Þriðji hver spítali í Úkraínu er í rústum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. apríl 2018 06:00 Úkraínskir hermenn á gangi í Kænugarði. Vísir/Getty Stríðið í Donbass, svæði sem rúmar Donetsk- og Luhansk-héruð í Úkraínu, varð fjögurra ára í síðustu viku. Vopnahlé sem samið var um í lok mars entist ekki daginn. Talið er að rúmlega 10.300 hafi látist í Donbass, þar af nær 3.000 almennir borgarar. Tala særðra er um 25.000. 1,4 milljónir Úkraínumanna eru á vergangi í landinu og nærri milljón hefur flúið land. Úkraínumenn takast á við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum og sagðir njóta stuðnings þeirra. Rússneskir hermenn hafa jafnframt ráðist beint á Donbass og hefur meginþorri alþjóðasamfélagsins fordæmt afskipti Rússa. Washington Post birti í vikunni umfjöllun fjögurra prófessora sem einblíndu á árásir á spítala og heilsugæslur og báru saman tilkynningar frá Sameinuðu þjóðunum, rannsóknir óháðra samtaka og fréttir bæði úkraínskra og rússneskra miðla. Á daginn kom að þriðjungur allra spítala og heilsugæsla, 82 talsins, í Donbass hefur orðið fyrir árás, flestir í eða umhverfis borgina Donetsk. Sú tala er að sögn fjórmenninganna mun hærri en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur haldið fram. Samkvæmt rannsókninni varð mestur skaðinn þegar átökin voru sem hörðust, um áramótin 2014 og 2015. Stærstur hluti árásanna hefur verið með stórskotabyssum sem eru sjaldnast nógu nákvæmar úr þeirri fjarlægð sem skotið er til að hægt sé að hæfa spítalann vísvitandi. Rannsókn fjórmenninganna leiddi hins vegar í ljós að heilbrigðisstofnanirnar hafa ekki verið helstu skotmörk. Um hliðarskaða sé einna helst að ræða.Rússar vilja sjálfstæði Nokkur pattstaða hefur verið í Donbass og halda Úkraínumenn meirihluta héraðsins enn. Rússneska fréttasíðan Riafan.ru, hliðholl stjórnvöldum í Moskvu, greindi frá því í lok mars að mögulega hefðu Rússar nú engra annarra kosta völ en að viðurkenna sjálfstæði þess hluta Donbass sem rússneskir uppreisnarmenn hafa tekið. Það væri möguleiki í ljósi ákvörðunar Úkraínumanna að vísa 13 rússneskum erindrekum úr landi eftir efnavopnaárásina á Sergei Skrípal í Salisbury. Birti miðillinn viðtal við stjórnmálafræðinginn Vladímír Kornílov sem sagði viðurkenningu á sjálfstæði tveggja ríkja sem uppreisnarmenn vilja í Donbass vel hugsanlega „Rússar hafa nú aukið vogarafl gegn Úkraínumönnum og Vesturlöndum. Einn möguleikinn er að viðurkenna lýðveldin í Donetsk og Luhansk.“ Þá sagði Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, eftir fund með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í gær að Tyrkir vildu taka þátt í starfi friðargæslusveita SÞ í Donbass. Kosið verður til þings og forsetaembættis í Úkraínu í síðasta lagi á næsta ári. Samkvæmt könnunum mælast Petró Porósjenkó forseti og Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, vinsælust. Flokkar þeirra mælast jafnframt vinsælastir í aðdraganda þingkosninga en báðir eru þeir á Vesturlandalínunni. Sameinaða stjórnarandstöðublokkin og Lífsflokkurinn mælast næststærstu flokkarnir en þeir eru á Rússalínunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Stríðið í Donbass, svæði sem rúmar Donetsk- og Luhansk-héruð í Úkraínu, varð fjögurra ára í síðustu viku. Vopnahlé sem samið var um í lok mars entist ekki daginn. Talið er að rúmlega 10.300 hafi látist í Donbass, þar af nær 3.000 almennir borgarar. Tala særðra er um 25.000. 1,4 milljónir Úkraínumanna eru á vergangi í landinu og nærri milljón hefur flúið land. Úkraínumenn takast á við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum og sagðir njóta stuðnings þeirra. Rússneskir hermenn hafa jafnframt ráðist beint á Donbass og hefur meginþorri alþjóðasamfélagsins fordæmt afskipti Rússa. Washington Post birti í vikunni umfjöllun fjögurra prófessora sem einblíndu á árásir á spítala og heilsugæslur og báru saman tilkynningar frá Sameinuðu þjóðunum, rannsóknir óháðra samtaka og fréttir bæði úkraínskra og rússneskra miðla. Á daginn kom að þriðjungur allra spítala og heilsugæsla, 82 talsins, í Donbass hefur orðið fyrir árás, flestir í eða umhverfis borgina Donetsk. Sú tala er að sögn fjórmenninganna mun hærri en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur haldið fram. Samkvæmt rannsókninni varð mestur skaðinn þegar átökin voru sem hörðust, um áramótin 2014 og 2015. Stærstur hluti árásanna hefur verið með stórskotabyssum sem eru sjaldnast nógu nákvæmar úr þeirri fjarlægð sem skotið er til að hægt sé að hæfa spítalann vísvitandi. Rannsókn fjórmenninganna leiddi hins vegar í ljós að heilbrigðisstofnanirnar hafa ekki verið helstu skotmörk. Um hliðarskaða sé einna helst að ræða.Rússar vilja sjálfstæði Nokkur pattstaða hefur verið í Donbass og halda Úkraínumenn meirihluta héraðsins enn. Rússneska fréttasíðan Riafan.ru, hliðholl stjórnvöldum í Moskvu, greindi frá því í lok mars að mögulega hefðu Rússar nú engra annarra kosta völ en að viðurkenna sjálfstæði þess hluta Donbass sem rússneskir uppreisnarmenn hafa tekið. Það væri möguleiki í ljósi ákvörðunar Úkraínumanna að vísa 13 rússneskum erindrekum úr landi eftir efnavopnaárásina á Sergei Skrípal í Salisbury. Birti miðillinn viðtal við stjórnmálafræðinginn Vladímír Kornílov sem sagði viðurkenningu á sjálfstæði tveggja ríkja sem uppreisnarmenn vilja í Donbass vel hugsanlega „Rússar hafa nú aukið vogarafl gegn Úkraínumönnum og Vesturlöndum. Einn möguleikinn er að viðurkenna lýðveldin í Donetsk og Luhansk.“ Þá sagði Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, eftir fund með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í gær að Tyrkir vildu taka þátt í starfi friðargæslusveita SÞ í Donbass. Kosið verður til þings og forsetaembættis í Úkraínu í síðasta lagi á næsta ári. Samkvæmt könnunum mælast Petró Porósjenkó forseti og Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, vinsælust. Flokkar þeirra mælast jafnframt vinsælastir í aðdraganda þingkosninga en báðir eru þeir á Vesturlandalínunni. Sameinaða stjórnarandstöðublokkin og Lífsflokkurinn mælast næststærstu flokkarnir en þeir eru á Rússalínunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira