Segir SÁÁ standa í vegi fyrir umbótum í meðferðarstarfi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. apríl 2018 08:00 Á Vogi er sérstök deild fyrir börn og ungmenni. Herbergið á myndinni er á deildinni. Vísir/ernir „Það er ákveðin hindrun í þessu meðferðarkerfi hve valdamikil stofnun SÁÁ er,“ segir Kristín Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Hún segir SÁÁ ætíð hafa fulltrúa í helstu stefnumótunarnefndum um meðferðarstarf og að það hafi staðið í vegi fyrir þróun í meðferðarstarfi hérlendis, meðal annars vegna ríkra rekstrarhagsmuna samtakanna. Kristín gagnrýnir fleira í starfsemi SÁÁ, meðal annars menntun meðferðarráðgjafa sem hún segir að beri mikla ábyrgð á meðferðarstarfinu. „Þessir áfengis- og vímuefnaráðgjafar hafa fengið 300 stundir í fyrirlestrum innan SÁÁ sem er svipað og ein önn í framhaldsskóla,“ segir Kristín. Hún segir nauðsynlegt að auka teymisvinnu fagmenntaðs fólks í meðferðarstarfinu.Kristín I. Pálsdóttir, Norræna húsiðÞá gagnrýnir Kristín þá nálgun að einblínt sé á vandann sem sérstakan sjúkdóm. „Börn með fíknivanda eru flest með annan vanda undirliggjandi, geðrænan eða félagslegan, og það þarf að meðhöndla þann vanda og nógu fljótt áður en þau fara að meðhöndla hann sjálf og nota fíkniefni til að deyfa sig.“ Þessi nálgun hafi ekki síst staðið í vegi fyrir þróun meðferðarstarfs að mati Kristínar sem bendir á að Ísland hafi í miklum mæli horft til Bandaríkjanna í meðferðarstarfi þar sem mikil áhersla hafi verið á meðferðir eftir 12 spora módelinu sem henti ekki vel fyrir börn og unglinga. Kristín og félagar hennar í Rótinni hafa einnig gagnrýnt sérstaklega að börn séu í meðferð innan um fullorðna á sjúkrahúsinu Vogi. „Það er bara einn afvötnunarspítali og þess vegna eru börn send þangað. Það er enginn annar staður,“ segir Kristín og bendir á að á sama stað sé verið að senda fólk til að ljúka afplánun refsidóma fyrir alls konar brot. „Við erum með sérstakan barnaspítala og sérstaka barnageðdeild, það er ekki að ástæðulausu. Það hefur ekki verið hugað nægilega að þessum öryggisþætti og öryggi er grundvöllur meðferðar,“ segir Kristín. Arnþór Jónsson, stjórnarformaður SÁÁ, vísar þessari gagnrýni Rótarinnar á bug og segir ungmennadeildina á Vogi alveg lokaða með öfluga öryggisgæslu við innganga. Hann segir gríðarlega gott starf unnið á ungmennadeildinni undir handleiðslu lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og ráðgjafa. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, segir kortlagningu á bæði fjölda og fjölbreytni meðferðarúrræða fyrir börn og ungmenna með fíknivanda standa fyrir dyrum í ráðuneytinu og þeirri vinnu eigi að ljúka innan tveggja mánaða. „Ég er að leggja mikla áherslu á málefni barna enda hef ég trú á því að ef við grípum fyrr inn í, þá sé engin fjárfesting betri fyrir samfélagið,“ segir Ásmundur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
„Það er ákveðin hindrun í þessu meðferðarkerfi hve valdamikil stofnun SÁÁ er,“ segir Kristín Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Hún segir SÁÁ ætíð hafa fulltrúa í helstu stefnumótunarnefndum um meðferðarstarf og að það hafi staðið í vegi fyrir þróun í meðferðarstarfi hérlendis, meðal annars vegna ríkra rekstrarhagsmuna samtakanna. Kristín gagnrýnir fleira í starfsemi SÁÁ, meðal annars menntun meðferðarráðgjafa sem hún segir að beri mikla ábyrgð á meðferðarstarfinu. „Þessir áfengis- og vímuefnaráðgjafar hafa fengið 300 stundir í fyrirlestrum innan SÁÁ sem er svipað og ein önn í framhaldsskóla,“ segir Kristín. Hún segir nauðsynlegt að auka teymisvinnu fagmenntaðs fólks í meðferðarstarfinu.Kristín I. Pálsdóttir, Norræna húsiðÞá gagnrýnir Kristín þá nálgun að einblínt sé á vandann sem sérstakan sjúkdóm. „Börn með fíknivanda eru flest með annan vanda undirliggjandi, geðrænan eða félagslegan, og það þarf að meðhöndla þann vanda og nógu fljótt áður en þau fara að meðhöndla hann sjálf og nota fíkniefni til að deyfa sig.“ Þessi nálgun hafi ekki síst staðið í vegi fyrir þróun meðferðarstarfs að mati Kristínar sem bendir á að Ísland hafi í miklum mæli horft til Bandaríkjanna í meðferðarstarfi þar sem mikil áhersla hafi verið á meðferðir eftir 12 spora módelinu sem henti ekki vel fyrir börn og unglinga. Kristín og félagar hennar í Rótinni hafa einnig gagnrýnt sérstaklega að börn séu í meðferð innan um fullorðna á sjúkrahúsinu Vogi. „Það er bara einn afvötnunarspítali og þess vegna eru börn send þangað. Það er enginn annar staður,“ segir Kristín og bendir á að á sama stað sé verið að senda fólk til að ljúka afplánun refsidóma fyrir alls konar brot. „Við erum með sérstakan barnaspítala og sérstaka barnageðdeild, það er ekki að ástæðulausu. Það hefur ekki verið hugað nægilega að þessum öryggisþætti og öryggi er grundvöllur meðferðar,“ segir Kristín. Arnþór Jónsson, stjórnarformaður SÁÁ, vísar þessari gagnrýni Rótarinnar á bug og segir ungmennadeildina á Vogi alveg lokaða með öfluga öryggisgæslu við innganga. Hann segir gríðarlega gott starf unnið á ungmennadeildinni undir handleiðslu lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og ráðgjafa. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, segir kortlagningu á bæði fjölda og fjölbreytni meðferðarúrræða fyrir börn og ungmenna með fíknivanda standa fyrir dyrum í ráðuneytinu og þeirri vinnu eigi að ljúka innan tveggja mánaða. „Ég er að leggja mikla áherslu á málefni barna enda hef ég trú á því að ef við grípum fyrr inn í, þá sé engin fjárfesting betri fyrir samfélagið,“ segir Ásmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16
Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22