Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 18:08 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í dag ekki ætla í keppni við Halldóru Mogensen, þingmann Pírata, um hvoru þeirra þyki vænna um ljósmæður. Halldóra hafði beint fyrirspurn til Bjarna vegna stöðunnar sem upp er komin vegna kjarabaráttu ljósmæðra sem Halldóra sagði að hefðu sagt upp í tugatali á síðastliðnum vikum. Sagði hún harðlínustefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum bitna verulega á þessari mikilvægu stétt og þeim mikilvægu deildum Landspítalans sem þær vinna á. Halldóra sagði fjármálaráðherra bera ábyrgð á starfsmanna- og kjaramálum ríkisins og spurði hvort hann beri þá ekki endanlega ábyrgð á því neyðarástandi sem blasir við. Bjarni Benediktsson sagðist vera einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa farið upp á fæðingardeild, alls fjórum sinnum, þar sem mjög hefur reynt á þá þjónustu sem hér er vísað til.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Ég held að fari ekki vel á því að við förum í einhverja keppni um hvert okkar kunni best að meta þá sem hér eiga undir.“ Bjarni sagði að að í miðri kjaralotunni, þegar kjaraviðræður stóðu ágætlega og stutt á milli manna, hafi verið skipt um kúrs hjá viðmælendum samninganefndar ríkisins og færðar fram á samningaborðið allt aðrar og nýjar kröfur. Þess vegna hafi ekki tekist að ljúka samningalotunni. Halldóra sagðist ekki vera í einhverri keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. Hún ítrekaði spurningu sína til Bjarna og vildi fá að vita hver ber ábyrgð á neikvæðum afleiðingum uppsagna ljósmæðra fyrir samfélagið. Bjarni sagði Alþingi skipa samninganefnd ríkisins sem hefur það ábyrgðarhlutverk að láta reyna á samninga. Um tvíeggjað sverð sé að ræða að mati Bjarna. Annars vegar þarf að láta reyna til fulls á að niðurstaða fáist sem báðir aðilar eru sáttir við. Ef það tekst ekki geti það verið mikill ábyrgðarhluti sömuleiðis að ganga engu að síður að kröfum sem setja aðra samninga í fullkomið uppnám. Bjarni sagði að þær kröfur sem settar hafa verið fram núna séu fyrir samninganefnd ríkisins algerlega óaðgengilegar vegna þess að þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður í algert uppnám. Kjaramál Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í dag ekki ætla í keppni við Halldóru Mogensen, þingmann Pírata, um hvoru þeirra þyki vænna um ljósmæður. Halldóra hafði beint fyrirspurn til Bjarna vegna stöðunnar sem upp er komin vegna kjarabaráttu ljósmæðra sem Halldóra sagði að hefðu sagt upp í tugatali á síðastliðnum vikum. Sagði hún harðlínustefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum bitna verulega á þessari mikilvægu stétt og þeim mikilvægu deildum Landspítalans sem þær vinna á. Halldóra sagði fjármálaráðherra bera ábyrgð á starfsmanna- og kjaramálum ríkisins og spurði hvort hann beri þá ekki endanlega ábyrgð á því neyðarástandi sem blasir við. Bjarni Benediktsson sagðist vera einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa farið upp á fæðingardeild, alls fjórum sinnum, þar sem mjög hefur reynt á þá þjónustu sem hér er vísað til.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Ég held að fari ekki vel á því að við förum í einhverja keppni um hvert okkar kunni best að meta þá sem hér eiga undir.“ Bjarni sagði að að í miðri kjaralotunni, þegar kjaraviðræður stóðu ágætlega og stutt á milli manna, hafi verið skipt um kúrs hjá viðmælendum samninganefndar ríkisins og færðar fram á samningaborðið allt aðrar og nýjar kröfur. Þess vegna hafi ekki tekist að ljúka samningalotunni. Halldóra sagðist ekki vera í einhverri keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. Hún ítrekaði spurningu sína til Bjarna og vildi fá að vita hver ber ábyrgð á neikvæðum afleiðingum uppsagna ljósmæðra fyrir samfélagið. Bjarni sagði Alþingi skipa samninganefnd ríkisins sem hefur það ábyrgðarhlutverk að láta reyna á samninga. Um tvíeggjað sverð sé að ræða að mati Bjarna. Annars vegar þarf að láta reyna til fulls á að niðurstaða fáist sem báðir aðilar eru sáttir við. Ef það tekst ekki geti það verið mikill ábyrgðarhluti sömuleiðis að ganga engu að síður að kröfum sem setja aðra samninga í fullkomið uppnám. Bjarni sagði að þær kröfur sem settar hafa verið fram núna séu fyrir samninganefnd ríkisins algerlega óaðgengilegar vegna þess að þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður í algert uppnám.
Kjaramál Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Sjá meira