Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. apríl 2018 13:00 Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. „Grindvíkingarnir komu öllum á óvart á síðasta tímabili, spiluðu með mikilli stemmingu og voru með markahæsta leikmann Íslandsmótsins sem var algjörlega frábær. Í ár eru spurningamerki við það hver á að skora mörkin en við spáum þeim góðu gengi því liðið er vel skipulagt,“ sagði sérfræðingurinn Reynir Leósson. „Nýliðar í deildinni sem áttu gott ár í fyrra og gerðu vel í að komast upp. Áttunda sætið er ekkert óeðlilegt fyrir lið eins og Fylki, þetta er virkilega vinnusamt lið, dugnaðarlið og heiðarlegt lið,“ var sérfræðiálit Þorvalds Örlygssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Ef að þetta yrði niðurstaðan yrðum við nokkuð sáttir með það,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur. „Þetta er þriðja árið mitt sem þjálfari og það hefur alltaf verið pælingin, hver á að skora mörkin? Núna reynum við að gera okkar sóknarleik aðeins fjölbreyttari og þá fæ ég vonandi fleiri markaskorara.“ Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, sagði þetta bestu útkomuna sem Fylkir hafði fengið úr spám fjölmiðla fyrir tímabilið. „Við tókum þá meðvituðu ákvörðun að treysta á mannskapinn sem gerði góða hluti í fyrra. Við treystum á þessa stráka og það hefur verið mikið ákall í íslenskum fótbolta að gefa íslensku strákunum tækifæri.“ „Ég er mjög sáttur við okkar árangur í vetur. Við höfum unnið fleiri leiki en tapað og unnið öll stærstu lið Íslands í vetur. Það er kannski klisjukennt að segja það en hver leikur skiptir máli. Það er aldrei rangur tími til þess að vinna fótboltaleiki,“ sagði Helgi Sigurðsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Grindavík og Fylki má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. „Grindvíkingarnir komu öllum á óvart á síðasta tímabili, spiluðu með mikilli stemmingu og voru með markahæsta leikmann Íslandsmótsins sem var algjörlega frábær. Í ár eru spurningamerki við það hver á að skora mörkin en við spáum þeim góðu gengi því liðið er vel skipulagt,“ sagði sérfræðingurinn Reynir Leósson. „Nýliðar í deildinni sem áttu gott ár í fyrra og gerðu vel í að komast upp. Áttunda sætið er ekkert óeðlilegt fyrir lið eins og Fylki, þetta er virkilega vinnusamt lið, dugnaðarlið og heiðarlegt lið,“ var sérfræðiálit Þorvalds Örlygssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Ef að þetta yrði niðurstaðan yrðum við nokkuð sáttir með það,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur. „Þetta er þriðja árið mitt sem þjálfari og það hefur alltaf verið pælingin, hver á að skora mörkin? Núna reynum við að gera okkar sóknarleik aðeins fjölbreyttari og þá fæ ég vonandi fleiri markaskorara.“ Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, sagði þetta bestu útkomuna sem Fylkir hafði fengið úr spám fjölmiðla fyrir tímabilið. „Við tókum þá meðvituðu ákvörðun að treysta á mannskapinn sem gerði góða hluti í fyrra. Við treystum á þessa stráka og það hefur verið mikið ákall í íslenskum fótbolta að gefa íslensku strákunum tækifæri.“ „Ég er mjög sáttur við okkar árangur í vetur. Við höfum unnið fleiri leiki en tapað og unnið öll stærstu lið Íslands í vetur. Það er kannski klisjukennt að segja það en hver leikur skiptir máli. Það er aldrei rangur tími til þess að vinna fótboltaleiki,“ sagði Helgi Sigurðsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Grindavík og Fylki má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
„Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30
Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45