Treyjan er tileinkuð séra Friðriki Friðrikssyni, sem var einn af stofnendum Vals, sem og „mörgum af bestu sonum og dætrum Vals,“ eins og segir í tilkynningu frá félaginu.
150 ár eru liðin frá fæðingu séra Friðriks og skartar treyjan fæðingarári og nafni hans á kraganum. Innan á treyjuna er rituð tilvitnun í frægustu orð hans: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði.“
Á treyjuna eru einnig prentuð nöfn 53 leikmanna sem leikið hafa með Val og landsliði Íslands í knattspyrnu.
Þessi treyja verður eingöngu notuð í sumar og hún er framleidd af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Macron.