Fundu stærðarinnar fjöldagröf barna í Perú Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 21:51 Talið er að öllum börnunum, sem og dýrunum, hafi verið fórnað í einni athöfn á árunum 1400 til 1450. Vísir/EPA Fornleifafræðingar hafa fundið 140 beinagrindur barna í fjöldagröf í Perú. Talið er að börnunum hafi verið fórnað í grimmilegri athöfn fyrir um 550 árum. Sömuleiðis fundust beinagrindur um 200 lamadýra. Fornleifafræðingar telja að trúarleiðtogar Chimu-veldisins hafi fórnað börnunum, sem voru fimm til fjórtán ára gömul, vegna mikilla flóða sem hafi orðið á svæðinu. Talið er að öllum börnunum, sem og dýrunum, hafi verið fórnað í einni athöfn á árunum 1400 til 1450. Líklegast er um stærstu barnafórn sem fundist hefur. Áður höfðu líkamsleifar 42 barna sem fórnað var af Astekum fundist í Mexíkó. Chimuveldið stjórnaði stóru svæði í Suður-Ameríku áður en Inkaveldið lagði það undir sig.Fornleifafræðingurinn John Verano, sem kom að uppgreftrinum, segir í samtali við National Geographic að hann hafi aldrei átt von á þessum fundi.Útlit er fyrir að hjörtu barnanna hafi verið fjarlægð.Vísir/EPAUppgröfturinn hefur staðið yfir í nokkur ár og árið 2011 fundust beinagrindur 42 barna og 76 lamadýra. Andlit barnanna voru þakin rauðum lit og voru brjósthol þeirra opnuð. Fornleifafræðingar telja það hafa verið gert svo hægt væri að fjarlægja úr þeim hjörtun. Beinagrindur þriggja fullorðinna aðila fundust einnig á svæðinu og virðist þau hafa dáið vegna höfuðhöggs. Talið er að þau hafi komið að athöfninni með einhverjum hætti. Fjöldagröfin fannst mjög nærri íbúðabyggð við strendur Kyrrahafsins eftir að íbúar létu fornleifafræðinga vita af beinagrindum í sandhólum nærri heimilum þeirra.Af hverju? Einn fornleifafræðingur segir alla þá sem hann hefur rætt við um fórnarathöfnina byrja á því að spyrja: Af hverju? Svarið við þeirri spurningu gæti fundist í jarðveginum sem líkin fundust í. Þau voru tiltölulega vel varðveitt í þykku leirlagi sem gefur í skyn að gífurleg rigning hafi verið á svæðinu. Þá rigningu væri hægt að rekja til veðurfyrirbrigðisins El Niño, sem tengist sjávarhitafrávikum í Kyrrahafinu og hefur áhrif á veðurfar víða um heim.Fornleifafræðingar á svæðinu rannsaka nú aðra staði þar sem svipaðar fórnarathafnir voru framkvæmdar og segja mögulegt að þessi fundur sé einungis toppurinn á ísjakanum. Mexíkó Perú Suður-Ameríka Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Fornleifafræðingar hafa fundið 140 beinagrindur barna í fjöldagröf í Perú. Talið er að börnunum hafi verið fórnað í grimmilegri athöfn fyrir um 550 árum. Sömuleiðis fundust beinagrindur um 200 lamadýra. Fornleifafræðingar telja að trúarleiðtogar Chimu-veldisins hafi fórnað börnunum, sem voru fimm til fjórtán ára gömul, vegna mikilla flóða sem hafi orðið á svæðinu. Talið er að öllum börnunum, sem og dýrunum, hafi verið fórnað í einni athöfn á árunum 1400 til 1450. Líklegast er um stærstu barnafórn sem fundist hefur. Áður höfðu líkamsleifar 42 barna sem fórnað var af Astekum fundist í Mexíkó. Chimuveldið stjórnaði stóru svæði í Suður-Ameríku áður en Inkaveldið lagði það undir sig.Fornleifafræðingurinn John Verano, sem kom að uppgreftrinum, segir í samtali við National Geographic að hann hafi aldrei átt von á þessum fundi.Útlit er fyrir að hjörtu barnanna hafi verið fjarlægð.Vísir/EPAUppgröfturinn hefur staðið yfir í nokkur ár og árið 2011 fundust beinagrindur 42 barna og 76 lamadýra. Andlit barnanna voru þakin rauðum lit og voru brjósthol þeirra opnuð. Fornleifafræðingar telja það hafa verið gert svo hægt væri að fjarlægja úr þeim hjörtun. Beinagrindur þriggja fullorðinna aðila fundust einnig á svæðinu og virðist þau hafa dáið vegna höfuðhöggs. Talið er að þau hafi komið að athöfninni með einhverjum hætti. Fjöldagröfin fannst mjög nærri íbúðabyggð við strendur Kyrrahafsins eftir að íbúar létu fornleifafræðinga vita af beinagrindum í sandhólum nærri heimilum þeirra.Af hverju? Einn fornleifafræðingur segir alla þá sem hann hefur rætt við um fórnarathöfnina byrja á því að spyrja: Af hverju? Svarið við þeirri spurningu gæti fundist í jarðveginum sem líkin fundust í. Þau voru tiltölulega vel varðveitt í þykku leirlagi sem gefur í skyn að gífurleg rigning hafi verið á svæðinu. Þá rigningu væri hægt að rekja til veðurfyrirbrigðisins El Niño, sem tengist sjávarhitafrávikum í Kyrrahafinu og hefur áhrif á veðurfar víða um heim.Fornleifafræðingar á svæðinu rannsaka nú aðra staði þar sem svipaðar fórnarathafnir voru framkvæmdar og segja mögulegt að þessi fundur sé einungis toppurinn á ísjakanum.
Mexíkó Perú Suður-Ameríka Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira