Grobbelaar er enn á svörtum lista í Róm Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. apríl 2018 12:00 Grobbelaar fagnar titlinum með Phil Neal. vísir/getty Þar sem Liverpool og Roma mætast í Meistaradeildinni í kvöld er mikið verið að rifja upp sögulegan úrslitaleik félaganna í Evrópukeppninni árið 1984. Sá leikur fór fram á Ólympíuleikvanginum í Róm og Rómverjar stóðu því vel að vígi. Það var þó markvörður Liverpool, Bruce Grobbelaar, sem átti eftir að stela senunni. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem „spagettílappir“ Grobbelaar tóku síðasta spyrnumann Roma, Graziani, á taugum og Liverpool varð Evrópumeistari. „Þetta var töfrandi kvöld í mjög erfiðum aðstæðum fyrir okkur. Við vorum á útivelli og þurftum að yfirstíga margar hindranir,“ sagði Grobbelaar en hvað var hann að gera er hann tók spagettílappirnar frægu?Grobbelaar ver skot í leiknum.vísir/getty„Ég lék þetta bara af fingrum fram. Þegar Bruno Conti tók víti þá þá leit ég á ljósmyndara og beit svo í netið. Það virkaði því Conti klikkaði. Þá hugsaði ég um að halda þessu áfram. Ég leit aftur á netið og sá að það leit út eins og spagettí. Þess vegna ákvað ég að dansa eins og lappirnar á mér væru spagettí.“ Grobbelaar segir að stuðningsmenn Roma hafi aldrei fyrirgefið honum í raun hati þeir hann. „Það er ekkert langt síðan ég var í Róm og fékk að upplifa allt það stórkostlega í borginni. Nema Ólympíuleikvanginn. Ég vildi fara þangað og standa í markinu til að sýna konunni minni hvar ég varð Evrópumeistari. Þeir vildu ekki hleypa mér inn og sögðu að ég væri á svörtum lista þarna. Ótrúlegt.“ Grobbelaar verður á Anfield í kvöld en verður að horfa á síðari leikinn í sjónvarpinu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Þar sem Liverpool og Roma mætast í Meistaradeildinni í kvöld er mikið verið að rifja upp sögulegan úrslitaleik félaganna í Evrópukeppninni árið 1984. Sá leikur fór fram á Ólympíuleikvanginum í Róm og Rómverjar stóðu því vel að vígi. Það var þó markvörður Liverpool, Bruce Grobbelaar, sem átti eftir að stela senunni. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem „spagettílappir“ Grobbelaar tóku síðasta spyrnumann Roma, Graziani, á taugum og Liverpool varð Evrópumeistari. „Þetta var töfrandi kvöld í mjög erfiðum aðstæðum fyrir okkur. Við vorum á útivelli og þurftum að yfirstíga margar hindranir,“ sagði Grobbelaar en hvað var hann að gera er hann tók spagettílappirnar frægu?Grobbelaar ver skot í leiknum.vísir/getty„Ég lék þetta bara af fingrum fram. Þegar Bruno Conti tók víti þá þá leit ég á ljósmyndara og beit svo í netið. Það virkaði því Conti klikkaði. Þá hugsaði ég um að halda þessu áfram. Ég leit aftur á netið og sá að það leit út eins og spagettí. Þess vegna ákvað ég að dansa eins og lappirnar á mér væru spagettí.“ Grobbelaar segir að stuðningsmenn Roma hafi aldrei fyrirgefið honum í raun hati þeir hann. „Það er ekkert langt síðan ég var í Róm og fékk að upplifa allt það stórkostlega í borginni. Nema Ólympíuleikvanginn. Ég vildi fara þangað og standa í markinu til að sýna konunni minni hvar ég varð Evrópumeistari. Þeir vildu ekki hleypa mér inn og sögðu að ég væri á svörtum lista þarna. Ótrúlegt.“ Grobbelaar verður á Anfield í kvöld en verður að horfa á síðari leikinn í sjónvarpinu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira