Eru Honda vélarnar loksins farnar að skila árangri? Bragi Þórðarson skrifar 12. apríl 2018 06:30 Honda-vélarnar virðast vera að koma til. vísir/afp Toro Rosso náðu frábærum úrslitum í Barein kappakstrinum um helgina og var fjórða sæti Pierre Gasly besti árangur Honda frá því vélarframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1. Japanski vélarframleiðandinn kom aftur inn í Formúlu 1 árið 2015 með McLaren. Mikil spenna var fyrir samstarfinu þar sem McLaren Honda unnu fjóra titla bílasmiða á árunum 1988 til 1991. Samstarfið var hins vegar alger hörmung fyrir báða aðila í þetta skiptið og riftu McLaren samningnum fyrir þetta tímabil sem kostaði enska liðið 71 milljón punda eða um einn milljarð íslenskra króna. McLaren var viss um að bíll þeirra væri einn sá besti en að Honda vélin væri einfaldlega ekki nægilega góð. Í ár gerðu Toro Rosso samning við Honda og lítur úr fyrir að það samstarf gangi mun betur. Báðir bílar Toro Rosso náðu betri tíma en McLaren bílarnir í tímatökum í Barein um helgina og lítur því út að japanski vélarframleiðandinn er loksins kominn á rétta braut í Formúlu 1. Þó má ekki taka það af McLaren að ökumenn liðsins kláruðu keppnina í sjöunda og áttunda sæti og er aðalökumaður liðsins, Fernando Alonso, nú fjórði í mótinu. Það eru þó bara tvær keppnir búnar af tímabilinu og eru Toro Rosso nú þegar búnir að skipta um eina af þeim þremur vélum sem lið mega skipta um á hverju tímabili. Það er því ljóst að liðið muni fá einhverjar refsingar seinna á tímabilinu, en slíkar refsingar voru mjög algengar hjá McLaren síðastliðin ár. Það verður því áhugavert að fylgjast með framförum Toro Rosso Honda í næstu keppni sem fer fram í Kína um næstu helgi. Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Toro Rosso náðu frábærum úrslitum í Barein kappakstrinum um helgina og var fjórða sæti Pierre Gasly besti árangur Honda frá því vélarframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1. Japanski vélarframleiðandinn kom aftur inn í Formúlu 1 árið 2015 með McLaren. Mikil spenna var fyrir samstarfinu þar sem McLaren Honda unnu fjóra titla bílasmiða á árunum 1988 til 1991. Samstarfið var hins vegar alger hörmung fyrir báða aðila í þetta skiptið og riftu McLaren samningnum fyrir þetta tímabil sem kostaði enska liðið 71 milljón punda eða um einn milljarð íslenskra króna. McLaren var viss um að bíll þeirra væri einn sá besti en að Honda vélin væri einfaldlega ekki nægilega góð. Í ár gerðu Toro Rosso samning við Honda og lítur úr fyrir að það samstarf gangi mun betur. Báðir bílar Toro Rosso náðu betri tíma en McLaren bílarnir í tímatökum í Barein um helgina og lítur því út að japanski vélarframleiðandinn er loksins kominn á rétta braut í Formúlu 1. Þó má ekki taka það af McLaren að ökumenn liðsins kláruðu keppnina í sjöunda og áttunda sæti og er aðalökumaður liðsins, Fernando Alonso, nú fjórði í mótinu. Það eru þó bara tvær keppnir búnar af tímabilinu og eru Toro Rosso nú þegar búnir að skipta um eina af þeim þremur vélum sem lið mega skipta um á hverju tímabili. Það er því ljóst að liðið muni fá einhverjar refsingar seinna á tímabilinu, en slíkar refsingar voru mjög algengar hjá McLaren síðastliðin ár. Það verður því áhugavert að fylgjast með framförum Toro Rosso Honda í næstu keppni sem fer fram í Kína um næstu helgi.
Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira