Samgöngur fyrir fólk Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir skrifar 28. apríl 2018 06:00 Reykjavík stendur frammi fyrir samgönguvanda. Það tekur nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti fjölgaði bílum meira en fólki síðasta kjörtímabil. Það gerist þvert á yfirlýst markmið um annað. Ljóst er að samgönguvandi borgarinnar hefur aukist í tíð núverandi meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur áherslu á spennandi en jafnframt skynsamlegar lausnir í samgöngumálum. Við viljum vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk, með áherslu á styttri ferðatíma. Það er lífsgæðamál fyrir borgarbúa. Við viljum minnka kolefnisspor og leggjum áherslu á að Reykjavík verði leiðandi í rafbílavæðingu. Stórbæta þarf aðgengi að hleðslustöðvum fyrir íbúa borgarinnar, ekki síst þá sem búa í fjölbýlum. Þannig auðveldum við fólki að nýta hreina íslenska orku. Reykjavík er í kjöraðstöðu sem helsti eigandi Orkuveitu Reykjavíkur til að leiða þetta verkefni. Við viljum efla almenningssamgöngur og gera þær að raunhæfum valkosti fyrir fleiri. Það er lykilþáttur við lausn samgönguvandans. Kannanir sýna að helst mætti fjölga notendum ef ferðatími væri styttri. Við leggjum því áherslu á fleiri sérakreinar sem stuðla að styttri ferðatíma.Hildur Björnsdóttir.Það þarf að fjárfesta í bættum almenningssamgöngum, en við teljum ekki unnt að taka upplýsta afstöðu til hugmynda um Borgarlínu á þessu stigi. Málið er ekki svart eða hvítt, það er margvíslega grátóna. Tillagan er á þróunarstigi, kostnaður óljós og aðkoma annarra sveitarfélaga á reiki. Við leggjumst gegn hugmyndum Samfylkingar um að tvöfalda skuldir borgarsjóðs til að fjármagna verkefnið. Það er óábyrgt að skuldsetja framtíðina með veði í óljósum hugmyndum stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því talsvert vegpláss. Við viljum hvetja til aukins samflots í bílum svo bæta megi nýtingu vega og minnka kolefnisspor. Við leggjum því til að sérakreinar fyrir almenningssamgöngur verði einnig nýttar af þeim sem fjölmenna í bíla, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð. Við viljum fara í nauðsynlegar úrbætur á hættulegustu gatnamótum borgarinnar. Eins þarf að nýta nútímatækni svo betur megi stýra ljósum og umferð. Í þessum efnum sækjum við fyrirmyndir til erlendra borga. Bæta þarf aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Það er samgöngumál, en ekki síður lýðheilsumál. Í dag ferðast mun fleiri með hjóli en almenningssamgöngum, og því ljóst að samgöngumátinn hentar mörgum. Við viljum að Reykjavík skapi mun betri skilyrði fyrir þá sem kjósa að ganga eða hjóla. Breyta þarf skipulagi svo fleiri geti starfað austarlega í borginni. Í dag liggja umferðarstraumar til vesturs að morgni en austurs að kvöldi. Hér þarf að ná jafnvægi í borgarskipulagi. Við viljum fjölga vinnustöðum í austurhluta borgarinnar og auka byggð í vesturhlutanum. Þannig má skapa betri hringrás í umferð og svara eftirspurn eftir búsetukostum vestarlega. Sjálfstæðisflokkurinn vill fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur. Við leggjum áherslu á vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Við viljum skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum og bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Reykjavík stendur frammi fyrir samgönguvanda. Það tekur nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti fjölgaði bílum meira en fólki síðasta kjörtímabil. Það gerist þvert á yfirlýst markmið um annað. Ljóst er að samgönguvandi borgarinnar hefur aukist í tíð núverandi meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur áherslu á spennandi en jafnframt skynsamlegar lausnir í samgöngumálum. Við viljum vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk, með áherslu á styttri ferðatíma. Það er lífsgæðamál fyrir borgarbúa. Við viljum minnka kolefnisspor og leggjum áherslu á að Reykjavík verði leiðandi í rafbílavæðingu. Stórbæta þarf aðgengi að hleðslustöðvum fyrir íbúa borgarinnar, ekki síst þá sem búa í fjölbýlum. Þannig auðveldum við fólki að nýta hreina íslenska orku. Reykjavík er í kjöraðstöðu sem helsti eigandi Orkuveitu Reykjavíkur til að leiða þetta verkefni. Við viljum efla almenningssamgöngur og gera þær að raunhæfum valkosti fyrir fleiri. Það er lykilþáttur við lausn samgönguvandans. Kannanir sýna að helst mætti fjölga notendum ef ferðatími væri styttri. Við leggjum því áherslu á fleiri sérakreinar sem stuðla að styttri ferðatíma.Hildur Björnsdóttir.Það þarf að fjárfesta í bættum almenningssamgöngum, en við teljum ekki unnt að taka upplýsta afstöðu til hugmynda um Borgarlínu á þessu stigi. Málið er ekki svart eða hvítt, það er margvíslega grátóna. Tillagan er á þróunarstigi, kostnaður óljós og aðkoma annarra sveitarfélaga á reiki. Við leggjumst gegn hugmyndum Samfylkingar um að tvöfalda skuldir borgarsjóðs til að fjármagna verkefnið. Það er óábyrgt að skuldsetja framtíðina með veði í óljósum hugmyndum stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því talsvert vegpláss. Við viljum hvetja til aukins samflots í bílum svo bæta megi nýtingu vega og minnka kolefnisspor. Við leggjum því til að sérakreinar fyrir almenningssamgöngur verði einnig nýttar af þeim sem fjölmenna í bíla, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð. Við viljum fara í nauðsynlegar úrbætur á hættulegustu gatnamótum borgarinnar. Eins þarf að nýta nútímatækni svo betur megi stýra ljósum og umferð. Í þessum efnum sækjum við fyrirmyndir til erlendra borga. Bæta þarf aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Það er samgöngumál, en ekki síður lýðheilsumál. Í dag ferðast mun fleiri með hjóli en almenningssamgöngum, og því ljóst að samgöngumátinn hentar mörgum. Við viljum að Reykjavík skapi mun betri skilyrði fyrir þá sem kjósa að ganga eða hjóla. Breyta þarf skipulagi svo fleiri geti starfað austarlega í borginni. Í dag liggja umferðarstraumar til vesturs að morgni en austurs að kvöldi. Hér þarf að ná jafnvægi í borgarskipulagi. Við viljum fjölga vinnustöðum í austurhluta borgarinnar og auka byggð í vesturhlutanum. Þannig má skapa betri hringrás í umferð og svara eftirspurn eftir búsetukostum vestarlega. Sjálfstæðisflokkurinn vill fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur. Við leggjum áherslu á vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Við viljum skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum og bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun