Framlög til velferðarmála aukin um tugi milljarða á næstu árum Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2018 18:30 Forsætisráðherra segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fela í sér sókn í heilbrigðis- og velferðarmálum og úrbætur á kjörum lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan vill að bætt verði um betur en stjórnarþingmaður segir hana tala eins og til standi að skera niður þegar útgjöld verði aukin um rúmlega hundrað milljarða. Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var framhaldið á Alþingi í dag þar sem farið var yfir málefni einstakra ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framlög til heilbrigðismála verði aukin um 60 milljarða á næstu fimm árum og um 40 milljarða til annarra velferðarmála. Katrín segir fjármálaáætlunina fela í sér skynsama fjármála- og samfélagsstefnu. „Þetta hafa allir flokkar boðað með einum eða öðrum hætti. Uppbyggingu samfélagslegra innviða. Allir flokkar hafa talað um heilbrigðismál, allir flokkar hafa talað um samgöngumál. Alþingi samþykkti samgönguáætlun árið 2016 sem það fjármagnaði svo ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að horfa til þess að við fjármögnum þær hugmyndir sem við viljum taka hér fyrir á vettvangi Alþingis,“ sagði Katrín.Barnabætur standa í staðOddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að jöfnunartæki eins og barnabætur væru ekki nýtt. Framlög til þeirra væru ekki aukin en þær tækju að skerðast langt undir lágmarkslaunum. Á Norðurlöndum hafi hins vegar ríkt mikil sátt um stuðning við barnafjölskyldur. „En hér á landi hefur dregið úr vægi þeirra (barnabótanna) jafnt og þétt. Upphæðirnar í fjármálaáætluninni gera ekki ráð fyrir að fleiri fjölskyldur fái barnabætur eða þær hækki umtalsvert,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði stefnt að viðræðum við verkalýðshreyfinguna um breytingar á skatta- og bótakerfum til að jafna kjörin. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að út frá ræðum sumra stjórnarandstöðuþingmanna mætti ætla að verið væri að boða niðurskurð en ekki stórfellda aukningu útgjalda. „En það er nú engu að síður staðreynd að gangi þessi fjármálaáætlun eftir munu útgjöld aukast til málaflokka, þá undanskil ég vaxtakostnað, um 132 milljarða frá árinu 2017 til 2023. Hundrað þrjátíu og tveir milljarðar að raunvirði. Og hvar er nú mesta aukningin? Hún er í velferðarmál,“ sagði Óli Björn sem jafnframt hvatti forsætisráðherra til að skoða nýjar hugmyndir í skattamálum.Katrín segir þingmann falla í gryfjuBirgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði ríkisstjórnina ætla að lækka skatta á vogunarsjóði í Kaupþingi á sama tíma og engu væri bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara og vísaði þar til afnáms bankaskatts sem lagður var á tímabundið á sínum tíma. „Hver er eiginlega raunverulegi forsætisráðherra þessarar ríkisstjórnar? Það hlýtur bara að vera Bjarni Benediktsson. Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra er þessi forgangsröðun; ekki í þágu öryrkja, ekki í þágu eldri borgara, nei í þágu vogunarsjóðanna? Er þetta það sem vinstri græn standa fyrir,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra sagði arðgreiðslur frá bönkunum fara til uppbyggingu innviða. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Forsætisráðherra segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fela í sér sókn í heilbrigðis- og velferðarmálum og úrbætur á kjörum lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan vill að bætt verði um betur en stjórnarþingmaður segir hana tala eins og til standi að skera niður þegar útgjöld verði aukin um rúmlega hundrað milljarða. Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var framhaldið á Alþingi í dag þar sem farið var yfir málefni einstakra ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framlög til heilbrigðismála verði aukin um 60 milljarða á næstu fimm árum og um 40 milljarða til annarra velferðarmála. Katrín segir fjármálaáætlunina fela í sér skynsama fjármála- og samfélagsstefnu. „Þetta hafa allir flokkar boðað með einum eða öðrum hætti. Uppbyggingu samfélagslegra innviða. Allir flokkar hafa talað um heilbrigðismál, allir flokkar hafa talað um samgöngumál. Alþingi samþykkti samgönguáætlun árið 2016 sem það fjármagnaði svo ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að horfa til þess að við fjármögnum þær hugmyndir sem við viljum taka hér fyrir á vettvangi Alþingis,“ sagði Katrín.Barnabætur standa í staðOddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að jöfnunartæki eins og barnabætur væru ekki nýtt. Framlög til þeirra væru ekki aukin en þær tækju að skerðast langt undir lágmarkslaunum. Á Norðurlöndum hafi hins vegar ríkt mikil sátt um stuðning við barnafjölskyldur. „En hér á landi hefur dregið úr vægi þeirra (barnabótanna) jafnt og þétt. Upphæðirnar í fjármálaáætluninni gera ekki ráð fyrir að fleiri fjölskyldur fái barnabætur eða þær hækki umtalsvert,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði stefnt að viðræðum við verkalýðshreyfinguna um breytingar á skatta- og bótakerfum til að jafna kjörin. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að út frá ræðum sumra stjórnarandstöðuþingmanna mætti ætla að verið væri að boða niðurskurð en ekki stórfellda aukningu útgjalda. „En það er nú engu að síður staðreynd að gangi þessi fjármálaáætlun eftir munu útgjöld aukast til málaflokka, þá undanskil ég vaxtakostnað, um 132 milljarða frá árinu 2017 til 2023. Hundrað þrjátíu og tveir milljarðar að raunvirði. Og hvar er nú mesta aukningin? Hún er í velferðarmál,“ sagði Óli Björn sem jafnframt hvatti forsætisráðherra til að skoða nýjar hugmyndir í skattamálum.Katrín segir þingmann falla í gryfjuBirgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði ríkisstjórnina ætla að lækka skatta á vogunarsjóði í Kaupþingi á sama tíma og engu væri bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara og vísaði þar til afnáms bankaskatts sem lagður var á tímabundið á sínum tíma. „Hver er eiginlega raunverulegi forsætisráðherra þessarar ríkisstjórnar? Það hlýtur bara að vera Bjarni Benediktsson. Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra er þessi forgangsröðun; ekki í þágu öryrkja, ekki í þágu eldri borgara, nei í þágu vogunarsjóðanna? Er þetta það sem vinstri græn standa fyrir,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra sagði arðgreiðslur frá bönkunum fara til uppbyggingu innviða. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira