Ólafur: Valsmenn fá harða keppni Smári Jökull Jónsson skrifar 28. apríl 2018 16:23 Ólafur Kristjánsson þjálfari FH. vísir „Þrjú stig er það sem við komum hingað til að ná í og mér fannst liðið vinna virkilega vel til að ná því,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir sigur hjá Hafnfirðingum í Grindavík í 1.umferð Pepsi-deildarinnar. „Í fyrri hálfleik var Grindavíkur liðið mjög þétt og við komumst ekki eins vel undir þá og við hefðum viljað. Lenny (Steven Lennon) skoraði frábært mark og við áttum möguleika rétt á undan þar sem vantaði millimetra uppá. Grindavík var meira á boltanum í seinni hálfleik en við áttum stóru tækifærin í þessum leik,“ bætti Ólafur við. FH gekk illa í Lengjubikarnum en það hefur verið stígandi í leik liðsins undanfarið og leikur liðsins í dag var nokkuð góður. „Síðustu leikir hafa verið fínir. Við höfum verið agaðir varnarlega, prýðilegir sóknarlega og skapað nokkuð af færum. Þetta er ágætis stígandi.“ Helgi Mikael Jónasson dómari gaf leikmönnum 8 gul spjöld í dag og var duglegur að refsa mönnum fyrir tuð. „Mér fannst leikurinn alls ekki grófur. Oft þegar maður tapar og talar um dómgæslu hljómar maður eins og einhver vælukjói. En ég átti erfitt með að skilja línuna í dag, virkilega erfitt.“ Næst er bikarleikur hjá FH-ingum og svo leikur gegn Blikum sem Ólafur þjálfaði áður. „Það er bikarleikur á þriðjudag og Blikaleikur í næstu umferð. Þetta er ákveðinn tröppugangur en við stefnum á sigur í hverjum leik. Nú er þessum lokið og hann lofar fínu. Við þurfum að halda áfram að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ólafur og bætti við að Valsmenn myndu fá harða keppni um titilinn en flestir búast við að Valsmenn verji Íslandsmeistaratitilinn. „Þessi flestir eru nú oft í þinni stétt, kollegar þínir. Auðvitað höfum við þjálfarar og leikmenn í deildinni séð að Valsmenn eru með firnasterkt lið. Maður sér á byrjunninni á mótinu að það er ekkert gefið eftir. Það eru allir með autt blað, margir vilja minna mótið og þeir fá harða keppni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-1 | Lennon tryggði FH sigur í Grindavík FH sótti þrjú stig til Grindavíkur þegar þeir unnu 1-0 sigur í 1.umferð Pepsi-deildar karla. Steven Lennon skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og FH hefur Íslandsmótið því á sigri. 28. apríl 2018 17:15 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
„Þrjú stig er það sem við komum hingað til að ná í og mér fannst liðið vinna virkilega vel til að ná því,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir sigur hjá Hafnfirðingum í Grindavík í 1.umferð Pepsi-deildarinnar. „Í fyrri hálfleik var Grindavíkur liðið mjög þétt og við komumst ekki eins vel undir þá og við hefðum viljað. Lenny (Steven Lennon) skoraði frábært mark og við áttum möguleika rétt á undan þar sem vantaði millimetra uppá. Grindavík var meira á boltanum í seinni hálfleik en við áttum stóru tækifærin í þessum leik,“ bætti Ólafur við. FH gekk illa í Lengjubikarnum en það hefur verið stígandi í leik liðsins undanfarið og leikur liðsins í dag var nokkuð góður. „Síðustu leikir hafa verið fínir. Við höfum verið agaðir varnarlega, prýðilegir sóknarlega og skapað nokkuð af færum. Þetta er ágætis stígandi.“ Helgi Mikael Jónasson dómari gaf leikmönnum 8 gul spjöld í dag og var duglegur að refsa mönnum fyrir tuð. „Mér fannst leikurinn alls ekki grófur. Oft þegar maður tapar og talar um dómgæslu hljómar maður eins og einhver vælukjói. En ég átti erfitt með að skilja línuna í dag, virkilega erfitt.“ Næst er bikarleikur hjá FH-ingum og svo leikur gegn Blikum sem Ólafur þjálfaði áður. „Það er bikarleikur á þriðjudag og Blikaleikur í næstu umferð. Þetta er ákveðinn tröppugangur en við stefnum á sigur í hverjum leik. Nú er þessum lokið og hann lofar fínu. Við þurfum að halda áfram að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ólafur og bætti við að Valsmenn myndu fá harða keppni um titilinn en flestir búast við að Valsmenn verji Íslandsmeistaratitilinn. „Þessi flestir eru nú oft í þinni stétt, kollegar þínir. Auðvitað höfum við þjálfarar og leikmenn í deildinni séð að Valsmenn eru með firnasterkt lið. Maður sér á byrjunninni á mótinu að það er ekkert gefið eftir. Það eru allir með autt blað, margir vilja minna mótið og þeir fá harða keppni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-1 | Lennon tryggði FH sigur í Grindavík FH sótti þrjú stig til Grindavíkur þegar þeir unnu 1-0 sigur í 1.umferð Pepsi-deildar karla. Steven Lennon skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og FH hefur Íslandsmótið því á sigri. 28. apríl 2018 17:15 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - FH 0-1 | Lennon tryggði FH sigur í Grindavík FH sótti þrjú stig til Grindavíkur þegar þeir unnu 1-0 sigur í 1.umferð Pepsi-deildar karla. Steven Lennon skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og FH hefur Íslandsmótið því á sigri. 28. apríl 2018 17:15