Ísland sótti gull í greipar frænda okkar í Færeyjum Hjörvar Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 06:30 Fanndís Friðriksdóttir innsiglaði sigurinn í Þórshöfn í gær. Vísir/Getty Leikmenn og forráðamenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gerðu skýra kröfu um að tryggja sér sex stig úr leikjum sínum gegn Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM 2019. Ísland lagði Slóveníu að velli á föstudaginn var og íslenska liðið bjó svo um hnútana að markmiðið um stigin sex næðist með öruggum 5-0 sigri á Færeyjum í gærkvöldi. Ísland er nú tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem trónar á toppi riðilsins, en íslenska liðið á leik til góða á Þjóðverja. Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvelli 11. júní næstkomandi og takist íslenska liðinu að fara með sigur af hólmi í þeim leik verður liðið með eins stigs forskot á Þýskaland þegar liðin mætast í toppslag riðilsins í september næsta haust. Það voru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í gær. Gunnhildur Yrsa er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fjögur mörk. Rakel Hönnudóttir skoraði líkt og Gunnhildur Yrsa í báðum leikjunum í þessum legg í undankeppninni. Þá skoraði Harpa sitt fyrsta landsliðsmark síðan í lokakeppni EM 2017 og Agla María fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið.Allt gengur samkvæmt áætlun „Við erum bara kampakát með þessa niðurstöðu og það er mikill léttir að hafa landað þessum tveimur sigrum gegn Slóveníu og síðan Færeyjum. Þetta var þolinmæðisverk og Færeyjar létu okkur hafa fyrir þessum sigri. Það er hins vegar jákvætt að skora fimm góð mörk og halda markinu hreinu,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, brattur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn í gærkvöldi. „Við skerptum á okkar áherslum í hálfleik og seinni hálfleikur var mun betri en sá fyrri. Þar fórum við eftir þeirri uppskrift sem lögð var upp fyrir leikinn og vorum árásargjarnari í sóknaraðgerðum okkar. Það er jákvætt að Harpa hafi fundið netmöskvana og það er gaman að sjá í hversu góðu formi Gunnhildur Yrsa er. Annars var þetta liðssigur og margar sem spiluðu vel að þessu sinni,“ sagði Freyr um frammistöðu íslenska liðsins. „Það er frábært að vera búin með útileikina okkar í þessari undankeppni og að vera í svona góðri stöðu á þessum tímapunkti. Við erum einmitt í þeirri stöðu sem við ætluðum okkur fyrir heimaleikina þrjá sem fram undan eru. Nú er eitt ljón í veginum, það er Slóvenía á heimavelli í júní, en sigur í þeim leik tryggir toppslag gegn Þýskalandi næst haust,“ sagði Freyr um framhaldið hjá íslenska liðinu. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Leikmenn og forráðamenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gerðu skýra kröfu um að tryggja sér sex stig úr leikjum sínum gegn Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM 2019. Ísland lagði Slóveníu að velli á föstudaginn var og íslenska liðið bjó svo um hnútana að markmiðið um stigin sex næðist með öruggum 5-0 sigri á Færeyjum í gærkvöldi. Ísland er nú tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem trónar á toppi riðilsins, en íslenska liðið á leik til góða á Þjóðverja. Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvelli 11. júní næstkomandi og takist íslenska liðinu að fara með sigur af hólmi í þeim leik verður liðið með eins stigs forskot á Þýskaland þegar liðin mætast í toppslag riðilsins í september næsta haust. Það voru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í gær. Gunnhildur Yrsa er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fjögur mörk. Rakel Hönnudóttir skoraði líkt og Gunnhildur Yrsa í báðum leikjunum í þessum legg í undankeppninni. Þá skoraði Harpa sitt fyrsta landsliðsmark síðan í lokakeppni EM 2017 og Agla María fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið.Allt gengur samkvæmt áætlun „Við erum bara kampakát með þessa niðurstöðu og það er mikill léttir að hafa landað þessum tveimur sigrum gegn Slóveníu og síðan Færeyjum. Þetta var þolinmæðisverk og Færeyjar létu okkur hafa fyrir þessum sigri. Það er hins vegar jákvætt að skora fimm góð mörk og halda markinu hreinu,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, brattur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn í gærkvöldi. „Við skerptum á okkar áherslum í hálfleik og seinni hálfleikur var mun betri en sá fyrri. Þar fórum við eftir þeirri uppskrift sem lögð var upp fyrir leikinn og vorum árásargjarnari í sóknaraðgerðum okkar. Það er jákvætt að Harpa hafi fundið netmöskvana og það er gaman að sjá í hversu góðu formi Gunnhildur Yrsa er. Annars var þetta liðssigur og margar sem spiluðu vel að þessu sinni,“ sagði Freyr um frammistöðu íslenska liðsins. „Það er frábært að vera búin með útileikina okkar í þessari undankeppni og að vera í svona góðri stöðu á þessum tímapunkti. Við erum einmitt í þeirri stöðu sem við ætluðum okkur fyrir heimaleikina þrjá sem fram undan eru. Nú er eitt ljón í veginum, það er Slóvenía á heimavelli í júní, en sigur í þeim leik tryggir toppslag gegn Þýskalandi næst haust,“ sagði Freyr um framhaldið hjá íslenska liðinu.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira