Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 23:05 Teiknuð mynd af Trace gas Orbiter á braut yfir Mars. Vísir/ESA Vísindamenn vonast til þess að geta leyst einn af stærri leyndardómum Mars á næstu mánuðum. Gervihnöttur sem er nú á braut um rauðu plánetuna er sérhannaður til þess að komast að því hvort lífverur myndi metangas á Mars. Um er að ræða sameiginlegt verkefni Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) og Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Metan hefur fundist á Mars en ekki liggur fyrir hvernig það myndast. Fyrst fannst gasið á Mars árið 2004 með Mars Express geimfarinu. Tíu árum seinna greindi Curiosity einnig metan á Mars. Metan ætti að eyðast á yfirborði Mars vegna mikillar útfjólubláar geislunar. Því telja vísindamenn að það sé sífellt að myndast á plánetunni. Hér á jörðinni verður metan að mestu til vegna örvera en gasið getur einnig myndast neðanjarðar. Gervihnötturinn Trace Gas Orbiter hefur verið á sporbraut um Mars í rúmt ár. Þegar TGO kom til mars varpaði gervihnötturinn Schiaparelli á yfirborð plánetunnar. Schiaparelli fórst þó við lendinguna. Kveikt var á skynjurum TGO í síðustu viku. Nú er gervihnötturinn í um 400 kílómetra hæð og birti ESA fyrstu myndina sem tekin var úr gervihnettinum í fyrradag.#ICYMI Our #ExoMars@ESA_TGO spacecraft has returned the first images of #Mars from its new orbit - this image shows a 40 km-long segment of Korolev Crater Details: https://t.co/NYznK9Hphepic.twitter.com/guvvdA6qEi — ESA (@esa) April 26, 2018 Með því að greina andrúmsloft Mars má sjá samsetningu þess. Finnist mikið af lífrænum eindum í metani Mars væri það til marks um að örverur myndi gasið eða hafi á einhverjum tímapunkti gert það.Samkvæmt umfjöllun Guardian búast vísindamenn ESA við því að það muni taka um ár að grandskoða þá helstu staði Mars þar sem finna má metan. Hins vegar vonast þeir til þess að svara spurningunni um uppruna metansins á næstu tveimur mánuðum.Ef í ljós kemur að örverur myndi ekki metanið er það þó til marks um að finna megi vatn í fljótandi formi undir yfirborði plánetunnar. „Vitandi það að vatna er mikilvægt lífi, eins og við þekkjum það, væru það góðar fréttir varðandi vonir okkar á að finna lífverur á Mars,“ segir vísindamaðurinn Mark McCaughrean. Mars Tækni Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Vísindamenn vonast til þess að geta leyst einn af stærri leyndardómum Mars á næstu mánuðum. Gervihnöttur sem er nú á braut um rauðu plánetuna er sérhannaður til þess að komast að því hvort lífverur myndi metangas á Mars. Um er að ræða sameiginlegt verkefni Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) og Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Metan hefur fundist á Mars en ekki liggur fyrir hvernig það myndast. Fyrst fannst gasið á Mars árið 2004 með Mars Express geimfarinu. Tíu árum seinna greindi Curiosity einnig metan á Mars. Metan ætti að eyðast á yfirborði Mars vegna mikillar útfjólubláar geislunar. Því telja vísindamenn að það sé sífellt að myndast á plánetunni. Hér á jörðinni verður metan að mestu til vegna örvera en gasið getur einnig myndast neðanjarðar. Gervihnötturinn Trace Gas Orbiter hefur verið á sporbraut um Mars í rúmt ár. Þegar TGO kom til mars varpaði gervihnötturinn Schiaparelli á yfirborð plánetunnar. Schiaparelli fórst þó við lendinguna. Kveikt var á skynjurum TGO í síðustu viku. Nú er gervihnötturinn í um 400 kílómetra hæð og birti ESA fyrstu myndina sem tekin var úr gervihnettinum í fyrradag.#ICYMI Our #ExoMars@ESA_TGO spacecraft has returned the first images of #Mars from its new orbit - this image shows a 40 km-long segment of Korolev Crater Details: https://t.co/NYznK9Hphepic.twitter.com/guvvdA6qEi — ESA (@esa) April 26, 2018 Með því að greina andrúmsloft Mars má sjá samsetningu þess. Finnist mikið af lífrænum eindum í metani Mars væri það til marks um að örverur myndi gasið eða hafi á einhverjum tímapunkti gert það.Samkvæmt umfjöllun Guardian búast vísindamenn ESA við því að það muni taka um ár að grandskoða þá helstu staði Mars þar sem finna má metan. Hins vegar vonast þeir til þess að svara spurningunni um uppruna metansins á næstu tveimur mánuðum.Ef í ljós kemur að örverur myndi ekki metanið er það þó til marks um að finna megi vatn í fljótandi formi undir yfirborði plánetunnar. „Vitandi það að vatna er mikilvægt lífi, eins og við þekkjum það, væru það góðar fréttir varðandi vonir okkar á að finna lífverur á Mars,“ segir vísindamaðurinn Mark McCaughrean.
Mars Tækni Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira