dægurmenningar og íþrótta. Besta íþróttafólk í heimi nýtur ekki bara frægðar heldur líka ríkidæmis og virðingar. Tilvera íþróttamannsins er hins vegar býsna brothætt, og aðeins örfáir þeirra allra bestu búa við eitthvað sem kalla mætti starfsöryggi. Hjá öllum öðrum má ekkert út af bregða. Fyrir þá sem hafa íþróttir að atvinnu eru alvarleg meiðsl þess vegna meiriháttar áhætta sem getur sett lífsafkomu og framtíðarmöguleika íþróttamannsins í algjört uppnám. Sem betur fer hefur læknavísindunum fleygt fram og meiðsl sem voru vís til þess að binda enda á leikmannsferil fyrir tuttugu og fimm árum eru í dag viðráðanleg. Slitnum krossböndum eru tjaslað saman og alls konar beinbrot og álagsmeiðsli eru löguð og leikmennirnir endurhæfðir.Taugar þandar En meiðsli geta verið meiri og alvarlegri heldur en brotin bein. Í hafnaboltanum bandaríska eru verðmætustu leikmennirnir þeir sem kasta boltanum þannig í átt að andstæðingnum að erfitt eða ómögulegt er að hitta hann með kylfunni. Bestu kastararnir í hafnaboltanum eru með hæst launuðu íþróttamönnum heims, og fá borgað sem nemur verðmæti góðs úthafstogara á hverju ári fyrir að hafa þennan hæfileika og halda honum við. Starf kastarans krefst ótrúlegrar nákvæmni og styrks. Góður kastari er fær um að hitta örlítið skotmark með litlum bolta á tuttugu metra færi, allt að hundrað sinnum í leik. Boltinn er á stærð við lítinn hnoðaðan snjóbolta, og þeir sem hafa reynt að hitta ljósastaur hinum megin við götuna vita að það er ekki sjálfgefið. Kastari í hafnabolta þarf að geta kastað þessum litla bolta á allt að hundrað og sextíu kílómetra hraða með snúningi og vera fær um að hitta í ljósastaurinn í hvert einasta skipti af tuttugu metra færi. Til samanburðar þá er venjuleg gata í íbúðabyggð í kringum níu metra breið. Meðal kastara í hafnabolta er óttinn við meiðsli vitaskuld mikill. Það er ekki lítið áfall ef leikmaður á slíkum launum verður óvinnufær í lengri eða skemmri tíma. Og þar sem kastararnir þurfa að búa yfir mikilli nákvæmni þá má lítið út af bregða. Dæmi eru um að leikmenn missi úr nokkrar vikur vegna þess að nögl hefur rifnað eða lítil sár myndast á óheppilegum stað á höndinni. Við slík smávægileg meiðsli getur frábær leikmaður skyndilega orðið algjörlega gagnslaus, og jafnvel skaðlegur fyrir framgang liðsins. Þegar svona mikillar nákvæmni er krafist þurfa taugarnar líka að vera í lagi. Það getur verið mikið álag, tugir þúsunda áhorfenda og milljónir heima í stofu—og kastarinn stendur einn með boltann og þarf að hitta kókdós í tuttugu metra fjarlægð. Þeir bestu eru því ekki bara með óvenjulega líkamlega getu—þeir þurfa að hafa algjörar stáltaugar og óbilandi sjálfstraust. Og það er einmitt þetta sem þeir óttast mest af öllu að missa. Sálarmeinin eru verst Hættulegustu „meiðsl“ kastara í hafnabolta hafa nefnilega ekkert með líkamana að gera. Það sem þeir óttast mest af öllu er að missa skyndilega hæfileikann til þess að framkvæma þá hreyfingu sem þeir hafa framkvæmt sjálfkrafa alla sína ævi. Mörg dæmi eru um yfirburðaleikmenn sem skyndilega missa þennan hæfileika—eins og geimverur hafi sogað hann út úr þeim. Þá standa þeir úti á vellinum, svitna köldum svita, hjartað hamast, þeim sortnar fyrir augum og ekkert getur bjargað þeim annað en þjálfarinn sem miskunnarlega tekur þá út af og sendir í bað. Ekkert amar að þeim líkamlega. Það er andlegi þátturinn sem gefur sig—og þegar leikmaður hefur einu sinni fengið snert af þessu heilkenni þá verður hann oftast nær heltekinn af þeim ótta það sem eftir lifir ferilsins. Og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem leikmenn hafa þorað að tala um þennan ótta og liðin hafa bætt ýmiss konar sálfræðiþjónustu við hefðbundið æfingaprógramm leikmanna. Venjulega fólkið Undanfarið hafa ýmsir íþróttamenn ákveðið að tala opinberlega um ýmis andleg vandamál og veikindi sem þeir hafa þurft að kljást við. NBA stjarnan Kevin Love lýsti því fyrr í haust hvernig hann fékk taugaáfall í miðjum leik. Sundkappinn Michael Phelps hefur lýst baráttu sinni við þunglyndi og kvíða. Hafnaboltaleikmaðurinn CC Sabathia hefur lýst baráttu sinni við Bakkus á einlægan hátt. Þessir hálfguðir samtímans eru eflaust ekki jafnharðir og leikmenn íslenskra gullaldarliða í fótbolta—en það kann að vera að einlægar lýsingar þeirra á því hvernig þeir hafa glímt við og sigrast á alls konar andlegum erfiðleikum geti hjálpað okkur venjulegu mönnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fyrr á öldum dýrkaði fólk alls konar fornar hetjur, guði og hálfguði. Þetta er liðin tíð. Þess í stað dýrkum við kvikmyndastjörnur og íþróttamenn. Þetta er ástæða þess að það er eftir miklu að slægjast fyrir þá sem ná langt á sviði dægurmenningar og íþrótta. Besta íþróttafólk í heimi nýtur ekki bara frægðar heldur líka ríkidæmis og virðingar. Tilvera íþróttamannsins er hins vegar býsna brothætt, og aðeins örfáir þeirra allra bestu búa við eitthvað sem kalla mætti starfsöryggi. Hjá öllum öðrum má ekkert út af bregða. Fyrir þá sem hafa íþróttir að atvinnu eru alvarleg meiðsl þess vegna meiriháttar áhætta sem getur sett lífsafkomu og framtíðarmöguleika íþróttamannsins í algjört uppnám. Sem betur fer hefur læknavísindunum fleygt fram og meiðsl sem voru vís til þess að binda enda á leikmannsferil fyrir tuttugu og fimm árum eru í dag viðráðanleg. Slitnum krossböndum eru tjaslað saman og alls konar beinbrot og álagsmeiðsli eru löguð og leikmennirnir endurhæfðir.Taugar þandar En meiðsli geta verið meiri og alvarlegri heldur en brotin bein. Í hafnaboltanum bandaríska eru verðmætustu leikmennirnir þeir sem kasta boltanum þannig í átt að andstæðingnum að erfitt eða ómögulegt er að hitta hann með kylfunni. Bestu kastararnir í hafnaboltanum eru með hæst launuðu íþróttamönnum heims, og fá borgað sem nemur verðmæti góðs úthafstogara á hverju ári fyrir að hafa þennan hæfileika og halda honum við. Starf kastarans krefst ótrúlegrar nákvæmni og styrks. Góður kastari er fær um að hitta örlítið skotmark með litlum bolta á tuttugu metra færi, allt að hundrað sinnum í leik. Boltinn er á stærð við lítinn hnoðaðan snjóbolta, og þeir sem hafa reynt að hitta ljósastaur hinum megin við götuna vita að það er ekki sjálfgefið. Kastari í hafnabolta þarf að geta kastað þessum litla bolta á allt að hundrað og sextíu kílómetra hraða með snúningi og vera fær um að hitta í ljósastaurinn í hvert einasta skipti af tuttugu metra færi. Til samanburðar þá er venjuleg gata í íbúðabyggð í kringum níu metra breið. Meðal kastara í hafnabolta er óttinn við meiðsli vitaskuld mikill. Það er ekki lítið áfall ef leikmaður á slíkum launum verður óvinnufær í lengri eða skemmri tíma. Og þar sem kastararnir þurfa að búa yfir mikilli nákvæmni þá má lítið út af bregða. Dæmi eru um að leikmenn missi úr nokkrar vikur vegna þess að nögl hefur rifnað eða lítil sár myndast á óheppilegum stað á höndinni. Við slík smávægileg meiðsli getur frábær leikmaður skyndilega orðið algjörlega gagnslaus, og jafnvel skaðlegur fyrir framgang liðsins. Þegar svona mikillar nákvæmni er krafist þurfa taugarnar líka að vera í lagi. Það getur verið mikið álag, tugir þúsunda áhorfenda og milljónir heima í stofu—og kastarinn stendur einn með boltann og þarf að hitta kókdós í tuttugu metra fjarlægð. Þeir bestu eru því ekki bara með óvenjulega líkamlega getu—þeir þurfa að hafa algjörar stáltaugar og óbilandi sjálfstraust. Og það er einmitt þetta sem þeir óttast mest af öllu að missa. Sálarmeinin eru verst Hættulegustu „meiðsl“ kastara í hafnabolta hafa nefnilega ekkert með líkamana að gera. Það sem þeir óttast mest af öllu er að missa skyndilega hæfileikann til þess að framkvæma þá hreyfingu sem þeir hafa framkvæmt sjálfkrafa alla sína ævi. Mörg dæmi eru um yfirburðaleikmenn sem skyndilega missa þennan hæfileika—eins og geimverur hafi sogað hann út úr þeim. Þá standa þeir úti á vellinum, svitna köldum svita, hjartað hamast, þeim sortnar fyrir augum og ekkert getur bjargað þeim annað en þjálfarinn sem miskunnarlega tekur þá út af og sendir í bað. Ekkert amar að þeim líkamlega. Það er andlegi þátturinn sem gefur sig—og þegar leikmaður hefur einu sinni fengið snert af þessu heilkenni þá verður hann oftast nær heltekinn af þeim ótta það sem eftir lifir ferilsins. Og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem leikmenn hafa þorað að tala um þennan ótta og liðin hafa bætt ýmiss konar sálfræðiþjónustu við hefðbundið æfingaprógramm leikmanna. Venjulega fólkið Undanfarið hafa ýmsir íþróttamenn ákveðið að tala opinberlega um ýmis andleg vandamál og veikindi sem þeir hafa þurft að kljást við. NBA stjarnan Kevin Love lýsti því fyrr í haust hvernig hann fékk taugaáfall í miðjum leik. Sundkappinn Michael Phelps hefur lýst baráttu sinni við þunglyndi og kvíða. Hafnaboltaleikmaðurinn CC Sabathia hefur lýst baráttu sinni við Bakkus á einlægan hátt. Þessir hálfguðir samtímans eru eflaust ekki jafnharðir og leikmenn íslenskra gullaldarliða í fótbolta—en það kann að vera að einlægar lýsingar þeirra á því hvernig þeir hafa glímt við og sigrast á alls konar andlegum erfiðleikum geti hjálpað okkur venjulegu mönnunum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun