Klopp varar við „þrumum og eldingum“ frá Manchester City í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2018 11:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, varaði sína leikmenn við því að það sé bara hálfleikur á móti Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og það sé von á „þrumuveðri“ frá liði Manchester City í kvöld. Manchester City tekur á móti Liverpool í kvöld og í boði er sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 og er í frábærri stöðu en Klopp sá Manchester City liðið komast í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Manchester United um helgina. Hann segir að sú frammistaða City-manna vera viðvörun til leikmanna Liverpool fyrir leikinn í kvöld. „Ég sá leik City og United um helgina. Þetta var einn besti fyrri hálfleikur hjá liði sem ég hef séð. Þetta var eins og þrumuveður,“ sagði Jürgen Klopp. Sky Sports segir frá. „Eftir fyrsta mark United í seinni hálfleik, þá nær annað liðið taktinum en hitt liðið missir taktinn. Leikurinn breyttist,“ sagði Klopp. „Ég get ekki sagt við mína stráka: Skoriði snemma. Jú, ég get það en ég veit ekki hversu mikið það hjálpar þeim,“ sagði Klopp en ef Liverpool skorar þá þarf City að skora fimm mörk til að komast áfram. „Við verðum að hugsa um fótboltann, hvað við þurfum að gera og hvað við verðum að gera. Strákarnir vissu eftir fyrri leikinn að það væri bara hálfleikur. Við erum með forystuna en ekkert meira en það,“ sagði Klopp."I'm really looking forward to the game, it will be again a real football game. And that's good." Klopp on second-leg approach, European form and more https://t.co/yriJvsAsOJpic.twitter.com/xOWyOnDEOE — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Klopp hefur unnið sjö af þrettán leikjum sínum á móti Pep Guardiola eða fleiri en nokkur annar stjóri. „Við mætum með því hugarfari að fá ekki á nokkur mark og síðan skora sjálfir mark til að vinna leikinn. Það er planið. Ef við fáum á okkur mark þá gerist ekkert við það því við værum enn yfir,“ sagði Klopp. „Þetta snýst um að gera hlutina rétt, verjast þeim á réttum stöðum og sækja á þá á réttum stöðum,“ sagði Klopp.LIVE at Melwood… Watch as we train ahead of the second leg of our @ChampionsLeague quarter-final. https://t.co/29tvs1aLLZ — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Liverpool er búið að tapa 5-0 fyrir Manchester City á Ethiad leikvanginum á þessu tímabili. „Það var öðruvísi. Nú höfum við verið lengur saman. Hlutirnir eru betri hjá okkur en sá leikur sýnir okkur samt hvað getur gerst,“ sagði Klopp. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Íslendingapartý í Katowice Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, varaði sína leikmenn við því að það sé bara hálfleikur á móti Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og það sé von á „þrumuveðri“ frá liði Manchester City í kvöld. Manchester City tekur á móti Liverpool í kvöld og í boði er sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 og er í frábærri stöðu en Klopp sá Manchester City liðið komast í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Manchester United um helgina. Hann segir að sú frammistaða City-manna vera viðvörun til leikmanna Liverpool fyrir leikinn í kvöld. „Ég sá leik City og United um helgina. Þetta var einn besti fyrri hálfleikur hjá liði sem ég hef séð. Þetta var eins og þrumuveður,“ sagði Jürgen Klopp. Sky Sports segir frá. „Eftir fyrsta mark United í seinni hálfleik, þá nær annað liðið taktinum en hitt liðið missir taktinn. Leikurinn breyttist,“ sagði Klopp. „Ég get ekki sagt við mína stráka: Skoriði snemma. Jú, ég get það en ég veit ekki hversu mikið það hjálpar þeim,“ sagði Klopp en ef Liverpool skorar þá þarf City að skora fimm mörk til að komast áfram. „Við verðum að hugsa um fótboltann, hvað við þurfum að gera og hvað við verðum að gera. Strákarnir vissu eftir fyrri leikinn að það væri bara hálfleikur. Við erum með forystuna en ekkert meira en það,“ sagði Klopp."I'm really looking forward to the game, it will be again a real football game. And that's good." Klopp on second-leg approach, European form and more https://t.co/yriJvsAsOJpic.twitter.com/xOWyOnDEOE — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Klopp hefur unnið sjö af þrettán leikjum sínum á móti Pep Guardiola eða fleiri en nokkur annar stjóri. „Við mætum með því hugarfari að fá ekki á nokkur mark og síðan skora sjálfir mark til að vinna leikinn. Það er planið. Ef við fáum á okkur mark þá gerist ekkert við það því við værum enn yfir,“ sagði Klopp. „Þetta snýst um að gera hlutina rétt, verjast þeim á réttum stöðum og sækja á þá á réttum stöðum,“ sagði Klopp.LIVE at Melwood… Watch as we train ahead of the second leg of our @ChampionsLeague quarter-final. https://t.co/29tvs1aLLZ — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Liverpool er búið að tapa 5-0 fyrir Manchester City á Ethiad leikvanginum á þessu tímabili. „Það var öðruvísi. Nú höfum við verið lengur saman. Hlutirnir eru betri hjá okkur en sá leikur sýnir okkur samt hvað getur gerst,“ sagði Klopp. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Íslendingapartý í Katowice Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira