Katrín segir mikilvægt að endurskoðun almannatrygginga gangi hratt Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2018 19:28 Forsætisráðherra leggur áherslu á að starfshópur sem á að endurskoða almannatryggingakerfið vinni hratt, vegna óánægju bæði öryrkja og eldri borgara með ýmsar skerðingar í kerfinu. Þingaður Flokks fólksins segir sambúðarfólk á lífeyri skattlagt um 20 prósent umfram aðra skattgreiðendur. Þingmaður Flokks fólksins segir lífeyriskerfi almannatrygginga fela í sér aðskilnaðarstefnu þar sem bætur eldri borgara og öryrkja skerðist um tugi þúsunda gangi þau í hjónaband. Forsætisráðherra segir nefnd að störfum sem fara eigi yfir allt bótakerfið og vonar að nefndin vinni hratt. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins vakti athygli á því í morgun að bætur eldri borgara og öryrkja færu eftir hjúskaparstöðu þeirra. „Það er aðskilnaðarstefna í boði ríkisins í gangi. Það er stefna stjórnvalda að skilja að veikt fólk, eldri borgara þessa lands. Hún fer fram á þann hátt að ef þessir einstaklingar ætla að ganga í hjónaband eða búa saman missa þau sextíu þúsund krónur á mánuði fyrir einstaklinginn. Hundrað og tuttugu þúsund samtals,“ sagði Guðmundur Ingi. Þá væru bætur skertar enn frekar ef lífeyrisþegi byggi með öðrum eins og fötluðu barni. Með þessu væri verið að skattleggja þetta fólk aukalega um 20 prósent. Dró þingmaðurinn í efa að þessi framkvæmd stæðist mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stjórnarskrána. „Og ég spyr forsætisráðherra, ætlar hún að gera eitthvað í þessu strax? Finnst henni eðlilegt að taka einn hóp út og skerða hann á þennan hátt,“ spurði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp að breytingar hafi verið gerðar á almannatryggingakerfinu árið 2016 og þá hafi verið deilt um að þeir sem byggju einir fengju meiri bætur en þeir sem væru í sambúð með þeim rökum að þeir þyrftu frekar á því að halda. Öryrkjabandalagið hafi sagt sig frá vinnu um þessi mál á lokametrunum árið 2016 en fulltrúar eldri borgara ekki. Nú vilji eldri borgarar skoða hvernig þessi breyting hafi komið út fyrir tekjulægri einstaklinga. „Það varð ósætti um niðurstöður í málefnum lífeyrisþega. Nú eru menn sestir aftur við borðið og ég bind miklar vonir við að við getum saman komið okkur, stjórnmálin og fulltrúar örorkulífeyrisþega ÖBÍ og Þroskahjálp, um ásættanlegar breytingar á kerfinu til hagsbóta fyrir örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Guðmundur Ingi tali óþarfa að setja málið aftur í nefnd, aðeins þyrfti vilja til breytinga. Katrín sagði hins vegar nauðsynlegt að skoða málið í nefnd þar sem ekki hafi verið samstaða við gerð laganna árið 2016. „Nú er búið að skipa hópinn. Það er verið að boða fyrsta fundinn. Ég legg áherslu á að sá hópur vinni hratt af því að þetta er mál sem á ekki að bíða. En við eigum að sjálfsögðu að ná einhverri niðurstöðu um það hvernig kerfið sjálft lítur út. Ég trúi ekki öðru en allir háttvirtir þingmenn séu sammála um það. Ég veit að háttvirtur þingmaður situr sjálfur í nefndinni sem fulltrúi þingsins og ég bara treysti á ykkur í þessum hóp; að þið muni ýta þessum málum hratt og örugglega áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Forsætisráðherra leggur áherslu á að starfshópur sem á að endurskoða almannatryggingakerfið vinni hratt, vegna óánægju bæði öryrkja og eldri borgara með ýmsar skerðingar í kerfinu. Þingaður Flokks fólksins segir sambúðarfólk á lífeyri skattlagt um 20 prósent umfram aðra skattgreiðendur. Þingmaður Flokks fólksins segir lífeyriskerfi almannatrygginga fela í sér aðskilnaðarstefnu þar sem bætur eldri borgara og öryrkja skerðist um tugi þúsunda gangi þau í hjónaband. Forsætisráðherra segir nefnd að störfum sem fara eigi yfir allt bótakerfið og vonar að nefndin vinni hratt. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins vakti athygli á því í morgun að bætur eldri borgara og öryrkja færu eftir hjúskaparstöðu þeirra. „Það er aðskilnaðarstefna í boði ríkisins í gangi. Það er stefna stjórnvalda að skilja að veikt fólk, eldri borgara þessa lands. Hún fer fram á þann hátt að ef þessir einstaklingar ætla að ganga í hjónaband eða búa saman missa þau sextíu þúsund krónur á mánuði fyrir einstaklinginn. Hundrað og tuttugu þúsund samtals,“ sagði Guðmundur Ingi. Þá væru bætur skertar enn frekar ef lífeyrisþegi byggi með öðrum eins og fötluðu barni. Með þessu væri verið að skattleggja þetta fólk aukalega um 20 prósent. Dró þingmaðurinn í efa að þessi framkvæmd stæðist mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stjórnarskrána. „Og ég spyr forsætisráðherra, ætlar hún að gera eitthvað í þessu strax? Finnst henni eðlilegt að taka einn hóp út og skerða hann á þennan hátt,“ spurði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp að breytingar hafi verið gerðar á almannatryggingakerfinu árið 2016 og þá hafi verið deilt um að þeir sem byggju einir fengju meiri bætur en þeir sem væru í sambúð með þeim rökum að þeir þyrftu frekar á því að halda. Öryrkjabandalagið hafi sagt sig frá vinnu um þessi mál á lokametrunum árið 2016 en fulltrúar eldri borgara ekki. Nú vilji eldri borgarar skoða hvernig þessi breyting hafi komið út fyrir tekjulægri einstaklinga. „Það varð ósætti um niðurstöður í málefnum lífeyrisþega. Nú eru menn sestir aftur við borðið og ég bind miklar vonir við að við getum saman komið okkur, stjórnmálin og fulltrúar örorkulífeyrisþega ÖBÍ og Þroskahjálp, um ásættanlegar breytingar á kerfinu til hagsbóta fyrir örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Guðmundur Ingi tali óþarfa að setja málið aftur í nefnd, aðeins þyrfti vilja til breytinga. Katrín sagði hins vegar nauðsynlegt að skoða málið í nefnd þar sem ekki hafi verið samstaða við gerð laganna árið 2016. „Nú er búið að skipa hópinn. Það er verið að boða fyrsta fundinn. Ég legg áherslu á að sá hópur vinni hratt af því að þetta er mál sem á ekki að bíða. En við eigum að sjálfsögðu að ná einhverri niðurstöðu um það hvernig kerfið sjálft lítur út. Ég trúi ekki öðru en allir háttvirtir þingmenn séu sammála um það. Ég veit að háttvirtur þingmaður situr sjálfur í nefndinni sem fulltrúi þingsins og ég bara treysti á ykkur í þessum hóp; að þið muni ýta þessum málum hratt og örugglega áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira