Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2018 19:15 Töluverðar breytingar verða gerðar á tilhögun strandveiða í sumar og aflaheimildir meðal annars auknar um fimmtán hundruð tonn. Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. Það er smátt og smátt að skýrast hvaða mál verða samþykkt á vorþingi. En ljóst er að stjórnarflokkarnir ná aðeins að leggja fram hluta þeirra mála sem stefnt var að fyrir sumarið. Nú er hálfur mánuður þar til tveggja vikna hlé verður gert á störfum Alþingis vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mál eru þegar farin að koma út úr nefndum. þannig voru þrettán frumvörp og þingsályktanir ýmist til annarrar eða síðari umræðu á dagskrá Alþingis í dag. Eitt þessara mála er frumvarp um töluverðar breytingar á lögum um strandveiðar. En samkvæmt gildandi lögum hefur aflaheimildum verið skipt í potta á einstök veiðisvæði í kringum um landið. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnumálanefndar segir sjómenn síðan hafa verið í kappi við hver annan og veðrið við að hala aflanum inn sem skjótast í hverjum mánuði. „Við ætlum í sumar að gera tilraun með tólf daga í mánuði fyrir hvern bát. Og hafa þannig aukinn sveigjanleika og tryggja frekara öryggi. Menn geta valið sér þann dag sem bestur er til róðra,“ segir Lilja Rafney. Verulega verði bætt við veiðiheimildir með ónýttum heimildum innan 5,3 prósenta af heildarveiðiheimildum á fiskveiðiárinu. En ráðherra geti stöðvað veiðarnar ef aflinn næst áður en veiðitímabilinu lýkur. „En ráðherra hefur líka heimild samkvæmt reglugerð til að bæta ónýttum heimildum inn í kerfið þegar líður á sumarið ef þörf verður á,“ segir Lilja Rafney. Hins vegar sé ólíklegt að til þess þurfi að koma enda verði heimildir auknar í 11.200 tonn eða um tæplega fimmtán hundruð tonn. Þá verður ufsinn settur í sviga og ekki talinn með eins og áður var gert. Svæðaskiptingu veiðanna verður haldið og menn verða að skrá sig á tiltekin svæði þótt nú verði um að ræða heildarkvóta fyrir öll svæðin. „Og síðan fer það eftir því hvernig gæftir verða og hvernig gengur að veiða hjá hverjum og einum sem skráir sig inn í strandveiðar hve hratt gengur á þann pott,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir. Alþingi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Töluverðar breytingar verða gerðar á tilhögun strandveiða í sumar og aflaheimildir meðal annars auknar um fimmtán hundruð tonn. Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. Það er smátt og smátt að skýrast hvaða mál verða samþykkt á vorþingi. En ljóst er að stjórnarflokkarnir ná aðeins að leggja fram hluta þeirra mála sem stefnt var að fyrir sumarið. Nú er hálfur mánuður þar til tveggja vikna hlé verður gert á störfum Alþingis vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mál eru þegar farin að koma út úr nefndum. þannig voru þrettán frumvörp og þingsályktanir ýmist til annarrar eða síðari umræðu á dagskrá Alþingis í dag. Eitt þessara mála er frumvarp um töluverðar breytingar á lögum um strandveiðar. En samkvæmt gildandi lögum hefur aflaheimildum verið skipt í potta á einstök veiðisvæði í kringum um landið. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnumálanefndar segir sjómenn síðan hafa verið í kappi við hver annan og veðrið við að hala aflanum inn sem skjótast í hverjum mánuði. „Við ætlum í sumar að gera tilraun með tólf daga í mánuði fyrir hvern bát. Og hafa þannig aukinn sveigjanleika og tryggja frekara öryggi. Menn geta valið sér þann dag sem bestur er til róðra,“ segir Lilja Rafney. Verulega verði bætt við veiðiheimildir með ónýttum heimildum innan 5,3 prósenta af heildarveiðiheimildum á fiskveiðiárinu. En ráðherra geti stöðvað veiðarnar ef aflinn næst áður en veiðitímabilinu lýkur. „En ráðherra hefur líka heimild samkvæmt reglugerð til að bæta ónýttum heimildum inn í kerfið þegar líður á sumarið ef þörf verður á,“ segir Lilja Rafney. Hins vegar sé ólíklegt að til þess þurfi að koma enda verði heimildir auknar í 11.200 tonn eða um tæplega fimmtán hundruð tonn. Þá verður ufsinn settur í sviga og ekki talinn með eins og áður var gert. Svæðaskiptingu veiðanna verður haldið og menn verða að skrá sig á tiltekin svæði þótt nú verði um að ræða heildarkvóta fyrir öll svæðin. „Og síðan fer það eftir því hvernig gæftir verða og hvernig gengur að veiða hjá hverjum og einum sem skráir sig inn í strandveiðar hve hratt gengur á þann pott,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Alþingi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira