Föstudagsplaylisti Sólveigar Matthildar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. apríl 2018 12:00 Sólveig Matthildur. Aðsend mynd Sólveig Matthildur á föstudagsplaylistann þessa vikuna. Hún spilaði síðastliðna helgi á Roadburn-hátíðinni í Tilburg í Hollandi, bæði með hljómsveit sinni Kælunni Miklu, og sólóefni undir eigin nafni. Kælan Mikla hefur vakið mikla athygli erlendis undanfarið, og nýverið var tilkynnt að sveitin myndi spila á Meltdown-hátíðinni í Bretlandi næsta sumar. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar í ár er Robert Smith, forsprakki The Cure, og tilkynnti hann stúlkunum í Kælunni Miklu um val sitt á þeim í persónulegu bréfi. Sólveig hefur í nógu að snúast, er á stöðugum tónleikaferðalögum, og stendur þar að auki á bak við bæði tónlistarútgáfuna Hið Myrka Man og tónlistartímaritið Myrkfælni. Á milli ferðalaga býr hún í Berlín. „Ég hef engan áhuga á að fara út og hitta fólk á föstudögum. Þá spila ég þennan lista og drekk rauðvín, legg niður æsispennandi kapal og leysi sudoku þrautir“, sagði Sólveig um lagalistann. Hann er í ætt við tónlist hennar, drungalegar hljóðgervlabylgjur í fyrirrúmi. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Sólveig Matthildur á föstudagsplaylistann þessa vikuna. Hún spilaði síðastliðna helgi á Roadburn-hátíðinni í Tilburg í Hollandi, bæði með hljómsveit sinni Kælunni Miklu, og sólóefni undir eigin nafni. Kælan Mikla hefur vakið mikla athygli erlendis undanfarið, og nýverið var tilkynnt að sveitin myndi spila á Meltdown-hátíðinni í Bretlandi næsta sumar. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar í ár er Robert Smith, forsprakki The Cure, og tilkynnti hann stúlkunum í Kælunni Miklu um val sitt á þeim í persónulegu bréfi. Sólveig hefur í nógu að snúast, er á stöðugum tónleikaferðalögum, og stendur þar að auki á bak við bæði tónlistarútgáfuna Hið Myrka Man og tónlistartímaritið Myrkfælni. Á milli ferðalaga býr hún í Berlín. „Ég hef engan áhuga á að fara út og hitta fólk á föstudögum. Þá spila ég þennan lista og drekk rauðvín, legg niður æsispennandi kapal og leysi sudoku þrautir“, sagði Sólveig um lagalistann. Hann er í ætt við tónlist hennar, drungalegar hljóðgervlabylgjur í fyrirrúmi.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“